Fréttir

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

Leikhússtjóranum Jóni Páli var gert að víkja tafarlaust frá störfum í gær þar sem ekki ríkti lengur traust um störf hans hjá Leikfélagi Akureyrar vegna máls sem kom upp í tenglsum við #metoo byltinguna.

„Starfslok mín hafa bara ekkert með þetta mál að gera.“ Þetta sagði Jón Páll Eyjólfsson, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, þegar Stundin spurði hann í lok desember hvort starfslok hans hefðu eitthvað með alvarlegar ásakanir að gera, í anda þess sem fjallað hefur verið um undir formerkjum #MeToo. Þá hafði Jón Páll birt yfirlýsingu á Facebook um að hann hygðist segja starfi sínu lausu sem leikhússtjóri frá og með 1. janúar 2018. Sagði hann ástæðurnar tengjast rekstri og fjárframlögum til leikhússins. 

Í dag var svo greint frá því að Jóni Páli hefði verið gert að víkja tafarlaust frá störfum í gær þar sem ekki ríkti lengur traust um störf hans hjá leikfélaginu. „Stjórn og framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar hafa tekið ákvörðun um að Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar starfi ekki út uppsagnarfrest sinn heldur ljúki störfum nú þegar. Byggist sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu,“ segir í yfirlýsingu frá Menningarfélagi Akureyrar. 

Í yfirlýsingu sem Jón Páll sendi RÚV nú laust eftir hádegi segir hann að málið snúist um atburð sem gerðist fyrir áratug og ekki innan leikhússins. „Fyrir 5 árum hófst samtal við þolandann að hans frumkvæði og í kjölfarið höfum við átt í samskiptum og stefnt að sátt,” skrifar Jón Páll. „Þegar Metoo vakningin fór af stað gerði ég framkvæmdastjóra MAK strax grein fyrir málinu og stöðunni.” Um svipað leyti tilkynnti hann um starfslok sín hjá leikfélaginu. 

Þegar Stundin ræddi við Jón Pál þann 29. desember tók hann hins vegar skýrt fram að starfslok hans hefðu ekkert með ásakanir um kynferðisbrot að gera. „Ég skrifaði mjög langt bréf á Facebook og þetta var ekki auðveld ákvörðun taka þennan gambít. Ég kláraði að gera hér það sem ég ætlaði að gera, fullviss um að fylgt yrði eftir stefnumálunum. Svo sit ég uppi með að það kemur ekki leikhópur hérna,“ sagði hann.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Viðtal

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag

Pistill

Katrín: Mas, mas, mas í heila mínútu

Úttekt

Ótrúlegur ráðherraferill Sigríðar Andersen: Lögbrot, leyndarhyggja og harka gagnvart hælisleitendum

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Mest lesið í vikunni

Pistill

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Viðtal

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag

Pistill

Katrín: Mas, mas, mas í heila mínútu

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga