Fréttir

Leigufélag með óþekktu eignarhaldi selur íbúðir sem lofaðar höfðu verið leigjendum

Ásbrú ehf. hætti við að leigja út íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu til að selja þær í staðinn. Einhverjir af leigjendum fengu aðrar íbúðir frá Ásbrú en aðrir ekki. Óljóst er hver á Ásbrú sem á 470 íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu sem keyptar voru af íslenska ríkinu í fyrra.

Leigufélagavæðingin Á síðastliðnum árum hefur það færst í vöxt á Íslandi að íbúðarhúsnæði sé í eigu stórra leigufélaga en ekki einstaklinga og fjölskyldna. Þetta hefur til dæmis gerst á gamla varnarliðssvæðinu þar sem fjárfestar eins og Ásbrú ehf. hafa getað keypt fasteignir ódýrt og leigt þær svo til fólks.

Leigufélagið Ásbrú ehf. selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu sem félagið keypti af ríkisfyrirtækinu Kadeco sem til stóð að leigja fólki. Stofnað hefur verið sérstakt fasteignafélag vegna viðskiptanna, 235 fasteignir, og sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu um sölu eignanna í lok ágúst. Um er að ræða 32 íbúðir. Ásbrú ehf. keypti umræddar íbúðir og fleiri, samtals 470 talsins, af Kadeco undir lok árs í fyrra fyrir fimm milljarða króna og voru viðskiptin að hluta til fjármögnuð með seljendaláni frá ríkisfyrirtækinu upp á 2,5 milljarða króna. 

Íbúðirnar sem um ræðir voru áður í eigu bandaríska hersins sem gaf íslenska ríkinu þær þegar varnarliðið kvaddi Ísland á síðasta áratug. Síðan þá hefur ríkið haldið á eignunum í gegnum Kadeco og hefur síðastliðin ár selt megnið af þeim. 

Kannski seldar með „tíð og tíma“

Þegar íbúðirnar voru keyptar stóð til að leigja þær út eftir endurbætur á þeim en í stað þess ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins