Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Viðreisn vildi 4 prósent kvótans á uppboð árlega og samninga til 25 ára

Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, lagði til að veiðigjöld yrðu aflögð og í staðinn yrðu lausir samningar seldir á markaði og gerðir á einkaréttarlegum grunni.

Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi sem nú er hætt störfum, lagði fram tillögu um að gerðir yrðu 25 ára nýtingarsamningar við útgerðir með árlegu uppboði 4 prósenta aflahlutdeilda og að um leið yrðu veiðigjöld afnumin.

Þetta kemur fram í greinargerð Þorsteins Pálssonar, formanns nefndarinnar, sem segist hafa slitið störfum nefndarinnar vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins við breytingar á núverandi fyrirkomulagi fiskveiða og gjaldtöku í sjávarútvegi. 

Greinargerðina er að finna á vef stjórnarráðsins og birtir hann þar vinnugögn nefndarinnar, meðal annars tillögu Viðreisnar um framkvæmd gjaldtöku af sjávarútvegsauðlindinni. 

Í minnisblaði Hönnu Katrínar, þar sem gjaldtökuhugmyndirnar eru settar fram, er lagt til að gerðir verði „nýtingarsamningar í samræmi við álit sáttanefndar undir forystu Guðbjarts Hannessonar frá 2010 og drög að frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar frá 2014 og með tilvísun í hugmyndir Jóns Gunnarssonar frá 2016“. 

Minnisblaðið

Yrðu samningarnir einkaréttarlegs eðlis og samhliða þeim yrðu veiðigjöld aflögð. „Núverandi gjaldtöku verði hætt, en í stað þess verði lausir samningar seldir á markaði. Öll íslensk fiskiskip með leyfi til veiða geti keypt aflahlutdeild á markaði, í samræmi við gildandi reglur,“ segir í skjalinu. „Reglur um rétt til kaupa og sölu á aflamarki og aflahlutdeild, sem og um hámarkseign einstakra aðila, verði óbreyttar frá núverandi fyrirkomulagi.“

Með umræddu fyrirkomulagi yrði nýtingarsamningum í upphafi úthlutað til núverandi eigenda aflahlutdeildar þannig að 4 prósent samninga yrði laus á hverju ári. Samið yrði til 25 ára og myndi hluti tekna af sölu aflahlutdeilda renna í sjóð sem hefði það verkefni að efla byggð utan höfuðborgarsvæðisins. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Fréttir

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

Pistill

Zero tolerance

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika