Þetta þurfa hluthafar að gera til að fá upplýsingar um leynda eigendur Íslandsbanka
Flest bendir til að hluthafalisti Íslandsbanka verði ekki birtur eftir opinberum leiðum. Íslandsbanki segir að birting listans brjóti gegn lögum. Þar af leiðandi mun hið opinbera ekki vera milliliður í því að greint verði frá því hvaða aðilar keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í síðustu viku. Útboðið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af Kristrúnu Frostadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Bankasýsla Íslands birti skýrslu um útboðið í morgun þar sem fram kemur að 140 óþekktir einkafjárfestar hafi keypt 30 prósent bréfanna í útboðinu.
Fréttir
3
Hvað gerist næst? Funheitt hagkerfi Íslands fer í uppsveiflu
Líklegt er að greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilega vexti hækki strax um tugi þúsunda á mánuði eftir að Seðlabankinn hækkaði meginvexti.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
3
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
Almenningshlutafélagið Festi, sem meðal annars á olíufélagið N1 og N1 Rafmagn, segist ekki ætla að endurgreiða viðskiptavinum sínum sem komu í gegnum þrautavaraleiðina nema fyrir tvo síðustu mánuði. N1 Rafmagn baðst afsökunar á því í síðustu viku að hafa rukkað þessa viðskiptavini um hærra verð en lægsta birta verð fyrirtækisins. N1 Rafmagn telur sig hins vegar ekki hafa stundað ofrukkanir.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
1
Orkustofnun vill koma í veg fyrir að N1 ofrukki neytendur fyrir rafmagnið
Orkustofnun ætlar að beita sér gegn því að N1 rafmagn ofrukki viðskiptavini sína sem koma í gegnum hina svokölluðu þrautavaraleið. Samkeppnisaðilar N1 rafmagns hafa verið harðorðir í garð fyrirtækisins.
Fréttir
„Snjóflóð“ verðhækkana framundan
Verðbólgan í Bandaríkjunum er sú mesta frá árinu 1982. Enn mælist minni verðbólga á Íslandi, en það gæti breyst ef marka má orð forstjóra Haga, sem boðar hamfarir í verðhækkunum.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
3
Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum
Nýtt raforkusölukerfi á Íslandi felur meðal annars í sér hugmyndina um söluaðila til þrautavara. Viðskiptavinir fara sjálfkrafa í viðskipti við það raforkufyrirtæki sem er með lægsta kynnta verðið. Íslensk orkumiðlun hefur verið með lægsta kynnta verðið hingað til en rukkar þrautavaraviðskipti sína hins vegar fyrir hærra verð. Orkustofnun á að hafa eftirlit með kerfinu um orkusala til þrautavara.
Fréttir
Skólamatur vill ekki greina frá viðhorfskönnun en sveitarfélögin lýsa almennri ánægju
Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur 12.500 máltíðir á dag til skólabarna og gerir viðhorfskannanir sem það opinberar ekki. Forsvarsmenn fjögurra stórra sveitarfélaga segja almenna ánægju með þjónustuna. Framkvæmdastjóri Skólamatar vill ekki gefa upp hvers vegna hann vill ekki gefa upp niðurstöðurnar.
Fréttir
Skuldin fimmfaldaðist vegna „innheimtukostnaðar“
Í Svíþjóð, Danmörk og Finnlandi hefur verið sett hámark á leyfilegan innheimtukostnað. Á Íslandi svarar dómsmálaráðherra ekki Neytendasamtökunum erindum um að setja hömlur á innheimtu lögmanna.
ÚttektEndurvinnsla á Íslandi
Þau sem skila dósum og flöskum snuðuð frá árinu 2017
Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um hækkun skilagjalds á dósum og flöskum. Ný lög aftengja vísitöluhækkun á skilagjaldinu. Samkvæmt lögum hefði skilagjald átt að hækka fyrst árið 2017 og aftur árið 2019.
Fréttir
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
Viðtal
„Við erum farin að gefa hvert öðru fullkominn óþarfa“
Jólahátíðin er neysluhátíð. Fyrirtæki nýta sér sjálfvirka hugarferla okkar til þess að auka enn neysluna. Ragna Benedikta Garðarsdóttir dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur meðal annars kynnst tilraunum til að nota áföll fólks til þess að breyta kauphegðun þess.
FréttirCovid-kreppan
Verðbólgan eykst - húsnæðislán hækka
40 milljóna króna verðtryggt húsnæðislán hækkaði um 156 þúsund krónur í september og 1,4 milljónir króna á einu ári. Verðlag hefur hækkað um 3,9 prósent á einu ári.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.