Fréttir

Viðreisn vildi 4 prósent kvótans á uppboð árlega og samninga til 25 ára

Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, lagði til að veiðigjöld yrðu aflögð og í staðinn yrðu lausir samningar seldir á markaði og gerðir á einkaréttarlegum grunni.

Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi sem nú er hætt störfum, lagði fram tillögu um að gerðir yrðu 25 ára nýtingarsamningar við útgerðir með árlegu uppboði 4 prósenta aflahlutdeilda og að um leið yrðu veiðigjöld afnumin.

Þetta kemur fram í greinargerð Þorsteins Pálssonar, formanns nefndarinnar, sem segist hafa slitið störfum nefndarinnar vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins við breytingar á núverandi fyrirkomulagi fiskveiða og gjaldtöku í sjávarútvegi. 

Greinargerðina er að finna á vef stjórnarráðsins og birtir hann þar vinnugögn nefndarinnar, meðal annars tillögu Viðreisnar um framkvæmd gjaldtöku af sjávarútvegsauðlindinni. 

Í minnisblaði Hönnu Katrínar, þar sem gjaldtökuhugmyndirnar eru settar fram, er lagt til að gerðir verði „nýtingarsamningar í samræmi við álit sáttanefndar undir forystu Guðbjarts Hannessonar frá 2010 og drög að frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar frá 2014 og með tilvísun í hugmyndir Jóns Gunnarssonar frá 2016“. 

Minnisblaðið

Yrðu samningarnir einkaréttarlegs eðlis og samhliða þeim yrðu veiðigjöld aflögð. „Núverandi gjaldtöku verði hætt, en í stað þess verði lausir samningar seldir á markaði. Öll íslensk fiskiskip með leyfi til veiða geti keypt aflahlutdeild á markaði, í samræmi við gildandi reglur,“ segir í skjalinu. „Reglur um rétt til kaupa og sölu á aflamarki og aflahlutdeild, sem og um hámarkseign einstakra aðila, verði óbreyttar frá núverandi fyrirkomulagi.“

Með umræddu fyrirkomulagi yrði nýtingarsamningum í upphafi úthlutað til núverandi eigenda aflahlutdeildar þannig að 4 prósent samninga yrði laus á hverju ári. Samið yrði til 25 ára og myndi hluti tekna af sölu aflahlutdeilda renna í sjóð sem hefði það verkefni að efla byggð utan höfuðborgarsvæðisins. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða