Rannsókn Sæmarksmálsins úr Panamaskjölunum langt komin hjá héraðssaksóknara
Skattayfirvöld hafa rannsakað fiskútflutningsfyrirtækið Sæmark síðastliðin fimm ár. Rannsóknin beinist að eiganda fyrirtækisins, Sigurði Gísla Björnssyni, sem stofnaði félag í skattaskjólinu Panama sem tók við þóknunum vegna fiskútflutnings Sæmarks.
FréttirPanamaskjölin
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
Sigurður Gísli Björnsson, athafnamaður og fyrrverandi eigandi fisksölufyirtækisins Sæmarks, seldi húsið fyrir 185 milljónir mánuði áður en eignir hans voru kyrrsettar. Rannsóknin hefur undið upp á sig og eru upphæðirnar sem tengjast meintum skattalagabrotum í gegnum Panama hærri en talið var.
FréttirPanamaskjölin
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
Skoskar mæðgur sem komu til Íslands í byrjun árs í leit að svörum við spurningum sem leitað hafa á fjölskyldu þeirra eru þakklátar Íslendingi sem sendi þeim málverk sem var í eigu ömmu þeirra og langömmu á Íslandi. Gunnar Eggert Guðmundsson taldi réttast að fjölskyldan fengi málverkið þar sem þau fengu lítið sem ekkert úr búi Áslaugar.
FréttirPanamaskjölin
Einn stærsti hluthafi Kviku og Kaldalóns í skattaskjólinu Guernsey
Sigurður Bollason fjárfestir notar félag í skattaskjólinu Guernsey til að stunda viðskipti með hlutabréf Kviku og í fasteignum á Íslandi. Var einn stærsti notandi skattaskjólsfélaga í Panamaskjölunum.
Fréttir
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Á OZ-tímabilinu í kringum aldamótin fékk Skúli Mogensen um 1200 milljóna króna lán í ríkisbankanum Landsbanka Íslands til að kaupa hlutabréf í ýmsum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjunum. Fjárfestingarnar voru í gegnum félag á Tortólu og þurfti að afskrifa stóran hluta lánanna eftir að netbólan sprakk.
Fréttir
Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál
Mæðgurnar Astraea Jill Robertson og Amy Robertson, afkomendur konu sem fósturmóðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar sendi í fóstur í Skotlandi árið 1929, komu til Íslands í byrjun árs í leit að svörum við spurningum sem leitað hafa á fjölskylduna. Þeim finnst tími til kominn að stíga fram og segja sögu móður þeirra og ömmu sem var alltaf haldið í skugganum.
FréttirPanamaskjölin
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
Fyrra rekstrarfélag Secret Solstice er ógjaldfært og margir hafa ekki fengið greitt. Ný kennitala hátíðarinnar er tengd fyrri eigendum. Fulltrúi Reykjavíkurborgar ítrekar að ekki hafi verið gengið frá samningum vegna hátíðarinnar 2019.
FréttirPanamaskjölin
Makríll frá Íslandi sendur til Rússlands gegnum skattaskjól
Félög á Tortóla og í Panama fluttu inn íslenskan makríl til Rússlands. Seljandi var fyrirtækið Frostfiskur í Þorlákshöfn sem kom ekki að notkun skattaskjólsfélaganna.
Fréttir
Samherjamálið og viðskipti útgerðarinnar í skattaskjólum
Rannsókn eftirlitsaðila á Samherja lauk með fullnaðarsigri Samherja. Útgerðarfyrirtækið hefur hins vegar staðið í fjölþættum rekstri á aflands- og lágskattasvæðum í gegnum árin og rekur enn útgerð í Afríku í gegnum Kýpur til dæmis.
FréttirPanamaskjölin
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
Júlíus Vífill Ingvarsson ber af sér sakir í Facebook-færslu vegna meintra brota sem héraðssaksóknari hefur ákært hann fyrir. Hann fær stuðning frá vinum í athugasemdum, meðal annars frá eiganda Hótel Adam sem segist standa í sama bardaga eftir að hótelinu var lokað og hann sakaður um kynferðislega áreitni.
FréttirPanamaskjölin
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti. Júlíus sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að Panamaskjölin sýndu að hann geymdi sjóði foreldra sinna í aflandsfélagi.
Fréttir
Oddný krefur Bjarna Benediktsson um svör vegna Panamaskjalanna
Þingmaður Samfylkingarinnar spyr hvað tefji fjármálaráðherra við að gefa svör um úrvinnslu skattagagna. Bjarni Benediktsson var sjálfur til umfjöllunar í Panamskjölunum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.