Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Bjarna hafa hótað „að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eru harð­orð­ir í garð Sjálf­stæð­is­manna og segja þá nota ör­yggi og vel­ferð barna og rétt­læti fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is sem póli­tíska skipti­mynt.

Segir Bjarna hafa hótað „að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti“

Samkomulag um þinglok náðist milli fimm þingflokka í kvöld, en Samfylkingin og Píratar sátu hjá við afgreiðslu þess. Að því er fram kom í yfirlýsingu sem Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, las upp mun þing koma saman á morgun. Á meðal mála sem sett verða á dagskrá eru breytingar á lagaákvæðum um uppreist æru og breytingar á lögum um útlendinga. 

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tjáir sig um samkomulagið á Facebook og segir ömurlegt að hafa þurft „að semja um þinglok bak við lokaðar dyr, þar sem öryggi og velferð barna var notað sem skiptimynt“.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, tekur í sama streng og segir Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hafa reynt að stilla þingflokkunum „upp við vegg á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu“. Þannig hafi hann í raun verið að „hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur“.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa lagt fram málamiðlunartillögu um stjórnarskrárbreytingar og að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið vel í tillöguna. Snerist tillagan um að samþykkt yrði breytingaákvæði við stjórnarskrá í anda þess sem var í gildi á tímabilinu 2013 til 2017.

Hér að neðan má sjá, í tímaröð, innleggin sem Katrín, Smári og Logi birtu á Facebook í kvöld. Þegar þetta er ritað hafa fulltrúar annarra flokka ekki tjáð sig um þinglokin.

Smári McCarthy:

„Þetta var stórfurðulegur dagur. Samningaviðræður flokkanna um þinglok hafa verið í gangi síðan fyrir helgi, en Píratar hafa haldið því á lofti að tryggja öryggi þeirra barna sem hafa leitast eftir öryggi á Íslandi, að klára málin með uppreist æru og ýmislegt fleira, en jafnframt að tillaga okkar um að þjóðin fái að ákveða stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslum hljóti meðferð á þinginu. Í dag reyndi Bjarni Benediktsson að stilla okkur upp við vegg á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur. Við harðneituðum að lúffa fyrir svona ósmekklegum hótunum, og fyrir rest varð niðurstaðan sú að fimm flokkar urðu aðilar að samkomulaginu, en Píratar og Samfylkingin héldu sínu striki: við ætlum að tryggja réttlætið, öryggi barna, og að krafan um lýðræðisúrbætur fái þinglega meðferð.“

Katrín Jakobsdóttir:

„Ég lagði það til áðan á fundi formanna flokkanna að við myndum sameinast um nýtt breytingaákvæði við stjórnarskrá í anda þess sem var í gildi 2013-2017, þ.e. að ásamt því að hægt væri að samþykkja stjórnarskrárbreytingar með gömlu aðferðinni væri hægt að afgreiða slíkar breytingar með auknum meirihluta á Alþingi og vísa því svo til þjóðarinnar og afgreiða þær svo fremi sem 25% kosningabærra manna myndu samþykkja þær.

Þessi tillaga var tilraun til að miðla málum og skapa aukna samstöðu um stjórnarskrárbreytingar og tóku allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkurinn, jákvætt í hana. Því miður náðist ekki samkomulag allra um málið og því metum við Vinstri-græn það svo að best sé að ljúka þinginu þannig að börnum í hópi hælisleitenda verði komið í skjól, stigin verði fyrstu skref í átt að því að afnema uppreist æru úr hegningarlögum og Alþingi sæki svo nýtt umboð til þjóðarinnar.“

Logi Einarsson:

„Það er ömurleg staða að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr, þar sem öryggi og velferð barna var notað sem skiptimynt.

Í viðræðum formannanna lagði Samfylkingin alla áherslu á að:

1. – Mannúð réði för í útlendingamálum og Hanyie og Mary fengju að vera áfram á Íslandi og tekið yrði meira tillit til sjónarmiða barna við afgreiðslu hælisumsókna. Þar náðist fram áfangasigur. Það náðist að berja fram breytingar til bráðabirgða sem munu vonandi bjarga þeim og nokkrum öðrum börnum. Það sorglega er að ákvæðið er ekki varanlegt og fjarar út skömmu eftir kosningar. Því er brýnt að í næstu kosningum veljist flokkar sem byggja stefnu sína á mannúð og munu bæta lögin strax á nýju kjörtímabili.

2. - Þjóðin fengi að ráða för í stjórnarskrármálinu. Að Alþingi myndi samþykkja nýtt breytingarákvæði sem gerði þjóðinni kleift að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Þar höfðum við og Píratar því miður ekki erindi sem erfiði en við berjumst áfram!“

Bætt við kl. 23:10:

Bjarni Benediktsson:

„Nú hafa tekist samningar um þinglok. Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.

Samkomulag var gert um hið fyrrnefnda milli allra flokka utan Pírata og Samfylkingar.

Við munum samkvæmt þessu fella uppreist æru úr hegningalögum. Breytingar á lagaákvæðum sem varða hælisleitendur koma á dagskrá. Önnur mál varða kosningar eða formsatriði.

Nokkrir þingmenn fara mikinn í kvöld vegna þess að breytingar á stjórnarskránni (breytingaákvæðinu) eru ekki hluti samkomulagsins. Þannig segir Smári Mccarthy sem nýlega var í fréttum fyrir rætnar samlíkingar við mál Jimmy Savile, að ég hafi með aðkomu minni að þinglokasamningum hótað ,,að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur."

Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?

Þingið getur í krafti meirihlutavilja sett á dagskrá það sem það kýs. Það er hins vegar niðurstaða langflestra þingflokka, eftir fjölda funda, að ljúka þinginu með fáeinum málum og láta stjórnarskrána bíða.

Fyrir nokkrum dögum lagði ég fram tillögu að verklagi við breytingarnar sem allir formenn tóku nokkuð vel í á formannafundi. Píratar höfðu mestan fyrirvara og kröfðust þess á næsta fundi að breyting á breytingaákvæði stjórnarskrárinnar næði fram að ganga. Að þessu sinni skyldi þó farin önnur leið en þegar slíkt ákvæði var síðast í gildi, með lægri samþykkisþröskuldum. Fyrirvarar Pírata urðu á endanum til þess að ekkert varð úr samkomulaginu.

Það er mín skoðun að ef hrófla á við einhverju í stjórnarskránni skuli vandað til verka, gefinn tími til umsagna og nefndameðferðar. Er það svo að þeir sem fara fram á vandað verklag við breytingar á stjórnarskrá verðskuldi ásakanir að skeyta engu um líf barna eða fálæti vegna kynferðisbrota? Ég hélt við hefðum fundið botninn í umræðu um þau mál í síðustu viku, en lengi getur vont versnað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár