Viðtal

Óttast ekki lengur dauðann

Skömmu eftir skilnað greindist Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir með frumubreytingar í legi. Eftir legnám greindist hún með brjóstakrabbamein og ári eftir að meðferðinni lauk greindist hún með krabbamein í hrygg. Veikindin hafa ekki aðeins dregið úr henni mátt heldur hefur hún þurft að berjast í bökkum, í kerfi sem styður illa við sjúklinga. Félagslegur stuðningur er ómetanlegur en hún þekkir þessa þrautagöngu, lyfjameðferð, geislameðferð og óttann sem fylgir. Eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal hræðist hún ekki lengur dauðann. „Kannski út af eldmóðinum sem er að koma aftur.“

Þriggja hæða fjölbýlishúsið er baðað sólargeislum þennan dag. Það er búið að taka teppið af stigaganginum; það er augljóslega verið að endurnýja. Dyr á íbúð á 3. hæð standa opnar. Það er óþarfi að hringja dyrabjöllunni. Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir stendur fyrir innan; brosandi, ljóshærð og föl. Hún heilsar með handabandi. Höndin er rennandi blaut. Hún býður til sætis við borðstofuborðið. Hún sest og nær fljótlega í servíettur. Þurrkar sér í framan. „Ég svitna svo af sterunum,“ segir hún. „Svo var ég að klára geislameðferð í gær. Ég er nokkuð hress í dag; þetta er besti dagurinn í margar vikur.“

Fráskilin tveggja barna móðir

Hún er fráskilin, tveggja barna móðir og búa börnin, 22 ára sonur og 16 ára dóttir, hjá henni í dag. Hún leigir fjögurra herbergja íbúð á frjálsum markaði. Við skilnað að borði og sæng, sem var í mars 2011, samþykkti Guðrún sameiginlegt forræði yfir börnunum og hún ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein