Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
Fréttir
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
„Það er langt síðan erlendur þjóðhöfðingi hefur gengið jafn langt í að lítilsvirða norræn gildi,“ skrifar Þorsteinn Pálsson um Donald Trump. Segir hann Íslendinga munu tapa á tilraunum forsetans til að draga Bretland úr Evrópusambandinu.
FréttirKvótinn
Kvótakerfið: Félag Þorsteins Más græddi sex milljarða í fyrra og á 35 milljarða eignir
Þorsteinn Már Baldvinsson á eignir upp á 35 milljarða króna í eignarhaldsfélagi sínu. Arður hefur ekki verið greiddur úr félaginu á liðnum árum en félagið kaupir hlutabréf í sjálfu sér af Þorsteini Má og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guðmundsdóttur. Staða félagsins sýnir hversu efnaðir sumir útgerðarmenn hafa orðið í núverandi fyrirkomulagi á kvótakerfinu.
FréttirKvótinn
Kerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki breyta: Ávinningur stærstu útgerðanna nærri tíu sinnum hærri en veiðigjöldin
Stærstu útgerðir landsins hafa á liðnum árum greitt út mikinn arð og bætt eiginfjárstöðu sína til muna. Veiðigjöldin sem útgerðin greiðir í dag eru einungis um 1/4 hluti þeirra veiðigjalda sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vildi innleiða. Nefnd um framtíðarfyrirkomulag á gjaldtöku í sjávarútvegi hætti nýlega störfum vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins um breytingar á gjaldheimtunni.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Viðreisn vildi 4 prósent kvótans á uppboð árlega og samninga til 25 ára
Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, lagði til að veiðigjöld yrðu aflögð og í staðinn yrðu lausir samningar seldir á markaði og gerðir á einkaréttarlegum grunni.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Þorsteinn hefur ítrekað lagst gegn gjaldtöku í sjávarútvegi – leiðir nú nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtökunnar
Þorsteinn Pálsson var hvatamaður þess að veðsetning fiskveiðiheimilda var heimiluð árið 1997. Þegar vinstristjórnin kynnti frumvarp um veiðigjöld árið 2012 sagði hann flest útgerðarfyrirtæki myndu leggja upp laupana. Nú leiðir hann sáttanefnd ríkisstjórnarinnar um framtíðarskipan gjaldtöku í sjávarútvegi.
FréttirGamla fréttin
Dómsmálaráðherra kallaði Vísismenn mafíu
Fjölmiðlafár eftir að Vilmundur Gylfason sakaði Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra um óeðlileg afskipti af rannsókn Geirfinnsmálsins. Ráðherrann kallaði eigendur og stjórnendur síðdegisblaðsins Vísis mafíu og var dæmdur fyrir meiðyrði. Málið var Þorsteini Pálssyni ritstjóra þungbært.
Fréttir
Það er engin leið að hætta
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð með loðnum, óljósum fyrirheitum. Karl Th. Birgisson rýnir í innihalds- og merkingarskort stjórnarsáttmála og sögulegt samhengi.
FréttirGamla fréttin
„Spilverk sjóðanna og Stefán Íslandi"
Árið 1988 sprakk ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar með látum. Steingrímur Hermannsson sýndi kænsku og fékk Alþýðubandalagið til að samþykkja álver. Þingmaðurinn Stefán Valgeirsson réði meirihlutanum og fékk feitan sjóð til að stjórna. Albert Guðmundsson sárreiður. Fæðingin tók níu daga.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi keypti á 64 milljónir og fékk 48 að láni hjá Kviku
Annað lánið sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær frá Kviku frá árinu 2013. Illugi var eignalítill fyrir fasteignakaupin fyrr í mánuðinum en bankinn hefur fyrst og fremst gefið sig út fyrir að vilja að þjónusta hina eignameiri. „Við veljum viðskiptavini okkar vel,“ sagði forstjórinn.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.