Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu

Karl Th. Birg­is­son seg­ir sög­una af vinslit­um og vær­ing­um inn­an raða Vinstri grænna.

Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu
Steingrímur J. Sigfússon Formaðurinn fyrrverandi sem átti traust Björns Vals Gíslasonar. Mynd: Pressphotos

Fyrir nokkru rakti ég hér í blaðinu stutta útgáfu af átökum innan Vinstri grænna og beindi einkum athyglinni að Birni Val Gíslasyni, fráfarandi varaformanni.

Frekari eftirgrennslan hefur leitt í ljós að þessi átök hafa verið mun djúpstæðari og persónulegri en áður kom fram. Þau hafa valdið vinslitum bæði á milli Steingríms J. Sigfússonar og Björns Vals, en ekki síður á milli Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og fjölskyldna þeirra Björns Vals.

Byrjum á einhverri byrjun.

Steingrímur talar við skipstjórann

Um áramótin 2008-2009 hafði Steingrímur samband við Björn Val og lagði hart að honum að taka þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar vorið 2009. Steingrímur kvaðst gera ráð fyrir að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil og sömuleiðis Þuríðar Backman, sem skipaði annað sætið. Steingrímur sagðist einnig myndu vinna að því að Björn Valur tæki við af honum sem oddviti Vg í kjördæminu eftir hans daga.

Björn Valur var á þessum tíma í góðu starfi sem skipstjóri á einu aflahæsta skipi landsins, frystitogaranum Kleifabergi. Eftir fleiri hvatningar sagði hann sig frá skipstjórastarfinu og náði kjöri á þing í miklum kosningasigri Vg um vorið. 

Á þingi varð Björn Valur einn helzti trúnaðarmaður Steingríms, tók alla slagi sem þurfti fyrir flokkinn og ríkisstjórnina og á þeim var enginn skortur. Hann naut þannig trausts hans og trúnaðar sem formaður fjárlaganefndar og þingflokksformaður.

Í miðju atinu sumarið 2010 bauðst Birni Val skipstjórastaða á skipi sem honum þótti freistandi. Hann ámálgaði þetta fyrir Steingrím, sem ítrekaði fyrri plön sín um að hætta og taldi Björn Val á að halda áfram.

Þegar ríkisstjórnin var nokkurn veginn komin fyrir vind sumarið 2012 – að því marki sem það var hægt – tilkynnti Steingrímur Birni að nú væri komið að því að hann myndi hætta á þingi og ítrekaði stuðning sinn við Björn Val sem oddvita flokksins í kjördæminu.

 

Samherjar í stjórnSteingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Björn Valur Gíslason á fundi um eflingu innviða 18. maí 2012.

Skipt um skoðun

Þau plön stóðu ekki lengi, því að skömmu síðar hætti Steingrímur við að hætta. Flestir nefna þá skýringu helzta, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ákvað að færa sig úr Reykjavík og í norðausturkjördæmi (með lögheimili á eyðibýlinu Hrafnabjörgum III) vorið 2013. Steingrímur hafi hreinlega ekki staðizt þá freistingu að berja á dekurdrengnum úr Reykjavík á sínum gróna heimavelli.

Hvað um það – nú var flokknum vandi á höndum. Sýnt var að Þuríður Backman myndi hætta og konur innan flokksins, einkum á suðvesturhorninu, lögðust hart gegn því að karlar skipuðu tvö efstu sæti á lista, sem sagt Steingrímur og Björn Valur.

Þessi sjónarmið urðu ofan á og Björn Valur ákvað í staðinn að bjóða sig fram í forvali flokksins í Reykjavík haustið 2012. Það þótti mörgum djörf ákvörðun, en hún var líklega ekki sízt tekin til að ögra þeim sem höfðu lagzt gegn framboði hans fyrir norðan.

Björn Valur lenti í sjöunda sæti í forvalinu, en innvígðir segja mér að aðeins hafi vantað átján atkvæði upp á að hann næði þriðja sæti og þar með öðru sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna, þrátt fyrir ýmis bandalög gegn aðkomumanninum. En átján atkvæði eru átján atkvæði.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Bíó Paradís opnar á ný við Hverfisgötu
Fréttir

Bíó Para­dís opn­ar á ný við Hverf­is­götu

Sam­komu­lag hef­ur náðst við eig­end­ur húss­ins sem hýs­ir Bíó Para­dís um að starf­semi haldi áfram í sept­em­ber.
Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Fréttir

Skipt­ar skoð­an­ir um mynd­band KSÍ: „Þetta er há­mark heimsk­unn­ar“

Marg­ir lýstu því að mynd­band­ið hefði kall­að fram gæsa­húð af hrifn­ingu. Pró­fess­or við Lista­há­skól­ann, Godd­ur, seg­ir aft­ur á móti að mynd­band­ið sé veru­lega ógeð­fellt og upp­fullt af þjóð­rembu.
67. spurningaþraut: Hvar ætluðu Bandaríkjamenn að sprengja atómsprengju, og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

67. spurn­inga­þraut: Hvar ætl­uðu Banda­ríkja­menn að sprengja atóm­sprengju, og fleira

Hvaða nafn­frægu per­sónu úr grísku goða­fræð­inni má sjá á mynd­inni hér að of­an? Þetta var fyrri auka­spurn­ing­in. Hin snýst um neðri mynd­ina og er svona: Hver er þetta? En þá eru fyrst hinar sí­vin­sælu að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Af­gan­ist­an? 2.   Sam­herja­skjöl­in svo­nefndu snú­ast um meint­ar mútu­greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins til stjórn­mála- og áhrifa­manna í fyrst og fremst einu Afr­íku­ríki. Hvaða...
Þau létust á Vesturlandsvegi
Fréttir

Þau lét­ust á Vest­ur­lands­vegi

Sam­býl­is­fólk­ið Jó­hanna S. Sig­urð­ar­dótt­ir og Finn­ur Ein­ars­son lét­ust í slysi á hálu mal­biki á Vest­ur­lands­vegi. Þeirra er minnst í dag. Þau hjálp­uðu með­al ann­ars fé­lög­um sín­um í bif­hjóla­sam­tök­un­um.
Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“
Fréttir

Nýtt mynd­band KSÍ: „Einn hug­ur, eitt hjarta sem slær fyr­ir Ís­land“

KSÍ kynn­ir nýtt merki sam­bands­ins með mynd­bandi um land­vætt­ina, „hinar full­komnu tákn­mynd­ir fyr­ir lands­l­ið Ís­lands“.
COVID-19 kreppan er heiminum þörf áminning
António Guterres
Aðsent

António Guterres

COVID-19 krepp­an er heim­in­um þörf áminn­ing

António Guter­res, að­al­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, grein­ir bjart­sýna og svart­sýna sviðs­mynd í heims­far­aldr­in­um. Hann var­ar við „sundr­ungu, auk­inni lýð­hyggju og út­lend­inga­h­atri“.
Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu
Fréttir

Vig­dís ósátt við að börn sjái mynd­ir af kon­um í fæð­ingu

Borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins gagn­rýn­ir Strætó fyr­ir að birta aug­lýs­ing­ar Ljós­mæðra­fé­lags­ins á stræt­is­vagni.
Ölfus að semja við Hjallastefnuna – Foreldrar og starfsmenn ósáttir
Fréttir

Ölfus að semja við Hjalla­stefn­una – For­eldr­ar og starfs­menn ósátt­ir

Unn­ið er að því að semja við Hjalla­stefn­una um að taka við rekstri leik­skól­ans Berg­heima. Íbú­ar í Þor­láks­höfn og fyrr­ver­andi starfs­menn lýsa megnri óánægju og tala um virð­ing­ar­leysi. Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri seg­ir að ver­ið sé að auka gæði leik­skóla­starfs­ins.
"Svo einfalt er það"...ekki. Karl Th og Jón Steinar
Blogg

Stefán Snævarr

"Svo ein­falt er það"...ekki. Karl Th og Jón Stein­ar

Karl Th. Birg­is­son  skrif­ar skemmti­leg­an pist­il um Jón Stein­ar Gunn­laugs­son og nýtt greina­safn hans. Hann vík­ur líka að bók Jóns Stein­ars frá 1987, Deilt á dóm­ar­ana, og seg­ir að gagn­rýni hans á Hæsta­rétt í þeirri bók  hafi ver­ið vel rök­studd. Jón Stein­ar ræð­ir sex dóms­mál í   Deilt á dóm­ar­ana  og kemst að þeirri nið­ur­stöðu að Hæstirétt­ur hafi ver­ið of...
Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun
FréttirCovid-19

Sam­drátt­ur­inn meiri en ár­ið eft­ir hrun

Seðla­bank­inn spá­ir 8 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu á ár­inu. Íbúða­verð gæti lækk­að og við­bú­ið er að at­vinnu­leysi nái áð­ur óþekkt­um hæð­um.
Alltaf berfættur á hjólinu
Fólkið í borginni

Alltaf ber­fætt­ur á hjól­inu

Valdi­mar Elías­son seg­ist ekki finna fyr­ir kulda enda hafi hann ver­ið sjó­hund­ur í tutt­ugu ár og víli ekk­ert fyr­ir sér.
Tímamót í bókaútgáfu á Íslandi með kaupum Storytel á Forlaginu
Fréttir

Tíma­mót í bóka­út­gáfu á Ís­landi með kaup­um Stor­ytel á For­laginu

Sænskt ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki kaup­ir stærsta bóka­for­lag lands­ins af Máli og menn­ingu.