Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér“

Sig­ur­mund­ur G. Ein­ars­son, eig­andi Vik­ing Tours í Vest­manna­eyj­um, tel­ur að ráð­herra sem tek­ur ákvörð­un eins og Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra gerði segði af sér í flest­um öðr­um lönd­um en á Ís­landi. Haf­svæð­ið milli Ís­lands og Vest­manna­eyja hef­ur ver­ið skil­greint sem fjörð­ur eða flói til að rýmka fyr­ir far­þega­sigl­ing­um. Sleg­ið var af ör­yggis­kröf­um vegna sigl­ing­ar Akra­ness milli lands og Eyja.

„Í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér“
Sigurmundur G. Einarsson Eigandi Viking Tours í Vestmannaeyjum segir ákvörðun samgönguráðherra um að heimila Akranesferjunni að sigla milli lands og Eyja vera hagsmunapot og brot á jafnræðisreglum. Mynd: Úr einkasafni

„Þetta heitir mismunun og ekkert annað. Þetta heitir brot á jafnræðisreglum og í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér eftir svona aðgerðir,“ segir Sigurmundur G. Einarsson, eigandi Viking Tours í Vestmannaeyjum, um ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að leyfa ferjunni Akranes að sigla frá Landeyjahöfn til Heimaeyjar um verslunarmannahelgina.

Pistill Sigurmundar um sama efni, „Hið „nýja“ Ísland - viljum við það?“ hefur vakið talsverða athygli í vikunni. Í pistlinum ræðir hann um „hagsmunagæslumenn“ sem „haga sér eins og þeir eigi Ísland skuldlaust“. „Ég er búinn að fá nóg af hagsmunapoturunum sem kippa í spottana og telja sig geta vaðið yfir allt og alla þegar þeim hentar. Ég spyr: Eigum við ekki að krefjast sama réttlætis og jafnræðis fyrir alla?“

Eins og kunnugt er hafnaði Samgöngustofa umsókn Eimskips um að nota ferjuna Akranes til siglinga milli lands og Eyja um verslunarmannahelgina. Vestmannaeyjabær kærði ákvörðunina hins vegar til samgönguráðuneytisins sem felldi í kjölfarið úr gildi ákvörðun Samgöngustofu, eftir yfirlýsingar Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra, sem sigldi síðan sjálfur með Akranesinu til Eyja fyrir þjóðhátíð. 

Breytti bát fyrir tugi milljóna til að uppfylla kröfur

Sigurmundur hefur rekið ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum í mörg ár. Árið 2013 keypti fyrirtækið farþegabát með það fyrir augum að sigla á milli Landeyjahafnar og Heimeyjar. Hann segist hins vegar hafa þurft að breyta bátnum fyrir tugi milljóna til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til farþegabáta sem sigla á úthafi, B-flokki. „Við byrjuðum að sigla til Landeyjahafnar, sem enginn hafði gert áður, í byrjun árs 2015 og fluttum um 2.500 manns milli lands og Eyja frá janúar til apríl. Árið 2016 fengum við aftur samning við Vegagerð og sigldum frá Landeyjahöfn frá janúar og fram í maí. Þá fluttum við um 1.500 manns, en þennan vetur var mun verra veður og því farnar færri ferðir. Núna árið 2017 neituðu þeir að gera samning við okkur þar sem þetta þóttu of fáar siglingar,“ segir Sigurmundur. 

„Síðan er þessi ferja færð hingað yfir til að sigla á Þjóðhátíð án þess að uppfylla nauðsynlegar kröfur.“

„Ég er með skip sem hefur fullt leyfi til siglinga til Landeyjahafnar og þessi ár, 2014 til 2016, fluttum við að jafnaði tvö þúsund manns á Þjóðhátíð í samstarfi við ÍBV. Í sumar var hins vegar ekki haft samband við okkur, heldur tók ráðherra sig til og breytti hafsvæðinu hérna á milli, þvert á alþjóðareglur, svo Baldur fengi að sigla hérna á milli í vor. Svo leigði Eimskip ferju fyrir Akranes, sem er tilraunaverkefni, og fengu fullt af peningum bæði frá Akranesbæ og Reykjavíkurborg. Síðan er þessi ferja færð hingað yfir til að sigla á Þjóðhátíð án þess að uppfylla nauðsynlegar kröfur. Á meðan liggur minn bátur hérna óhreyfður, sem er búið að breyta til að uppfylla allar þessar kröfur sem voru settar, en ráðherra tekur sig til og leyfir þessar siglingar þvert á ákvörðun Samgöngustofu.“

Hafsvæðið við Eyjar skilgreint sem fjörður eða flói

Haffærni skipa er skipt í flokka. A-flokkur er úthafssiglingar, B-flokkur er strandsiglingar við úthaf og C-flokkur siglingar um firði og flóa. Hafsvæðið á milli Íslands og Vestmannaeyja er í B-flokki, en var tímabundið fært yfir í C-flokk yfir sumarmánuðina. 

Vestmannaeyjabær notar þessa skilgreiningu á hafsvæðinu milli lands og Eyja sem rök í kærunni til samgönguráðuneytisins vegna synjunar Samgöngustofu á að veita ferjunni Akranes leyfi til að sigla milli Landeyjahafnar og Heimaeyjar. Hafsvæði á siglingaleiðinni milli Reykjavíkur og Akraness sé flokkað sem hafsvæði C og hafsvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sé einnig hafsvæði C. Undir þessi rök tekur samgönguráðuneytið. Þar sem ferjan Akranes hafi nú þegar tímabundna heimild frá Samgöngustofu til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness sé ekkert fram komið að mati ráðuneytisins sem réttlætt geti að synjað verði um heimild til siglinga ferjunnar á sambærilegu hafsvæði milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda séu bæði hafsvæðin í flokki C, skilgreint sem fjörður eða flói. 

Jón GunnarssonSamgönguráðherra hefur gripið inn í ákvarðanir Samgöngustofu, með því að slá af öryggiskröfum í farþegasiglingum.

Slegið af öryggiskröfum

Synjun Samgöngustofu snérist hins vegar að litlu leyti um skilgreiningar á hafsvæðum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Stundina að Akranesferjan flokkist sem háhraðaskip og um slík skip gildi Evrópureglur sem hafa verið innleiddar hér á landi. „Þetta snýr fyrst og fremst að rekstraraðilanum og að hann hafi til að mynda gert áhættumat á skipinu og siglingu þess við þessar tilteknu aðstæður og á þessari tilteknu leið. Rekstraraðilinn þarf að hafa gert sér fullnægjandi grein fyrir mögulegri áhættu og búinn að mynda sér verklagsreglur til þess að mæta mögulegri áhættu,“ segir Þórhildur.

„Rekstraraðilinn þarf að hafa gert sér fullnægjandi grein fyrir mögulegri áhættu“

Í umsögn Samgöngustofu vegna stjórnsýslukæru Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að áður en unnt sé að hefja rekstur háhraðafars þurfi að leggja fram gögn varðandi starfrækslu. Rekstraraðili þurfi því að leggja fram rekstrar,- viðhalds- og þjálfunarhandbækur í þessu skyni eins og við á fyrir fyrirhugaðan rekstur og siglingaleiðir sem þurfi samþykki yfirvalda. Í stuttu máli megi segja að í þessu felast kröfur á að lýsa starfrækslu farsins með tilliti til viðeigandi siglingaleiða. Þetta varðar meðal annars sérstakar aðstæður sem kunni að vera fyrir hendi, verklag við rýmingu, vakt- og hvíldartíma, og einnig neyðar- og viðbragðsáætlanir fyrir siglingaleiðir, þar með talið ráðstafanir fyrir farþega sem þurfa sérstaka aðstoð ef til björgunar kemur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
5
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
„Mér hefur ekki verið nauðgað“
10
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

Pró­fess­or Nils Melzer rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók og þar skrif­ar hann: „... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár