Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu

Karl Th. Birg­is­son seg­ir sög­una af vinslit­um og vær­ing­um inn­an raða Vinstri grænna.

Vinslit Steingríms Joð og Björns Vals – saga af grimmri skepnu
Steingrímur J. Sigfússon Formaðurinn fyrrverandi sem átti traust Björns Vals Gíslasonar. Mynd: Pressphotos

Fyrir nokkru rakti ég hér í blaðinu stutta útgáfu af átökum innan Vinstri grænna og beindi einkum athyglinni að Birni Val Gíslasyni, fráfarandi varaformanni.

Frekari eftirgrennslan hefur leitt í ljós að þessi átök hafa verið mun djúpstæðari og persónulegri en áður kom fram. Þau hafa valdið vinslitum bæði á milli Steingríms J. Sigfússonar og Björns Vals, en ekki síður á milli Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og fjölskyldna þeirra Björns Vals.

Byrjum á einhverri byrjun.

Steingrímur talar við skipstjórann

Um áramótin 2008-2009 hafði Steingrímur samband við Björn Val og lagði hart að honum að taka þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar vorið 2009. Steingrímur kvaðst gera ráð fyrir að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil og sömuleiðis Þuríðar Backman, sem skipaði annað sætið. Steingrímur sagðist einnig myndu vinna að því að Björn Valur tæki við af honum sem oddviti Vg í kjördæminu eftir hans daga.

Björn Valur var á þessum tíma í góðu starfi sem skipstjóri á einu aflahæsta skipi landsins, frystitogaranum Kleifabergi. Eftir fleiri hvatningar sagði hann sig frá skipstjórastarfinu og náði kjöri á þing í miklum kosningasigri Vg um vorið. 

Á þingi varð Björn Valur einn helzti trúnaðarmaður Steingríms, tók alla slagi sem þurfti fyrir flokkinn og ríkisstjórnina og á þeim var enginn skortur. Hann naut þannig trausts hans og trúnaðar sem formaður fjárlaganefndar og þingflokksformaður.

Í miðju atinu sumarið 2010 bauðst Birni Val skipstjórastaða á skipi sem honum þótti freistandi. Hann ámálgaði þetta fyrir Steingrím, sem ítrekaði fyrri plön sín um að hætta og taldi Björn Val á að halda áfram.

Þegar ríkisstjórnin var nokkurn veginn komin fyrir vind sumarið 2012 – að því marki sem það var hægt – tilkynnti Steingrímur Birni að nú væri komið að því að hann myndi hætta á þingi og ítrekaði stuðning sinn við Björn Val sem oddvita flokksins í kjördæminu.

 

Samherjar í stjórnSteingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Björn Valur Gíslason á fundi um eflingu innviða 18. maí 2012.

Skipt um skoðun

Þau plön stóðu ekki lengi, því að skömmu síðar hætti Steingrímur við að hætta. Flestir nefna þá skýringu helzta, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ákvað að færa sig úr Reykjavík og í norðausturkjördæmi (með lögheimili á eyðibýlinu Hrafnabjörgum III) vorið 2013. Steingrímur hafi hreinlega ekki staðizt þá freistingu að berja á dekurdrengnum úr Reykjavík á sínum gróna heimavelli.

Hvað um það – nú var flokknum vandi á höndum. Sýnt var að Þuríður Backman myndi hætta og konur innan flokksins, einkum á suðvesturhorninu, lögðust hart gegn því að karlar skipuðu tvö efstu sæti á lista, sem sagt Steingrímur og Björn Valur.

Þessi sjónarmið urðu ofan á og Björn Valur ákvað í staðinn að bjóða sig fram í forvali flokksins í Reykjavík haustið 2012. Það þótti mörgum djörf ákvörðun, en hún var líklega ekki sízt tekin til að ögra þeim sem höfðu lagzt gegn framboði hans fyrir norðan.

Björn Valur lenti í sjöunda sæti í forvalinu, en innvígðir segja mér að aðeins hafi vantað átján atkvæði upp á að hann næði þriðja sæti og þar með öðru sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna, þrátt fyrir ýmis bandalög gegn aðkomumanninum. En átján atkvæði eru átján atkvæði.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Lagabreyting girðir fyrir veika von: Börnin sem hefði verið vísað burt
Fréttir

Laga­breyt­ing girð­ir fyr­ir veika von: Börn­in sem hefði ver­ið vís­að burt

Mörg þeirra barna sem feng­ið hafa al­þjóð­lega vernd hér á landi á und­an­förn­um ár­um hefðu ekki feng­ið að setj­ast að hér, væri fyr­ir­hug­uð laga­breyt­ing orð­in að veru­leika. Rauði kross­inn á Ís­landi ótt­ast að með laga­breyt­ing­unni fjölgi rétt­inda­lausu fólki hér sem hef­ur ekki kenni­tölu, má ekki vinna og hef­ur tak­mark­að­an að­gang að heil­brigðis­kerf­inu.
Spurningaþraut 34: Hvað hét faðir Hitlers, og hver leikstýrði Bubba?
Illugi Jökulsson
Pistill10 af öllu tagi

Illugi Jökulsson

Spurn­inga­þraut 34: Hvað hét fað­ir Hitlers, og hver leik­stýrði Bubba?

Úr hvaða kvik­mynd er skjá­mynd­in hér að of­an? Og krakki er á mynd­inni hér ör­lít­ið neð­ar? Þetta eru auka­spurn­ing­arn­ar, en þær tíu venju­legu eru þess­ar: 1.   Rétt fyr­ir Covid-19 lok­un sam­fé­lags­ins hafði Borg­ar­leik­hús­ið náð að frum­sýna söng­leik um Bubba Mort­hens. Hver samdi og leik­stýrði þeim söng­leik? 2.   Ad­olf Hitler hét mað­ur. En hvað hét fað­ir hans - þá meina ég...
Þingmaður VG: Ekki réttur tími né vettvangur til að krefja fyrirtæki um loftslagsbókhald
Fréttir

Þing­mað­ur VG: Ekki rétt­ur tími né vett­vang­ur til að krefja fyr­ir­tæki um lofts­lags­bók­hald

„Ég tel ekki að þetta sé rétti tíma­punkt­ur­inn,“ sagði Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son þeg­ar rætt var um til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þess efn­is að fyr­ir­tæki sem fá upp­sagna­styrki verði lát­in skila los­un­ar­bók­haldi og gera lofts­lags­áætl­un.
Múmínálfarnir í nýjum búningi
Menning

Múmí­nálfarn­ir í nýj­um bún­ingi

Sög­ur Tove Jans­son eru gefn­ar út á ný á ís­lensku.
Til varnar tíu ára stelpum
Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir
Pistill

Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir

Til varn­ar tíu ára stelp­um

Tíu ára stelp­ur eru fólk sem skil­ur sam­fé­lag­ið og eru að móta hug­mynd­ir sín­ar um eig­ið hlut­verk, skrif­ar Sæ­unn Ingi­björg Marínós­dótt­ir. Hún var sjálf tíu ára þeg­ar full­orð­inn karl­mað­ur káf­aði á henni. „Sam­fé­lag­ið kenndi mér að þekkja minn stað.“
Norski auðmenn gefa þjóðinni listaverk o.fl. Hvað gefa íslenskir auðjöfrar?
Blogg

Stefán Snævarr

Norski auð­menn gefa þjóð­inni lista­verk o.fl. Hvað gefa ís­lensk­ir auðjöfr­ar?

Í Høvi­kodd­en fyr­ir ut­an Ósló get­ur að líta mik­ið safn nú­tíma­list­ar sem stofn­að var af skauta­drottn­ing­unni Sonja Henie og manni henn­ar, auð­kýf­ingn­um  Nils Onstad. Það ber heit­ið Henie-Onstad safn­ið. Hinn for­ríki út­gerð­ar­mað­ur And­ers Jahre var skattsvik­ari dauð­ans en gaf stór­fé til vís­inda­rann­sókna og fræði­mennsku. Ann­ar rík­is­bubbi, Christian Ring­nes, dældi stór­fé í högg­mynda­lysti­garð í Ósló. Í þeirri borg má finna Astrup-Fe­arnley...
Ísland setur engin skilyrði um bann við skattaskjólum til að fá ríkisaðstoð vegna COVID
GreiningHlutabótaleiðin

Ís­land set­ur eng­in skil­yrði um bann við skatta­skjól­um til að fá rík­is­að­stoð vegna COVID

Ná­granna­ríki Ís­lands eins og Dan­mörk og Sví­þjóð hafa sett skil­yrði sem banna fyr­ir­tækj­um sem nýta sér skatta­skjól að fá rík­is­að­stoð vegna COVID. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, hef­ur bent á að setja ætti slík skil­yrði en Al­þingi hef­ur ekki tek­ið und­ir þetta.
Uppþot í Bandaríkjunum: Fréttamaður CNN handtekinn
Fréttir

Upp­þot í Banda­ríkj­un­um: Frétta­mað­ur CNN hand­tek­inn

Mynd­band sýn­ir fylk­is­lög­reglu­menn í Minnesota hand­taka frétta­mann CNN á vett­vangi eft­ir mót­mæli vegna and­láts Geor­ge Floyd af völd­um lög­reglu­manns, sem feng­ið hef­ur á sig 18 kvart­an­ir.
Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði

Drífa: „Mér sýn­ist fyr­ir­tæk­ið þurfi að svara fyr­ir ým­is­legt“

For­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, Drífa Snæ­dal, seg­ir að veit­inga­stað­ur­inn Mess­inn þurfi að svara fyr­ir ým­is­legt gagn­vart starfs­fólki sínu og hvet­ur starfs­menn til að leita eft­ir stuðn­ingi stétt­ar­fé­lags.
Í beinni klukkan 11: Opið samtal með Bjarna Karlssyni
StreymiStreymi Hugarafls

Í beinni klukk­an 11: Op­ið sam­tal með Bjarna Karls­syni

Stund­in sýn­ir í dag beint streymi á veg­um Hug­arafls þar sem Bjarni Karls­son, doktor í sið­fræði og prest­ur við sál­gæslu­stof­una Haf, mun svara spurn­ing­um áhorf­enda. Út­send­ing­in hefst klukk­an 11.
Hvers á WHO að gjalda?
Fréttir

Hvers á WHO að gjalda?

Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in (WHO) sæt­ir harðri gagn­rýni af hálfu banda­rískra stjórn­valda sem saka stjórn­end­ur henn­ar um að ganga er­inda Kín­verja og sýna slaka frammi­stöðu í bar­átt­unni við Covid. Aðr­ir segja far­ald­ur­inn hafa leitt í ljós alla helstu veik­leika stofn­un­ar­inn­ar og van­mátt henn­ar til að hafa raun­veru­leg áhrif á sótt­varna­stefnu að­ild­ar­ríkj­anna. Þrátt fyr­ir mikla ábyrgð hef­ur WHO eng­in raun­veru­leg völd og er háð fjár­veit­ing­um og duttl­ung­um nokk­urra stórra ríkja.
Spurningaþraut 33: Hvaða hluti mannslíkamans getur ekki grætt sig á nokkurn hátt?
Þrautir10 af öllu tagi

Spurn­inga­þraut 33: Hvaða hluti manns­lík­am­ans get­ur ekki grætt sig á nokk­urn hátt?

Þá er hér mætt 32. spurn­inga­þraut­in „10 af öllu tagi“. Auka­spurn­ing­arn­ar eru þess­ar: Hver er þarna úti að ganga með Winst­on Churchill? Og hvaða at­burð sjá­um við á neðri mynd­inni? En að­al­spurn­ing­ar eru þess­ar: 1.   „When I get older I will be stronger, they'll call me freedom, just like a waving flag.“ Þess­ar ljóð­lín­ur sómal­skætt­aða Kan­ada­manns­ins K'nan eru hluti af...