Rannsókn Sæmarksmálsins, meintra stórfelldra skattalagabrota sem fyrst urðu opinber vegna Panamaskjalanna árið 2016, er langt komin hjá embætti héraðssaksóknara. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Þegar rannsókn málsins lýkur verður tekin ákvörðun um hvort ákært verður í því eða ekki. Sæmarksmálið snýst um meint skattalagabrot upp á allt að 1,3 milljörðum króna, samkvæmt síðustu upplýsingum, í fiskútflutningsfyrirtæki sem ber þetta nafn. Félagið var í eigu athafnamannsins Sigurðar Gísla Björnssonar.
Fyrst var greint frá Sæmarksmálinu í fjölmiðlum í október 2016. Sú umfjöllun var byggð á upplýsingum úr hinum svokölluðu Panamaskjölum, leka á gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Rannsókn málsins hófst í kjölfarið á því að upplýsingarnar úr Panamaskjölunum urðu opinberar, líkt og í fleiri málum sem vörðuðu aðila sem komu fyrir í þeim skjölum. Umfjöllunin um Sæmark var hluti af umfangsmeiri skrifum um notkun fyrirtækja í sjávarútvegi á félögum í skattaskjólum.
Eitt stærsta skattamál sögunnar
Þegar Fréttatíminn og Reykjavík Media fjölluðu …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir