Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Ung kona sem berst við krabba­mein og safn­aði áheit­um í Reykja­vík­ur­m­ara­þon­inu undr­ast að Ís­lands­banki láti draga frá hluta fjár­hæð­ar­inn­ar sem heit­ið var á hana og átti að renna til stuðn­ings­fé­lags ungs fólks með krabba­mein. Hluti áheita sem safn­ast eru tekn­ar í kostn­að af kynn­ingu, en Lára Guð­rún Jó­hönnu­dótt­ur seg­ist hafa kynnt bank­ann í bak og fyr­ir með þátt­töku sinni.

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana
Lára Guðrún Jóhönnudóttir Hljóp 10 kílómetra til stuðnings ungu fólki með krabbamein, til að safna áheitum, og gagnrýnir að Íslandsbanki taki hluta upphæðarinnar sem fólk lagði fram. Mynd: Hallur Karlsson

Ung kona með krabbamein, sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krafti - félagi ungs fólks með krabbamein, gagnrýnir að Íslandsbanki, sem hagnaðist um 20 milljarða króna í fyrra og 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, láti draga frá hluta fjárhæðarinnar sem safnast í áheit á hlaupara vegna kostnaðar við kynningu og vefsíðugerð. Íslandsbanki brást við gagnrýni hennar í kvöld og ákvað að láta af frádrættinum.

Konan, Lára Guðrún Jóhönnudóttir, benti á að hún hefði sjálf kynnt Íslandsbanka og Reykjavíkurmaraþonið ótæpilega í ferlinu og því ætti ekki að fjármagna kynningu með áheitum fólks til Krafts. Hún gagnrýnir frádráttinn af áheitum í færslu á Facebook í dag, þar sem augljóst sé að Íslandsbanki hljóti verulega kynningu frá áheitasöfnurunum sjálfum.

„Hey Íslandsbanki ! Ég greiddi þátttökugjaldið, sem var 6.500 kr. Ég auglýsti ykkur frítt með hlaupanúmerinu sem mér var sagt að næla framan á mig, ég fór í forsíðuviðtal í Fréttablaðinu og auglýsti Reykjavíkurmaraþonið, aftur, endurgjaldslaust. Ég deildi hlaupastyrks síðunni linnulaust og böggaði vini og ættingja stanslaust í svona 12 vikur. Vefsíðan er smekkfull af Íslandsbankamerkingum, þetta var enn og aftur, vinna fyrir mig, frí auglýsing fyrir ykkur,“ segir Lára Guðrún.

„Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI! Í fullkomnum heimi ættuð þið frekar að borga mér fyrir alla vinnuna sem ég gaf ykkur til þess að auglýsa bankann án endurgjalds. Kallið mig barnalega fyrir að halda að 800.000 kr. renni óskertar til góðs málefnis. Og afsakið orðbragðið en fokk this!!! Ég er búin að borga fyrir þátttöku mína. Ég er búin að borga fyrir yfirbygginguna. Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.“

Uppfært: Íslandsbanki sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fram kom að bankinn hefur ákveðið að hætta við að draga frá hluta af fjárhæðinni sem safnast. Yfirlýsing kom vegna umræðu um réttmæti þess.

Um 5 prósent af þeirri fjárhæð sem safnast í áheit hefur runnið til vefsíðugerðar, kynningar og í annan kostnað. Í fyrra söfnuðust tæplega 100 milljónir króna í áheitum, sem myndi jafngilda 5 milljónum króna. Þá greiddu um 14 þúsund manns gjald fyrir þátttöku. Þar af má áætla að á milli 30 og 40 milljónir króna hafi verið greiddar vegna þátttöku í 10 kílómetra hlaupi, 15 til 20 milljónir vegna hálfmaraþons, um 15 milljónir króna vegna maraþons. Að auki tóku þúsundir þátt í skemmtiskokki og furðufatahlaupi.

Lára Guðrún steig fram í viðtali við Fréttablaðið fyrir Reykjavíkurmaraþonið þar sem hún sagði sögu sína. Hún sagði frá því að hún hefði farið í brjóstnám í mars, að hún hefði misst móður sína sautján ára úr krabbameini og lýsti áföllunum sem fylgja krabbameini. Í viðtalinu, sem hlaut miklar undirtektir og var deilt yfir fimm þúsund sinnum á Facebook af vefsíðu Fréttablaðsins, Vísi.is, voru hlekkir á vefinn hlaupastyrkur.is.

Í viðtalinu lýsti Lára Guðrún einnig þeim erfiðleikum sem krabbameinsveikir ganga í gegnum vegna skrifræðis og kerfis.

„Fólk er í lélegri samningsstöðu þegar það er með krabbamein. Það er veikt og hefur ekki þrek til að miðla þekkingu sinni um kerfið og þarfir til breytinga og bóta. Það er enginn sem kemur og er með uppskrift að krabbameinsferli, þetta er einnig svo einstaklingsbundinn sjúkdómur. Það eru auðvitað starfandi félagsráðgjafar en þeirra starfssvið er takmarkað. Af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Af hverju þurfum við að fara í gegnum margar stofnanir? Stéttarfélagið, Sjúkratryggingar, félagsmálabatteríið, Tryggingastofnun. Þetta er full vinna, ég var stanslaust að frá 8-4 á daginn. Gera og græja, fara með pappíra, láta stinga mig og skoða. Halda utan um þetta allt saman. Ég var örmagna úr skrifræðisþreytu. Ég held ég sé að segja rétt frá því að í Noregi er félagsráðgjafi sem segir bara: Hæ, ég er aðstoðarmaður þinn í þessari krabbameinsmeðferð. Ég óska þess að það sé þannig líka hér. Það væri þörf og dýrmæt breyting. Það þarf auðvitað byltingu, en þetta, ásamt því að hætta að láta krabbameinssjúka taka upp veskið, er góð byrjun.“

Gagnrýni Láru Guðrúnar á Íslandsbanka

Hey Íslandsbanki ! Ég greiddi þátttökugjaldið, sem var 6.500 kr. Ég auglýsti ykkur frítt með hlaupanúmerinu sem mér var sagt að næla framan á mig, ég fór í forsíðuviðtal í Fréttablaðinu og auglýsti Reykjavíkurmaraþonið, aftur, endurgjaldslaust. Ég deildi hlaupastyrks síðunni linnulaust og böggaði vini og ættingja stanslaust í svona 12 vikur. Vefsíðan er smekkfull af Íslandsbankamerkingum, þetta var enn og aftur, vinna fyrir mig, frí auglýsing fyrir ykkur.

Ég safnaði hárri upphæð, lokatalan er ekki enn komin, enda hægt að heita á mig þar til á miðnætti annað kvöld. Ég var fullkomlega berskjölduð að ræða opinberlega um erfiða atburði í lífi mínu af því ég trúði því að það væri til góðs. Alveg svona 100% óskert til góðs.

Lára Guðrún og fjölskyldaHún safnaði um 800 þúsund krónum í áheit. Gera má ráð fyrir að 40 þúsund af því sé dregið frá vegna kostnaðar við kynningu.

Hagnaður Íslandsbanka er stjarnfræðilegur. STJARNFRÆÐILEGUR!

Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!

Í fullkomnum heimi ættuð þið frekar að borga mér fyrir alla vinnuna sem ég gaf ykkur til þess að auglýsa bankann án endurgjalds.

Kallið mig barnalega fyrir að halda að 800.000 kr. renni óskertar til góðs málefnis.

Og afsakið orðbragðið en fokk this!!! Ég er búin að borga fyrir þátttöku mína. Ég er búin að borga fyrir yfirbygginguna. Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.

Haldið töflufund og athugið hvort þið finnið ekki 5 milljónir til þess að spreða í þennan kostnað. Látið hlaupastyrkinn vera. Þetta er klink fyrir ykkur. Þið eigið næsta leik.

VIÐBÓT: Ég stóð við mitt og kláraði þessa 10 km. þvert gegn læknisráði af því að ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
5
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár