Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jafnréttisráðherra telur málin sem leiddu til stjórnarslita upplýst og fullrannsökuð

„Af of­an­greindu tel ég það vera upp­lýst að öll með­ferð máls­ins hafi ver­ið í sam­ræmi við með­ferð sam­bæri­legra mála og tengsl eins af með­mæl­end­um við þá­ver­andi fjár­mála­ráð­herra hafi ekki haft nein áhrif þar á svo séð verði,“ seg­ir í svari Þor­steins Víg­lunds­son­ar við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Jafnréttisráðherra telur málin sem leiddu til stjórnarslita upplýst og fullrannsökuð

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, telur að embættisfærslur ráðherra í málunum sem urðu til þess að ríkisstjórnin féll hafi verið skoðaðar með fullnægjandi hætti. 

Ekkert bendi til annars en að meðferð mála er varða uppreist æru kynferðisbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar hafi verið í samræmi við meðferð stjórnvalda í öðrum sambærilegum málum. Þá verði ekki séð að tengsl Benedikts Sveinssonar, eins af meðmælendum Hjalta, við Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra, hafi haft nein áhrif á það hvernig stjórnvöld nálguðust málið.  

Þetta kemur fram í svari Þorsteins við fyrirspurn Stundarinnar. Hann telur þó að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf um málin frá upphafi. „Mögulega hefðu mál þróast á annan veg ef upplýst hefði verið um málið strax og það kom upp í sumar,“ segir hann og bætir við: „Þá hefði farið betur að aðstandendur hefðu strax fengið aðgang að þeim gögnum máls sem kallað var eftir en ekki hefði þurft að koma til þess að skjóta synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“

„Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn“

Í viðtali á Sprengisandi um helgina harmaði Þorsteinn að stjórnarsamstarfinu hefði verið slitið. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta nú aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði hann.

Þá vísaði hann til Hjalta- og Downey-málsins og sagði: „Þegar rykið var fallið og búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til þess að fara að sprengja stjórnarsamstarfið, og þar hefði BF betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið.“

Nóttina sem ríkisstjórnin féll, þann 15. september síðastliðinn, sendi þingflokkur Viðreisnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að fréttir af málsmeðferð um uppreist æru hefðu vakið sterk viðbrögð innan flokksins. „Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar. Í ljósi stöðunnar sem nú er komin upp telur þingflokkur Viðreisnar réttast að boðað verði til kosninga hið fyrsta.“

„Nefndin ætti að kalla eftir öllum
upplýsingum um málið og ganga úr
skugga um að allt sé uppi á borðum“

Tveimur dögum síðar sendi ráðgjafaráð Viðreisnar frá sér ályktun þar sem boðuð var rannsókn á embættisfærslum forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í málnuum sem leiddu til stjórnarslitanna. Vísir.is ræddi við Þorstein Víglundsson vegna málsins sem sagði flokksmenn vilja að „rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum“.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ekki fengið þær upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu sem nefndin kallaði eftir seint í septembermánuði að frumkvæði Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata.

Nefndin hefur skilað sameiginlegri bókun og skýrslu um „uppreist æru, reglur og framkvæmd“ en ekki er eining um það í nefndinni hvort þar með hafi farið fram fullnægjandi skoðun á embættisfærslum dómsmálaráðherra og forsætisráðherra í málinu.

Svar Þorsteins í heild

Stundin sendi Þorsteini eftirfarandi fyrirspurn, með vísan til orða hans á Sprengisandi:

Telurðu að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé búin að skoða embættisfærslur ráðherra með fullnægjandi hætti í samræmi við ályktun ráðgjafaráðs Viðreisnar?

Svona svaraði hann:

Þingflokkur Viðreisnar ræddi málið vandlega strax í kjölfar fréttaflutnings á fimmtudeginum. Niðurstaða þingflokksins var skýr. Mikilvægt væri að fullt traust ríkti til þess að meðferð málsins hefði í alla staði verið í samræmi við meðferð annarra sambærilegra mála. Möguleg stjórnarslit vegna málsins voru þar aldrei rædd. Yfirlýsing þingflokksins í kjölfar ákvörðunar Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu var í fullu samræmi við þá umræðu, en þar sagði m.a.  „Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar.“

Við beittum okkur þess vegna fyrir því í gegnum Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis að málið yrði upplýst. Á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 21. september var Umboðsmaður Alþingis fenginn til að fara yfir málið með nefndina. Hann taldi ekki tilefni til frumkvæðisathugunar af sinni hálfu og að ekki hafi verið tilefni til að gera athugasemdir við að Dómsmálaráðherra hafi upplýst Forsætisráðherra um trúnaðargögn málsins. Hins vegar verði að hafa í huga að ráðherrar séu annars vegar embættismenn og hins vegar stjórnmálamenn. Það kunni að gilda mismunandi reglur og sjónarmið um störf og athafnir eftir því um hvort hlutverkið sé að ræða.

Í svari þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu RÚV kom jafnframt fram þann 26. september að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki áttað sig á að einn meðmælenda væri faðir þáverandi fjármálaráðherra og að nöfn meðmælenda hefðu aldrei komið inn á borð ráðherra við ákvörðun um uppreist æru.

Af ofangreindu tel ég það vera upplýst að öll meðferð málsins hafi verið í samræmi við meðferð sambærilegra mála og tengsl eins af meðmælendum við þáverandi fjármálaráðherra hafi ekki haft nein áhrif þar á svo séð verði.

Það breytir því þó ekki að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf um málið allt og mögulega hefðu mál þróast á annan veg ef upplýst hefði verið um málið strax og það kom upp í sumar. Þá hefði farið betur að aðstandendur hefðu strax fengið aðgang að þeim gögnum máls sem kallað var eftir en ekki hefði þurft að koma til þess að skjóta synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Mikilvægt er að stjórnsýslan temji sé betri vinnubrögð í þeim efnum þar sem ríkari áhersla verði lögð á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum, í samræmi við upplýsingalög. Fyrsta viðbragð stjórnvalda á ekki að vera synjun. Það liggur alveg ljóst fyrir hvaða upplýsingar skylt er að veita og hvaða viðkvæmu persónuupplýsingar ekki er heimilt að birta. Ef auka á traust almennings á störfum stjórnvalda er nauðsynlegt að auka á gagnsæi stjórnsýslunnar.

Þá er það að sama skapi ljóst að löngu tímabært er að endurskoða það fyrirkomulag sem haft er á því þegar taka skal ákvörðun um hvort og þá hvernig einstaklingar sem hlotið hafa dóm fyrir alvarleg brot er varðar missi borgaralegra réttinda öðlist þau réttindi á nýjan leik. Núverandi fyrirkomulag er löngu úr sér gengið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
10
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár