Björgólfur Thor Björgólfsson
Aðili
Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV

Neitar að segja hver veitti 475 milljóna huldulán til reksturs DV

·

Félag Sigurðar G. Guðjónssonar fékk 475 milljóna króna lán í fyrra frá óþekktum aðilum. Lánið var notað til að kaupa og fjármagna rekstur DV og fleiri fjölmiðla. Sigurður segir upplýsingagjöf um hagsmunatengsl ekki skipta máli.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni

·

Novator og tengd félög áttu 43,42% hlut í CCP sem selt hefur verið til suður-kóresks leikjaframleiðanda á 46 milljarða króna. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, hagnast um allt að 3 milljarða.

Talsmaður Róberts telur Björgólf Thor standa á bak við grein DV um keypt viðskiptaverðlaun

Talsmaður Róberts telur Björgólf Thor standa á bak við grein DV um keypt viðskiptaverðlaun

·

Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvogen, var valinn forstjóri ársins í lyfjageiranum af bresku tímariti. DV birti frétt um að verðlaunin væru keypt. Talsmaður Róberts segir þetta rangt og spyr hvort Björgólfur Thor Björgólfsson standi á bak við ófrægingarherferð í DV, blaði sem hann fjármagni á laun.

Leigufélag með óþekktu eignarhaldi selur íbúðir sem lofaðar höfðu verið leigjendum

Leigufélag með óþekktu eignarhaldi selur íbúðir sem lofaðar höfðu verið leigjendum

·

Ásbrú ehf. hætti við að leigja út íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu til að selja þær í staðinn. Einhverjir af leigjendum fengu aðrar íbúðir frá Ásbrú en aðrir ekki. Óljóst er hver á Ásbrú sem á 470 íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu sem keyptar voru af íslenska ríkinu í fyrra.

Björgólfur Thor vill rannsókn á einkavæðingu bankanna vegna „svika-hópsins“

Björgólfur Thor vill rannsókn á einkavæðingu bankanna vegna „svika-hópsins“

·

Björgólfur Thor Björgólfsson, sem keypti stóran hlut í Landsbankanum af ríkinu, gagnrýnir Ólaf Ólafsson og S-hópinn harðlega. „Ég hefði átt að snúa baki við öllu saman þegar ég áttaði mig á því hvað var í gangi,“ skrifaði Björgólfur.

Guy Ritchie á Íslandi: Sóttur í boði Björgólfs Thors

Guy Ritchie á Íslandi: Sóttur í boði Björgólfs Thors

·

Bifreið á vegum Björgólfs Thors Björgólfssonar beið leikstjórans og eiginkonu hans, fyrirsætunnar Jacqui Ainsley, á Reykjavíkurflugvelli. Um verslunarmannahelgina skrapp Björgólfur til Ibiza með leikarahjónunum Gísla Erni Garðarssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur.

Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu

Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu

·

Gögn frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca varpa ljósi á ótrúlega umfangsmikil viðskipti feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar í skattaskjólum fyrir og eftir hrunið 2008. Feðgarnir tengdir meira en 50 félögum. Dóttir Björgólfs Guðmundssonar opnaði bankareikning og bankahólf í Sviss og neitar að segja af hverju. Óþekkt lánveiting upp á 3,6 milljarða til Tortólafélags. Félag sem Björgólfur eldri stýrði fékk milljarð í lán sem aldrei fékkst greitt til baka. Nær öll fyrirtæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skattaskjóli.

Björgólfur Thor veldur usla í Suður-Ameríku

Björgólfur Thor veldur usla í Suður-Ameríku

·

Auglýsingaherferð símafyrirtækisins WOM, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur valdið milliríkjadeilum og er sakað um kvenfyrirlitningu af femínistum í Chile.

Björgólfur fær ekki að fjarlægja stigann

Björgólfur fær ekki að fjarlægja stigann

·

Forsætisráðherra vill að eftirlitsstofnun grípi fram fyrir hendurnar á borgaryfirvöldum til að bjarga menningarverðmætum. Minjastofnun, sem heyrir undir ráðherra, vildi leyfa Björgólfi Thor Björgólfssyni að fjarlægja aðalstigann að Fríkirkjuvegi 11 en byggingarfulltrúi og umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur leggjast gegn því.

Fyrirtæki ríkasta Íslendingsins fær lóð í Vatnsmýrinni: „Við munum ekki tala um það í dag“

Fyrirtæki ríkasta Íslendingsins fær lóð í Vatnsmýrinni: „Við munum ekki tala um það í dag“

·

CCP neitar að gefa upp eignarhaldið á nýjum höfuðstöðvum sínum í Vatnsmýrinni. Björgólfur Thor Björgólfsson er stærsti hluthafi CCP. Háskóli Íslands afhendir lóðina til CCP: Fjórtán þúsund fermetra fasteign.

Björgólfur Thor kominn á beinu brautina

Björgólfur Thor kominn á beinu brautina

·

Aftur á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi - Tók áhættu sem borgaði sig