Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Goodbye my friend its hard to die“

„Goodbye my friend its hard to die“

Mikael Torfason er einstaklega einlægur, sumir kynnu að segja miskunnarlaus, í frásögnum sínum af fjölskyldumálum. Syndafallið er bók af svipuðum toga og Týnd í paradís sem kom út fyrir tveimur árum. Umfjöllunarefnið er sem fyrr fjölskylda höfundar og venslafólki. Og það er ekkert dregið undan. Mikael tekur fyrir öll tabúin. Þarna er framhjáhald, geðveiki, sjálfsvígstilraun, drykkjuskapur og trúarofstæki.  

Að þessu sinni eru foreldrar Mikaels undir smásjánni. Þau skildu með þrjú börn þegar Mikael var á barnsaldri. Mikael og bróðir hans voru hjá föður sínum, Torfa Geirmundssyni rakara, en systir þeirra fylgdi móður sinni, Huldu Fríðu Berndsen.

Nýríkur Torfi

Skilnaðurinn varð í framhaldi af framhjáhaldi eiginmannsins sem margsinnis var konu sinni ótrúr, meira að segja með mágkonu sinni. Hulda Fríða glímdi við miklar raunir í framhaldi af skilnaðinum. Geðræn veikindi herjuðu á hana með tilheyrandi uppákomum sem börnin fylgdust á stundum með. Og Torfi rakari kvæntist aftur og varð nýríkur og fór með himinskautum. Peningarnir mokuðust inn og hárstofa hans var í tísku. Hann var í sviðsljósinu og lifði hátt. Hulda Fríða barðist aftur á móti áfram í lífinu sem bláfátæk, einstæð móðir í Breiðholti. Mikael teiknar upp þann gríðarlega mun sem var á kjörum hjónanna fyrrverandi og þar með barnanna þriggja sem sveifluðust á milli allsnægta og fátæktar.

Hlý og miskunnarlausSyndafallið tekur á viðkvæmum fjölskyldumálum höfundar.

Óborganleg frásögn er af því þegar enskir hommar, vinir Torfa, komu í heimsókn til hans um jól. Gestirnir komu færandi hendi og allir fengu einhvers konar typpadót í jólagjöf. Þetta voru ein skemmtilegustu jól höfundar.

Bókin er mestan part saga foreldra Mikaels og þess ferðalags lífsins sem fylgdi aðskilnaðinum. Mikael hafði sumardvöl á nokkrum sveitabæjum. Sumir kannast við þær frásagnir úr útvarpsþáttum sem hann gerði og fluttir voru í Ríkisútvarpinu. Mikael er þekktur fyrir að vera hörkuduglegur. Hann sameinaði þarna afrakstur ferða sinnna um sveitir landsins í útvarp og á bók. Frásögnin er í senn ljúf og áreynslulítil. Miskunnarlaus en mild. Bókin er þar af leiðandi falleg þótt fjallað sé um svo erfið mál sem geðveiki, alkóhólisma, ótryggð og trúarofstæki.

Dauðastríð

Og svo er það dauðastríð föður hans sem lifði hátt en endaði sem útbrunninn alkóhólisti. Síðustu árin bjó hann í gluggalausri kjallaraholu undir rakarastofu sinni. Hann hafði hætt að drekka um árabil en féll svo og drakk þar eftir í laumi. Á þessu ári greindist hann með skorpulifur. Þá komst upp að hann hafði leynt drykkjunni fyrir aðstandendum sínum. Mikael og systkini hans gerðu allt til þess að hann fengi nýja lifur. Torfi var fluttur til Svíþjóðar í von um bata. Á endanum var því hafnað að hann fengi ígrædda lifur.

„Við verðum að fá nýja lifur, pabbi. Þú mátt ekki deyja,“ segir Mikael við sjúkrabeð föður síns. Eins konar uppgjör föður og sonar átti sér stað. En kímnin var aldrei langt undan. Fárveikur raular Torfi laglínu: „Goodbye my friend its hard to die.“ Og Mikael nær í lagið á Spotify í farsíma sínum og spilar fyrir dauðveikan föður sinn.

Torfi fékk ekki lifur af því hann hafði ekki verið edrú í sex mánuði. Hann var fluttur aftur heim til Íslands en mátti hugsanlega koma aftur eftir hálft ár. Öllum mátti vera ljóst að hann gæti ekki lifað þann tíma.

„Helvítis Svíarnir drápu mig,“ sagði Torfi við son sinn. Nokkrum dögum síðar var hann allur. Hann dó úr alkóhólisma.

Fegurð og sársauki

Kápu bókarinnar gerði myndlistarmaðurinn Jón Óskar, frændi Mikaels. Kápan er í svipuðum dúr og á síðustu bók höfundar, einstaklega vel heppnuð. Bókin er afar falleg og manni þykir ósjálfrátt vænt um hana. Og efnið svíkur svo sannarlega ekki. Þrátt fyrir allan sársaukann og nærgöngular lýsingar á fólki í neyð andlega og líkamlega, stendur fegurðin þó eftir. Allt þetta vandmeðfarna efni er sett fram af stillingu, kímni og hlýju.

„Þrátt fyrir allan sársaukann og nærgöngular lýsingar á fólki í neyð andlega og líkamlega, stendur fegurðin þó eftir.“

Eftir lesturinn er sem maður hafi gjörþekkt Torfa og Huldu. Og það er hægt að draga af lestrinum mikinn lærdóm, ekki síst hvað varðar alkóhólismann sem miskunnarlaust drepur fólk með hræðilegum hætti. Þetta er í senn holl og skemmtileg lesning sem á erindi við hvern mann. Lesandinn hlær og grætur á víxl. Syndafallið er höfundi sínum til sóma og fær fimm stjörnur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bókadómar

Sagan um Rúnu
GagnrýniBókadómar

Sag­an um Rúnu

Rúna, ör­laga­saga, er snot­ur bók um sveita­stúlku norð­an úr Húna­vatns­sýslu sem náði mikl­um ár­angri á heims­mæli­kvarða við að temja hross og keppa til glæstra sigra. Sjálf­ur Orri frá Þúfu, verð­mæt­asti stóð­hest­ur Ís­lands, er eitt þeirra hrossa sem Rúna, eða Guð­rún Ein­ars­dótt­ir,  upp­götv­aði. Upp­haf sög­unn­ar er á Mos­felli fyr­ir norð­an þar sem Rúna elst upp í faðmi stór­fjöl­skyld­unn­ar. Þar kynnt­ist hún...
Einstök saga Önnu
GagnrýniBókadómar

Ein­stök saga Önnu

Trans­kon­an Anna Kristjáns­dótt­ir varð ann­ar ein­stak­ling­ur­inn á Ís­landi til að brjót­ast út úr lík­ama sín­um sem karl og verða kona. Anna fædd­ist sem dreng­ur og fékk nafn­ið Kristján. Snemma upp­götv­aði dreng­ur­inn að hann væri í raun­inni stúlka. Hann hafði yndi af því að klæð­ast fatn­aði sem stúlka. Guðríð­ur Har­alds­dótt­ir blaða­mað­ur skráði sögu Önnu í bók­inni, Anna, eins og ég er....

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
6
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
4
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár