Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Húmor og beiskja bæjarstjórans

Ævi­saga Gunn­ars Birg­is­son­ar ein­kenn­ist af því að vera ein­stak­lega ill­yrt á köfl­um. En húm­or­inn er líka til stað­ar.

Húmor og beiskja bæjarstjórans
Bókin Forsíðumyndin lýsir húmor og einlægni. Hið síðarnefnda skortir þó að mestu.

Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og verktaki í Kópavogi, er enginn venjulegur maður. Hann hefur í lífi sínu og starfi farið ótroðnar slóðir og gjarnan náð hæstu metorðum. Hann stýrði öflugu verktakafyrirtæki lengi og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn auk þess að vera bæjarstjóri í Kópavogi. Hann er einna þekktastur fyrir það starf. Slagorð hans, það er gott að búa í Kópavogi, er fyrir löngu landsþekkt. Gunnar stýrði Kópavogsbæ í mikilli uppbyggingu ásamt framsóknarmanninum Sigurði Geirdal um árabil. Ákveðinn ljómi lék um hann á fyrri hluta valdaskeiðsins. Hann var sterki maðurinn. En svo hallaði á ógæfuhliðina. Fréttir voru sagðar af frændhygli bæjarstjórans og ýmsum sporðakostum sem ekki þóttu sæma opinberri persónu. Gunnar varð þekktur fyrir heimsóknir á nektarstaðinn Goldfinger og vinátta hans og eigandans var rómuð. Sá sterki fékk smám saman á sig ímynd þess spillta og hrökklaðist á endanum af bæjarstjórastóli og úr Kópavogi.  

Annálaður sögumaður

Það er vel til fundið að skrifa ævisögu svo áberandi og litríks manns. Orri Páll Ormarsson blaðamaður tók að sér verkið. Margt skemmtilegt og fræðandi er að finna í bókinni, enda er Gunnar annálaður sögumaður. Sögupersónan lætur gamminn geisa og skrásetjarinn slær inn texta, gagnrýnislaust.

Skemmtilegasti hluti bókarinnar fjallar um það tímabil þegar Gunnar sat á þingi. Hann segir sögur af sér og Davíð Oddssyni, þáverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Davíð fékk Gunnar til að fara fram með frumvarp um að leyfa hnefaleika á Íslandi. Gunnar varð þekktur fyrir þá baráttu. Þegar Davíð varð gerður afturreka af forsetanum með fjölmiðlalögin frægu segist Gunnar hafa varað hann við því að fara strax aftur fram með frumvarp af þeim toga. Lýsir hann því þannig að þingflokkurinn hafi sagt „já og amen, nema ég“. Og „Davíð brjálaðist gjörsamlega og veittist að mér með þvílíkum skömmum og óþverra að ég hef aldrei heyrt annað eins,“ segir Gunnar og kveðst hafa svarað Davíð fullum hálsi. Hann gortar af því að hafa verið einn af fáum sem þorðu að standa uppi í hárinu á Davíð.

Davíð OddssonGunnar segist hafa verið óhræddur við leiðtogann sem margir óttuðust.

Úrsagnarbréf Einars Odds

Góð vinátta var á milli Gunnars og Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Eitt sinn var Einari ofboðið vegna framgöngu Sjálfstæðisflokksins í kvótamálum smábáta og ákvað að segja sig úr þingflokknum. Hann fór með bréf til Vilhjálms Egilssonar þingflokksformanns sem hringdi í ofboði í Davíð og bað hann að koma strax. „Einar Oddur er að segja sig úr þingflokknum …,“ sagði Vilhjálmur og Davíð brá skjótt við og mætti ásamt Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Gunnar segir að orðið hafi „helvítis hávaði“. Davíð tilkynnti loks að kvóta smábáta ætti að auka og Árni kyngdi þeirri skipun. Einar hætti við úrsögnina. Í framhaldinu bauð Davíð öllum í mat. Einhver sá fyrir sér steik og rauðvín en Davíð stormaði með félagana að pylsuvagninum og bauð upp á „tvær á kjaft“.

Bjarni BenediktssonGunnar segist hafa lagt grunninn að frama hans.

Í þessum hluta bókarinnar kemur fram að Gunnar hafi tryggt Bjarna Benediktssyni pólitíska framtíð sem formaður með því að taka hann upp á arma sína. „Kemur karlinn með strákinn,“ var viðkvæðið þegar Gunnar fór með Bjarna á milli fyrirtækja. Þessi hluti bókarinnar einkennist af frásagnargleði og bráðskemmtilegu karlagrobbi. Þó vottar fyrir sársauka þar sem hann segir frá því að hafa ekki fengið ráðherrastól.

„Kvikindin"

Biturðin er skammt undan þegar Gunnar fjallar um árin í Kópavogi. Gerist hann þar illyrtur. Gunnar segir frá kraftaverkum sínum við uppbyggingu bæjarins. En svo hallar undan fæti og Gunnar var felldur af leiðtogastóli. Það gerðist í framhaldi ýmissa hneykslismála sem voru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í þeim hluta bókarinnar er mikill harmagrátur og hann fer hörðum orðum um Ármann og að „þessum kvikindum“ hefði tekist að flæma hann í burtu af bæjarstjórastóli. Hann telur upp fjölda samherja úr Sjálfstæðisflokki sem höfðu svikið hann. Verstur af öllum er Ármann Kr. Ólafsson, núverandi bæjarstjóri, sem felldi hann á sínum tíma. Ármann vildi ekki, að sögn, leita í reynslubanka Gunnars og milli þeirra varð „algjör trúnaðarbrestur og vinslit“. Gunnar segist aldrei fyrirgefa Ármanni.

Guðlaugur ÞórGunnar líkir þessum samherja sínum við mafíuleiðtoga.

Og fleiri sviku leiðtogann. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði stungið hann í bakið. Guðlaugur Þór Þórðarson uranríkisráðherra, sem Gunnar segir að hafi verið á vegum Baugsfeðga, „áttu hann skuldlausan“ og svo er að skilja að Baugur hafi staðið undir kosningabaráttu Guðlaugs.

Guðlaugur sem mafíósi

Hann talar um samherja Guðlaugs sem Gulla-klíkuna og kallar þá gangstera. Hann nefnir líkindi með Guðlaugi og Guðföðurnum, Don Corleone. Hann segir að margir hafi fengið umbun þegar Guðlaugur varð heilbrigðisráðherra og rétti vinum og vandamönnum verkefni. Gunnar treystir þó Bjarna Benediktssyni, núverandi formanni, til að halda aftur af Guðlaugi, enda Bjarni heiðarlegur maður og vandaður. Fyrrverandi tengdasonur Gunnars fær einnig slæma einkunn. Gunnar segir hann hafa haldið dóttur sinni í stofufangelsi og ýjar að því að hann hafi beitt konu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Og það er ekkert gefið eftir. „Ég ber engan kala til Guðjóns. Þetta er veikur maður og vonandi ber hann gæfu til að leita sér aðstoðar í framtíðinni,“ segir Gunnar eftir að hafa gefið tengdasyninum einkunn.

Góður við súludansara

 Tengsl Gunnars bæjarstjóra við súlustaðinn Goldfinger voru mjög til umfjöllunar á sínum tíma. Góð vinátta var milli Gunnars og Ásgeirs Davíðssonar, eiganda staðarins, sem var rekinn í Kópavogi og átti mikið undir góðvild bæjarstjórans. Telur Gunnar að nektardansmeyjarnar á staðnum hafi fengið góða meðferð. „... Geiri hélt líka alla tíð vel utan um stelpurnar …,“ segir Gunnar og áréttar að ekki hafi verið vændi á staðnum. Mynd birtist af Gunnari og tveimur konum í tímaritinu Ísafold sem setti allt á annan endann. Gunnar segir að konurnar hafi verið kunningjahjón sín. Myndbirtingin í Ísafold varð til þess að verslanakeðjan Kaupáss, sem stýrt var af félaga Gunnars, tók blaðið alfarið úr sölu. Þetta varð mikið fjölmiðlamál og viðurkenndi eigandinn að hann hefði misbeitt húsbóndavaldi sínu með þessum hætti.

„Ég fékk mér ekki oft í glas en það kom fyrir …“ segir Gunnar í ævisögunni um heimsóknir sínar á Goldfinger. Hann gefur til kynna að tímaritið Mannlíf hafi ráðist á sig með myndbirtingunni og „breiðsíðu“. Þar er hann væntanlega að vísa til greinarinnar Kóngurinn í Kópavogi. Gunnar segir að blaðamaðurinn Sigurður Bogi Sævarsson hafi margbeðið sig afsökunar á umfjölluninni! Óljóst er með hvaða hætti Sigurður Bogi bar ábyrgð á greininni, skrifunum eða myndbirtingum. 

Mikið var fjallað um Gunnar í fjölmiðlum á þessum tíma. Hann var sviptur ökuskírteini og gaukaði verkefnum á vegum Kópavogsbæjar að dóttur sinni. Spillingarhjúpur var yfir honum. Ævisagan tekur ekki á þessum málum. Gunnar snýr Goldfingermálinu upp í það að umfjöllun fjölmiðla hafi verið eiginkonu hans og fjölskyldu þungbær. Heimsóknir hans á þennan alræmda stað urðu hreint aukaatriði. Hvergi örlar á iðrun vegna eigin gjörða. Þvert á móti eru slæm örlög Gunnars alltaf öðrum að kenna. Gunnar líkir raunar umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig við það sem Donald Trump hafi þurft að þola í Bandaríkjunum. Talsverðu púðri er eytt í að lýsa því hversu slæmir fjölmiðlarnir, að undanskildu Morgunblaðinu, hafi verið. Fréttamenn Rúv fá sérstaklega slæma dóma hjá Gunnari. Skrásetjari hans er blaðamaður á Morgunblaðinu!

Gott að vera á Úlfarsfelli

Gunnar fjallar í bókinni um þann sem þetta skrifar vegna ritstjóratíðar hjá DV og vísar til fleygra orða um að taka menn niður. Gefur Gunnar þar ranglega til kynna að þar hafi hann sjálfur verið til umfjöllunar en ekki Björgólfur Guðmundsson eins og raunin var. „… Núna er Reynir mest upp á Úlfarsfelli – og ágætlega geymdur þar ...“ segir í bókinni. Þetta er reyndar ágætt dæmi um húmorinn og léttleikann sem dúkkar reglulega upp í bókinni á milli þess sem harmur hins fallna nær yfirhöndinni með tilheyrandi froðufellingum.

Glufan í girðingunni

Í kaflanum um bernskuárin er ágæt lýsing á því sem seinna varð í lífi Gunnars. „Ég kom snemma auga á glufuna undir girðingunni“. Einmitt þar liggur hundurinn grafinn. Glufurnar í girðingunni urðu Gunnari að falli í Kópavogi.

Bókin um Gunnar er dæmigerð segulbandabók. Höfundurinn gerir enga tilraun til að sannreyna frásögn viðmælandans eða tóna niður illmælgina og vara hann við sleggjudómum um samherja og pólitíska andstæðinga. Það er engin leið að fallast á að andstæðingar Gunnars séu kvikindi eða að Guðlaugur Þór Þórðarson sé ígildi morðóðs mafíuforingja eða gangsters. Að þessu frátöldu eru skemmtilegir kaflar í bókinni sem varpa ljósi á pólitík fyrri ára. Þetta hefði getað orðið fín bók ef húmor og yfirvegun hefðu verið meira ráðandi og söguhetjan hefði játað mistök sín og sýnt örlitla iðrun. En því miður er ekki svo. Ævisöguritarinn krossbregst viðmælanda sínum með því að láta hann vaða á súðum. Bók sem lýsir fyrrum samherjum sem mafíósum, kvikindum og gangsterum er ekki sérlega falleg gjöf á hátíð ljóss og friðar.

Kápa bókarinnar er ágæt. Myndin á forsíðu er lýsandi fyrir viðfangsefnið. Myndin ber með sér einlægni og stríðni en það eru röng skilaboð. Einlægnina vantar alveg.  Það er einnig galli að nafnaskrá vantar. Kannski er það vísvitandi vegna orðfærisins. Gunnar Birgisson fær tvær og hálfa stjörnu. Stjörnurnar eru fyrir skemmtilegu kaflana.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum
1
Fréttir

Rann­sókn lög­reglu bein­ist að tví­bura­bræðr­um

Tví­bura­bræð­ur voru hand­tekn­ir í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn lög­reglu, vegna gruns um að­ild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og pen­inga­þvætti. Hér er fé­laga­rekst­ur þeirra bræðra kort­lagð­ur.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
2
Fréttir

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið
3
Fréttir

Trump skilt­ið í Mörk­inni vís­ar nú á Komm­ún­ista­ávarp­ið

Frægt skilti at­hafna­manns­ins Við­ars Guðjohnsen sem hvatti veg­far­end­ur til að lesa Morg­un­blað­ið aug­lýs­ir nú leigu­íbúð­ir með mis­vís­andi heima­síðu.
„Gosið aldrei verið svona fallegt“
4
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall

„Gos­ið aldrei ver­ið svona fal­legt“

Páll Stef­áns­son ljós­mynd­ari fór að eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um, þar sem ný­ir gíg­ar mynd­uð­ust í gær. Hann lýs­ir að­stæð­um á vett­vangi.
353. spurningaþraut: Tónlistarverðlaun, glæpasería, lóan, Kalmarsambandið
5
Þrautir10 af öllu tagi

353. spurn­inga­þraut: Tón­list­ar­verð­laun, glæpasería, ló­an, Kalm­arsam­band­ið

Hlekk­ur á þraut gær­dags­ins. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir mað­ur­inn á mynd­inni hér að of­an? Eft­ir­nafn­ið dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Ló­an er kom­in að kveða burt snjó­inn. Hver orti kvæði það er svo hófst? 2.   Hvaða tón­list­ar­mað­ur fékk á dög­un­um fern af hinum svo­nefndu Hlust­enda­verð­laun­um, þar á með­al bæði fyr­ir plötu árs­ins og lag árs­ins? 3.   Hvað heit­ir plata árs­ins...
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
6
Aðsent

Bréf til ráð­herra: „Bjarg­ið Uhunoma“

Synj­un um al­þjóð­lega vernd var stað­fest á föstu­dag og nú skrifa vin­ir Níg­er­íu­manns­ins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dóms­mála­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn­ina alla að veita hon­um land­vist­ar­leyfi hér á landi. Áfall­ið við úr­skurð nefnd­ar­inn­ar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráða­geð­deild um helg­ina.
Mikil ásókn og takmarkað framboð á fasteignamarkaði
7
Fréttir

Mik­il ásókn og tak­mark­að fram­boð á fast­eigna­mark­aði

Ólaf­ur Sindri Helga­son, yf­ir­hag­fræð­ing­ur hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, seg­ir minnk­andi fram­boð á eign­um á fast­eigna­mark­aði geta leitt til þess að bil á milli þeirra á leigu- og fast­eigna­mark­aði gæti breikk­að. Sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­inn­ar var met sala á íbúð­um í fe­brú­ar mán­uði.

Mest deilt

Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
1
Fréttir

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
Bréf til ráðherra: „Bjargið Uhunoma“
2
Aðsent

Bréf til ráð­herra: „Bjarg­ið Uhunoma“

Synj­un um al­þjóð­lega vernd var stað­fest á föstu­dag og nú skrifa vin­ir Níg­er­íu­manns­ins Uhunoma Osayomore bréf „með von í hjarta“ þar sem þeir skora á dóms­mála­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn­ina alla að veita hon­um land­vist­ar­leyfi hér á landi. Áfall­ið við úr­skurð nefnd­ar­inn­ar varð til þess að leggja þurfti Uhunoma inn á bráða­geð­deild um helg­ina.
Landsréttur sneri sakfellingu í sýknu í 15 prósentum kynferðisbrotamála
3
Fréttir

Lands­rétt­ur sneri sak­fell­ingu í sýknu í 15 pró­sent­um kyn­ferð­is­brota­mála

Refs­ing var mild­uð í 26 pró­sent­um þeirra kyn­ferð­is­brota­mála sem Lands­rétt­ur fjall­aði um á ár­un­um 2018 til 2020. Lands­rétt­ur stað­festi dóma hér­aðs­dóms í 45 pró­sent­um til­fella.
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
4
Fréttir

Mik­il ánægja með lög um skipta bú­setu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.
Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið
5
Fréttir

Trump skilt­ið í Mörk­inni vís­ar nú á Komm­ún­ista­ávarp­ið

Frægt skilti at­hafna­manns­ins Við­ars Guðjohnsen sem hvatti veg­far­end­ur til að lesa Morg­un­blað­ið aug­lýs­ir nú leigu­íbúð­ir með mis­vís­andi heima­síðu.
355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen
6
Þrautir10 af öllu tagi

355. spurn­inga­þraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jo­nes, Nanna Birk Lar­sen

Hér er hlekk­ur á spurn­inga­þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Kon­an, sem hér sést milli sona sinna tveggja ár­ið 1968, varð það ár fyrst kvenna til að gegna ákveðnu ábyrgð­ar­starfi. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Með hvaða fót­boltaliði leik­ur franski snill­ing­ur­inn Kyli­an Mbappé? 2.   Ant­hony Armstrong-Jo­nes hét ljós­mynd­ari einn, bresk­ur að ætt. Hann þótti bæri­leg­ur í sínu fagi, en er...
354. spurningaþraut: Ásta S. Guðbjartsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og fleiri
7
Þrautir10 af öllu tagi

354. spurn­inga­þraut: Ásta S. Guð­bjarts­dótt­ir, Jó­hann G. Jó­hanns­son og fleiri

Hér er hlekk­ur á þraut­ina frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver mál­aði mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Und­ir hvaða nafni þekkj­um við Ástu S. Guð­bjarts­dótt­ur best? 2.   Ár­ið 1937 hvarf fræg­ur flug­kappi á Kyrra­hafi og hef­ur hvarf­ið síð­an orð­ið til­efni ótal rann­sókna, bóka, sjón­varps- og út­varps­þátta. Hvað hét flug­kapp­inn? 3.   Í hvaða landi er Tel Aviv? 4. ...

Mest lesið í vikunni

Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum
1
Fréttir

Rann­sókn lög­reglu bein­ist að tví­bura­bræðr­um

Tví­bura­bræð­ur voru hand­tekn­ir í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn lög­reglu, vegna gruns um að­ild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og pen­inga­þvætti. Hér er fé­laga­rekst­ur þeirra bræðra kort­lagð­ur.
Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
2
Úttekt

Hækka verð eft­ir að hafa greitt sér tæp­lega 770 millj­óna arð úr fyr­ir­tæki í ein­ok­un­ar­stöðu

Ís­lenska léna­fyr­ir­tæk­ið ISNIC hækk­ar verð á .is-lén­um um 5 pró­sent. Fyr­ir­tæk­ið er í ein­ok­un­ar­stöðu með sölu á heima­síð­um sem bera lén­ið og hef­ur Póst- og fjar­skipta­stofn­un bent á að það sé óeðli­legt að einka­fyr­ir­tæki sé í þess­ari stöðu.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
3
Fréttir

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
„Loksins lesbía!“
4
Viðtal

„Loks­ins lesbía!“

Eva Jó­hanns­dótt­ir var ekki orð­in sjálf­ráða þeg­ar mað­ur beitti hana grimmi­legu of­beldi. Ann­ar mað­ur kom þar að en í stað þess að koma henni til bjarg­ar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mót­uð af þess­ari reynslu þeg­ar hún kom út úr skápn­um. „Loks­ins lesbía,“ hróp­aði afi henn­ar en homm­arn­ir í fjöl­skyld­unni eru svo marg­ir að á ætt­ar­mót­um er skellt í hóp­mynd af sam­kyn­hneigð­um. Af­inn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyr­ir hana en hún valdi aðra leið, að eign­ast barn með homm­um.
Gjaldþrot fyrirtækja í eigu Sigga hakkara upp á meira en 300 milljónir króna
5
Fréttir

Gjald­þrot fyr­ir­tækja í eigu Sigga hakk­ara upp á meira en 300 millj­ón­ir króna

Fé­lög skráð á Sig­urð Þórð­ar­son skulda um 113 millj­ón­ir í op­in­ber gjöld og 9 millj­ón­ir króna í líf­eyr­is­sjóði.
Ísland er eftir á í aðlögun innflytjenda
6
Úttekt

Ís­land er eft­ir á í að­lög­un inn­flytj­enda

Anna Wojtyńska, nýdoktor í mann­fræði við Há­skóla Ís­lands, er helsti sér­fræð­ing­ur lands­ins þeg­ar kem­ur að rann­sókn­um um pólska inn­flytj­end­ur hér á landi. Að henn­ar mati hef­ur stefna og við­mót ís­lensks sam­fé­lags leitt til þess að hæfni inn­flytj­enda nýt­ist ekki en þeir fá sjald­an tæki­færi til að kom­ast úr lág­launa­störf­um.
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
7
FréttirLaugaland/Varpholt

Stúlk­urn­ar af Laugalandi segja Ásmund Ein­ar hunsa sig

Kon­ur sem lýst hafa því að hafa ver­ið beitt­ar of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafa ekki feng­ið svar við tölvu­pósti sem var send­ur Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra fyr­ir átján dög­um síð­an „Það átti greini­lega aldrei að fara fram nein al­vöru rann­sókn,“ seg­ir Gígja Skúla­dótt­ir.

Mest lesið í mánuðinum

Svona var ástandið við eldgosið
1
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall

Svona var ástand­ið við eld­gos­ið

Fólk streymdi upp stik­aða stíg­inn að eld­gos­inu í gær eins og kvika upp gos­rás. Ástand­ið minnti meira á úti­há­tíð en nátt­úru­ham­far­ir.
Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum
2
Fréttir

Rann­sókn lög­reglu bein­ist að tví­bura­bræðr­um

Tví­bura­bræð­ur voru hand­tekn­ir í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn lög­reglu, vegna gruns um að­ild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og pen­inga­þvætti. Hér er fé­laga­rekst­ur þeirra bræðra kort­lagð­ur.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
3
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þú ert dauð­ur – gæsk­ur

Hvernig RÚV hef­ur brugð­ist hlut­verki sínu.
SMS Róberts til fyrrverandi samstarfsmanna sinna: „Þú ert dauður ég lofa“
4
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

SMS Ró­berts til fyrr­ver­andi sam­starfs­manna sinna: „Þú ert dauð­ur ég lofa“

Ró­bert Wessman, for­stjóri Al­vo­gen, sendi rúm­lega 30 hat­urs­full og ógn­andi SMS-skila­boð til fyrr­ver­andi sam­starfs­manna sinna há Acta­vis. Ástæð­an var að ann­ar þeirra hafði bor­ið vitni í skaða­bóta­máli Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar gegn hon­um ár­ið 2016. Al­vo­gen lét skoða mál­ið en seg­ir eng­in gögn hafa bent til þess að „eitt­hvað væri at­huga­vert við stjórn­un­ar­hætti Ró­berts.“ Stund­in birt­ir gögn­in.
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
5
MyndirEldgos við Fagradalsfjall

Geld­ingagíg­ur ekki leng­ur ræf­ill og kom­inn með fé­laga

Gos­ið í Geld­inga­döl­um gæti ver­ið kom­ið til að vera til lengri tíma. Efna­sam­setn­ing bend­ir til þess að það komi úr möttli jarð­ar og lík­ist frem­ur dyngjugosi held­ur en öðr­um eld­gos­um á sögu­leg­um tíma.
Útfararstjóri Íslands: Siggi hakkari játar að hafa svikið tugi milljóna króna úr íslenskum fyrirtækjum
6
Rannsókn

Út­far­ar­stjóri Ís­lands: Siggi hakk­ari ját­ar að hafa svik­ið tugi millj­óna króna úr ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, eða Siggi hakk­ari eins og hann er kall­að­ur, hef­ur und­an­far­in ár náð að svíkja út tugi millj­óna úr ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Sig­urð­ur er skráð­ur fyr­ir fjöld­ann af hluta­fé­lög­um og fé­laga­sam­tök­um sem hann not­ast við. Í við­tali við Stund­ina ját­ar hann svik og skjalafals­an­ir.
Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
7
Úttekt

Hækka verð eft­ir að hafa greitt sér tæp­lega 770 millj­óna arð úr fyr­ir­tæki í ein­ok­un­ar­stöðu

Ís­lenska léna­fyr­ir­tæk­ið ISNIC hækk­ar verð á .is-lén­um um 5 pró­sent. Fyr­ir­tæk­ið er í ein­ok­un­ar­stöðu með sölu á heima­síð­um sem bera lén­ið og hef­ur Póst- og fjar­skipta­stofn­un bent á að það sé óeðli­legt að einka­fyr­ir­tæki sé í þess­ari stöðu.

Nýtt á Stundinni

Hettu- og hanskaveður í miðbænum
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hettu- og hanska­veð­ur í mið­bæn­um

Zi­va (mynd) sem ég mætti af til­vilj­un á Lauga­veg­in­um, á leið­inni í vinn­una. Hún kem­ur frá Tékklandi (Czechia) og hef­ur bú­ið hér og starf­að í tvö ár sem húð­flúr­ari. „Líf­ið hér er að kom­ast í eðli­legt horf... svona næst­um því, sem er frá­bært". Já eins og veðr­ið í morg­un. Ekta apríl: sól, rok og rign­ing allt á sömu mín­út­unni.
Yfirheyrslur,  misminni og samsæriskenningar. Síðari hluti.  Um samsæris-þjóðsögur í G&G málinu.
Blogg

Stefán Snævarr

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Síð­ari hluti. Um sam­sær­is-þjóð­sög­ur í G&G; mál­inu.

Hefj­um leik­inn á því að ræða ad hom­inem rök og al­mennt um sam­særis­kenn­ing­ar. Ad hom­inem rök eru „rök“ sem bein­ast að þeim sem set­ur fram stað­hæf­ingu, ekki stað­hæf­ing­unni sjálfri. Kalla má slíkt „högg und­ir belt­is­stað“. Hvað sam­særis­kenn­ing­ar varð­ar þá eru þær al­þekkt­ar  enda er Net­ið belg­fullt af meira eða minna órök­studd­um sam­særis­kenn­ing­um. Spurn­ing um hvort sam­særi eigi sér stað er...
Yfirheyrslur,  misminni og samsæriskenningar. Fyrri hluti. Um norræn sakamál, mest G&G málið.
Blogg

Stefán Snævarr

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Fyrri hluti. Um nor­ræn saka­mál, mest G&G; mál­ið.

Í fyrra vor  end­urlas ég Glæp og refs­ingu, hina miklu skáld­sögu Fjodors Dostoj­evskí. Hún fjall­ar um Rodi­on Raskolni­kov  sem framdi morð af því hann taldi að land­hreins­un hefði ver­ið að hinni  myrtu. Hann væri sér­stök teg­und manna sem væri haf­inn yf­ir lög­in. En Niku­læ nokk­ur ját­ar á sig morð­ið þótt hann hafi ver­ið sak­laus og virt­ist trúa eig­in sekt. Á...
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Fréttir

Mik­il ánægja með lög um skipta bú­setu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.
355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen
Þrautir10 af öllu tagi

355. spurn­inga­þraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jo­nes, Nanna Birk Lar­sen

Hér er hlekk­ur á spurn­inga­þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Kon­an, sem hér sést milli sona sinna tveggja ár­ið 1968, varð það ár fyrst kvenna til að gegna ákveðnu ábyrgð­ar­starfi. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Með hvaða fót­boltaliði leik­ur franski snill­ing­ur­inn Kyli­an Mbappé? 2.   Ant­hony Armstrong-Jo­nes hét ljós­mynd­ari einn, bresk­ur að ætt. Hann þótti bæri­leg­ur í sínu fagi, en er...
Blómlegt blómabú
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Blóm­legt blóma­bú

„Við rækt­um hér meira en 3 millj­ón­ir blóma á hverju ári,“ seg­ir Áslaug Svein­bjarn­ar­dótt­ir ein af garð­yrkju­bænd­un­um á Espi­flöt í Reyk­holti. Það gera tæp 10 blóm á hvern ein­stak­ling hér í lýð­veld­inu. „Covid hef­ur haft áhrif, fólk kaup­ir meira af blóm­um, vill hafa heim­il­ið hlý­legra þeg­ar það er svona mik­ið heima. Potta­blóma­sala hef­ur líka auk­ist til muna, en hér er­um við bara í af­skorn­um blóm­um.“
Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið
Fréttir

Trump skilt­ið í Mörk­inni vís­ar nú á Komm­ún­ista­ávarp­ið

Frægt skilti at­hafna­manns­ins Við­ars Guðjohnsen sem hvatti veg­far­end­ur til að lesa Morg­un­blað­ið aug­lýs­ir nú leigu­íbúð­ir með mis­vís­andi heima­síðu.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
Fréttir

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
354. spurningaþraut: Ásta S. Guðbjartsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og fleiri
Þrautir10 af öllu tagi

354. spurn­inga­þraut: Ásta S. Guð­bjarts­dótt­ir, Jó­hann G. Jó­hanns­son og fleiri

Hér er hlekk­ur á þraut­ina frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver mál­aði mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Und­ir hvaða nafni þekkj­um við Ástu S. Guð­bjarts­dótt­ur best? 2.   Ár­ið 1937 hvarf fræg­ur flug­kappi á Kyrra­hafi og hef­ur hvarf­ið síð­an orð­ið til­efni ótal rann­sókna, bóka, sjón­varps- og út­varps­þátta. Hvað hét flug­kapp­inn? 3.   Í hvaða landi er Tel Aviv? 4. ...
„Gosið aldrei verið svona fallegt“
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall

„Gos­ið aldrei ver­ið svona fal­legt“

Páll Stef­áns­son ljós­mynd­ari fór að eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um, þar sem ný­ir gíg­ar mynd­uð­ust í gær. Hann lýs­ir að­stæð­um á vett­vangi.
Hvað getur maður sagt?
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hvað get­ur mað­ur sagt?

...mað­ur verð­ur bara orð­laus yf­ir duttl­ung­um, feg­urð og krafti nátt­úr­unn­ar.
Mikil ásókn og takmarkað framboð á fasteignamarkaði
Fréttir

Mik­il ásókn og tak­mark­að fram­boð á fast­eigna­mark­aði

Ólaf­ur Sindri Helga­son, yf­ir­hag­fræð­ing­ur hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, seg­ir minnk­andi fram­boð á eign­um á fast­eigna­mark­aði geta leitt til þess að bil á milli þeirra á leigu- og fast­eigna­mark­aði gæti breikk­að. Sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­inn­ar var met sala á íbúð­um í fe­brú­ar mán­uði.