Mest lesið

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni
1

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
2

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
3

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska
4

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum
5

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu
6

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana

Theresa Kusi Daban og William Kyeremateng óttast örlög barnanna sinna verði þau endursend til Ghana, líkt og íslensk stjórnvöld áforma. Börnin hafa aldrei komið til Afríku og foreldrarnir hafa ekki komið til heimalandsins í hartnær 15 ár. Lögmaður segir lagabreytingu sem samþykkt var á síðasta degi þingsins í haust mismuna börnum á flótta.

Fimm manna fjölskylda send í ókunnugar aðstæður í Ghana
Verða send úr landi William og Theresa ásamt börnum sínum þremur.   Mynd: Heiða Helgadóttir
ritstjorn@stundin.is

Theresa Kusi Daban og William Kyeremateng verða á næstunni send til Ghana ásamt þremur ungum börnum sínum. Þangað hafa þau ekki komið í hartnær 15 ár og segjast ekki eiga neina tengingu við landið lengur. Theresa og William hafa dvalið hér á landi í alls 22 mánuði, eða frá því þau sóttu um alþjóðlega vernd í febrúar 2016, og yngsta barn þeirra hjóna fæddist hér á landi. Lagabreytingin sem Alþingi samþykkti til bráðabirgða á síðasta degi þingsins í september síðastliðnum var ekki talin eiga við um fjölskylduna. 

Sem kunnugt er var gerð bráðabirgðabreyting á útlendingalögum á síðasta degi þingsins í september síðastliðnum sem gerði nokkrum börnum í leit að alþjóðlegri vernd tímabundið kleift að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður segir að stjórnvöld hafi með breytingunni mismunað börnum á flótta. 

Brjóti gegn jafnræðisreglunni

Mál tveggja barna, Mary frá Nígeríu og Hanyie frá Afganistan, höfðu verið talsvert í umræðunni fram að lagabreytingunni, en hún gerði báðum stúlkum kleift að fá umrætt dvalarleyfi. Lögin styttu frest stjórnvalda til að vinna úr umsókn barns um hæli. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina var fresturinn styttur úr tólf mánuðum í níu og í málum þar sem umsókn hefur verið tekin til efnismeðferðar var fresturinn til að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða styttur úr 18 mánuðum í 15 mánuði. Þessi breyting var hins vegar ekki gerð til frambúðar og gilti einungis í tvær vikur. Theresa og William rétt misstu því af glugganum, en einungis munaði einum mánuði upp á. Þó svo að fjölskyldan hafði þá dvalið á landinu í 19 mánuði þá er tímaramminn einungis frá því sótt er um hæli þar til fyrsti úrskurður kærunefndar útlendingamála er birtur í tilfellum þar sem mál eru tekin til efnismeðferðar, en alls liðu 14 mánuðir í tilviki fjölskyldunnar. Í málum sem heyra undir Dyflinnarreglugerðina er hins vegar talið frá því viðkomandi sótti um hæli þar til brottflutningur er framkvæmdur. Ef tímaramminn væri sá sami í efnismeðferðarmálum og Dyflinnarmálum hefði fjölskyldan þannig fallið undir hina tímabundnu lagabreytingu.

„Við búum í réttarríki þar sem allir skuli vera jafnir fyrir lögum og rétti.“

Eva Dóra er mjög gagnrýnin á lagabreytinguna. Hún mismuni barnafjölskyldum sem séu staddar hér á landi í leit að alþjóðlegri vernd og sé brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. „Með hvaða málefnalegu rökum er hægt að rökstyðja að eingöngu hafi verið ætlun löggjafans að veita mjög takmörkuðum hópi barna sem eru í sömu stöðu hér á landi alþjóðlega vernd?“ spyr Eva Dóra í samtali við Stundina.

„Ef sú er niðurstaðan má óhjákvæmilega varpa upp þeirri spurningu hvort vilji löggjafans með umræddum breytingum á útlendingalögum hafi eingöngu lotið að því að tryggja með öruggum hætti alþjóðlega vernd barna sem hæst hefur verið farið með í fjölmiðlum og þau ásamt fjölskyldum sínum því hlotið framgöngu sinna mála í pólitísku hagnaðarskyni fyrir þá alþingismenn sem beittu sér fyrir umræddri lagabreytingu. Við búum í réttarríki þar sem allir skuli vera jafnir fyrir lögum og rétti og það þýðir að beita skuli sömu reglum og lögum yfir þá aðila sem eru í sambærilegri stöðu.“

Hafa myndað sterk tengsl við ÍslandBörnin tala íslensku og líta á Ísland sem sitt heimaland. Yngri drengurinn, fremstur á myndinni, fæddist hér á landi.

Bjuggu á Ítalíu frá barnsaldri

Fjölskyldan kom hingað til lands frá Ítalíu, en bæði Theresa og William höfðu dvalið þar í landi frá barnsaldri. Ekki er hins vegar hægt að endursenda þau til Ítalíu þar sem dvalarleyfi þeirra rann út ári eftir að þau yfirgáfu landið. Þau verða því send til Ghana, en Theresa og William hafa ekki komið til Ghana í hartnær 15 ár og segjast ekki hafa nein tengsl við landið lengur. Foreldrar þeirra og ættingjar hafi allir flutt sig um set til Evrópu vegna fátæktar og örbirgðar í landinu og því geti þau ekki sótt þangað stuðning eða húsaskjól. 

 „Lífið var mjög erfitt í Ítalíu.“

Theresa segist hafa flúið Ghana vegna sárrar fátæktar einungis sextán ára gömul. Hún segir að sér hafi verið lofað skólaplássi á Ítalíu, en þess í stað verið neydd til að þrífa hús og stunda vændi. Launin hafi verið tekin af henni til þess að greiða skuld vegna ferðalagsins til Ítalíu. Þess ber að geta að hvergi er minnst á mansal eða nauðung í gögnum Theresu, en hún útskýrir það með þeim hætti að hún hafi talið að um einkamál hennar væri að ræða.

Theresa og William kynntust á Ítalíu og eignuðust tvö eldri börnin þar. „Lífið var mjög erfitt í Ítalíu,“ segir William. „Hver dagur var barátta, því ég fékk hvergi vinnu og átti erfitt með að framfleyta fjölskyldunni. Stundum neyddist ég til að stela mat fyrir börnin, en ég vildi ekki gera það. Á endanum sagði ég við Theresu að lífið ætti ekki að þurfa að vera svona erfitt, við þyrftum ekki að vera á Ítalíu heldur gætum við gefið börnunum gott líf í öðru landi. Þá ákváðum við að koma til Íslands.“

Þess má geta að William hefur haft atvinnu hér á landi í næstum því tvö ár, en hann starfar hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Keflavík. 

Óttast að börnin fái ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu

Börnin eru á aldrinum eins til sex ára. Elst er Stefania, sem gengið hefur í grunnskóla í Njarðvík, Nathaniel er þriggja ára og yngsti sonur þeirra er rúmlega eins árs. Börnin hafa aldrei komið til Ghana, enda voru foreldrar þeirra báðir á barnsaldri þegar þeir flúðu landið. Verði börnunum gert að snúa til baka með foreldrum sínum verða aðstæður þeirra þeim algjörlega ókunnugar. Börnin hafa myndað sterk tengsl við Ísland, tala íslensku og líta á Ísland sem sitt heimaland.

Þá hafa tvö eldri börnin, Stefania og Nathaniel, verið greind með asthma og hafa þurft á læknisaðstoð hér á landi vegna öndunarörðugleika þeirra. Theresa og William óttast að þau muni ekki fá viðeigandi læknisaðstoð í Ghana. 

„Við getum ekki séð fyrir börnunum í Ghana,“ segir Theresa. „Ég fór ekki í skóla og er ekki með neitt prófskírteini sem ég get notað til að leita að vinnu. Ég er úrkula vonar, stressuð og veit ekki hvað ég á að gera. Þess vegna vil ég að almenningur heyri okkar sögu sem og Alþingi, sem hefur áður hjálpað fjölskyldum í svipaðri stöðu.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni
1

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
2

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
3

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum
4

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska
5

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu
6

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
2

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
5

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Launin gera fólk háð maka sínum
6

Launin gera fólk háð maka sínum

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
2

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
5

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Launin gera fólk háð maka sínum
6

Launin gera fólk háð maka sínum

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Vigdís gagnrýnir styrk til Báru vegna „Klausturgate“

Vigdís gagnrýnir styrk til Báru vegna „Klausturgate“

Þegar silkihúfan kom að sunnan

Illugi Jökulsson

Þegar silkihúfan kom að sunnan

Svart álit erlendra sérfræðinga: „Staðan á bráðamóttökunni er krónísk katastrófa“

Svart álit erlendra sérfræðinga: „Staðan á bráðamóttökunni er krónísk katastrófa“

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

Sonur minn er klámfíkill

Sonur minn er klámfíkill

Duldir möguleikar melgresis

Duldir möguleikar melgresis

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Vigdís kvartar til Vinnueftirlitsins undan Helgu Björgu

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska

Assange hafður í glerbúri í réttarhöldunum: Glæpurinn er blaðamennska

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak