Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ekki vitað hvort skattalagabrot hafi fyrnst vegna tafa og skilyrða ráðuneytisins

„Af hálfu rík­is­skatt­stjóra hef­ur ekki ver­ið gerð sér­stök könn­un á því hvort að mál hafi fyrnst frá því að skatt­rann­sókn­ar­stjóra buð­ust gögn­in til kaups og þang­að til geng­ið var frá þeim,“ seg­ir í skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um skatt­tekj­ur, skatt­rann­sókn­ir og skatteft­ir­lit.

Ekki vitað hvort skattalagabrot hafi fyrnst vegna tafa og skilyrða ráðuneytisins

Ekki liggur fyrir hvort eða hve mörg skattalagabrot hafi fyrnst meðan skattrannsóknarstjóri beið þess að fjármála- og efnahagsráðuneytið gæfi embættinu grænt ljós á að kaupa gögn um Íslendinga á aflandssvæðum um nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015.

Gögnin voru ekki keypt fyrr en um ári eftir að þau buðust, meðal annars vegna aðkomu fjármálaráðuneytisins sem fól í sér að skattrannsóknarstjóra voru sett skilyrði sem embættinu reyndist örðugt að uppfylla. Kaupin á gögnunum hafa nú þegar margborgað sig ef miðað er við samanburð á kaupverði gagnanna og endurálagningar skatta á grundvelli upplýsinganna sem þar var að finna. 

„Af hálfu ríkisskattstjóra hefur ekki verið gerð sérstök könnun á því hvort að mál hafi fyrnst frá því að skattrannsóknarstjóra buðust gögnin til kaups og þangað til gengið var frá þeim,“ segir í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem var á meðal hinna fjölmörgu mála sem lögð voru fram á Alþingi fyrir þinglok í september. 

Skýrslan var unnin að beiðni þingmanna og fjallar um þau atriði sem óskað var eftir að tekin yrðu til umfjöllunar. Var spurt sérstaklega um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum um aflandseignir Íslendinga, meðal annars hvort einhver mál hefðu fyrnst frá því að yfirvöldum buðust gögnin og þar til gengið var frá kaupunum. 

„SRS tók ekki ákvörðun um rannsókn í málum sem tengjast umræddum kaupum fyrr en eftir að þau áttu sér stað. Það liggur ekki fyrir að brot hafi fyrnst vegna þessarar ástæðu,“ segir í svari frá embætti skattrannsóknarstjóra sem vísað er til í skýrslunni. Þá kemur fram að engin könnun hafi verið gerð á því hvort mál hafi fyrnst á umræddu tímabili. 

Eins og Stundin fjallaði ítarlega um í fyrra urðu skilyrði sem fjármálaráðuneytið setti skattrannsóknarstjóra til kaupa á gögnum um aflandsfélög Íslendinga til þess að málið dróst á langinn. Þegar Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði með skattrannsóknarstjóra um hugsanleg kaup á gögnunum var ekki vitað að þar væri að finna upplýsingar um aflandsfélag fjármálaráðherra sjálfs, Falson & Co, né hafði verið greint frá því að faðir ráðherra hefði átt félag á Tortólu, notfært sér þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca og væri því einnig líklegur að vera í gögnunum sem embættinu stóð til boða að kaupa. 

Þann 4. febrúar 2015 gagnrýndi Bjarni Benediktsson embætti skattrannsóknarstjóra harðlega í viðtali RÚV. Sagði hann að kaup á gögnum um aflandseignir Íslendinga hefðu þvælst fyrir embættinu alltof lengi og að málið „strandaði svo sannarlega ekki á fjármálaráðuneytinu“. Skömmu síðar kom í ljós að þegar ráðherra lét þessi orð falla var skattrannsóknarstjóri í biðstöðu vegna skilyrða sem ráðuneyti Bjarna hafði sett embættinu. Skattrannsóknarstjóri hafði þá nýverið sent ráðuneytinu bréf sem ekki hafði verið svarað. 

Gögn sem Stundin fékk aðgang að á grundvelli upplýsingalaga sýndu að skattrannsóknarstjóri hafði sendi fjármálaráðuneytinu tölvupóst í desember 2014 þar sem fram kom að svo virtist sem fjölmiðlaumræða væri að fara af stað á þá lund að tafir á kaupum gagnanna væru embættinu að kenna. Með ummælum sínum skömmu síðar ýtti Bjarni undir að dregin væri upp slík villandi mynd af stöðu málsins og fann því skattrannsóknarstjóri sig knúna til að leiðrétta orð hans. Sagðist hún slegin yfir ummælum ráðherra.

Eftir að samskipti ráðherra við skattrannsóknarstjóra höfðu vakið fjölmiðlaathygli fékk skattrannsóknarstjóri loks vilyrði fyrir því að kaupa gögnin. Kaupin gengu í gegn um sumarið, en þá var liðið um ár síðan embættinu var tjáð að gögnin stæðu til boða. 

Sérfræðingum í stjórnsýslurétti, sem Stundin ræddi við þegar fjallað var um málið í fyrra bar saman um að aðkoma fjármálaráðherra kynni að hafa verið á gráu svæði með tilliti til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi.

Þá vöknuðu fleiri og almennari spurningar vegna skilyrðanna sem fjármálaráðuneytið setti skattrannsóknarstjóra. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, skrifaði um stöðu ráðuneytisins og skattyfirvalda í málinu þann 27. september 2014, löngu áður en upplýst var um aðkomu Bjarna og föður hans að viðskiptum í gegnum aflandsfélög, og lagði áherslu á að framkvæmd skattalaga yrði að vera óháð pólitísku valdi og afskipti ráðherra sem allra minnst. „Aðkoma fjármálaráðherra eða annarra pólitískra stjórnvalda að þessu máli á ekki að vera á neinum öðrum grundvelli en þeim að tryggja skattyfirvöldum nægilegt fé til að sinna verkefnum sem þeim er falið lögum samkvæmt,“ skrifaði Indriði.

Eins og fram kom í vor reyndust kröfur vegna endurálagningar á grundvelli gagnanna sem skattrannsóknarstjóri keypti umtalsvert meiri en kostnaðurinn við kaupin á gögnunum. Kaupin kostuðu 37 milljónir króna en að því er fram kemur í skýrslu ráðherra sýna gögnin að „undandregnir skattstofnar nema allt að nokkrum hundruðum milljónum króna í einstökum málum“. Ekki eru þó komnar nákvæmar upplýsingar um heildarumfang þeirra upplýsinga sem um ræðir og undandreginna skattstofna né eru til upplýsingar um hvort mál hafi fyrnst vegna tafanna á kaupum gagnanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár