Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gagnrýna ógegnsæi við sölu ríkiseigna og kalla eftir þingslitum: „Brunaútsala undir pólitískri tímapressu?“

Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna, Sig­ríð­ur Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Birgitta Jóns­dótt­ir Pírati telja rétt­ast að þing­inu verði slit­ið og boð­að taf­ar­laust til kosn­inga. Þing­for­seti seg­ir fjar­vist­ir eðli­leg­ar.

Gagnrýna ógegnsæi við sölu ríkiseigna og kalla eftir þingslitum: „Brunaútsala undir pólitískri tímapressu?“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði vart annað fyrir stafni en að afhenda einkavinum ríkiseignir. „Gefum þeim ekki lengri tíma til þess og slítum þessu þingi,“ sagði hún undir liðnum störf þingsins. 

Ríkið seldi hlut sinn í fasteignafélaginu Reitum fyrir 3,9 milljarða á mánudaginn. Í gær vakti Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, máls á þessu og velti því upp hvort farið væri of geyst í sölu ríkiseigna.

„Af hverju liggur svona á? Hvers vegna þurfti að selja allan hlutinn í fasteignafélaginu í hvelli meðan spáð er hækkun á fasteignaverði fram í tímann? Væri hægt að ná meiru fyrir hlutinn með því að gera þetta smátt og smátt?“ sagði Svandís og bætti því við að ferlið hefði að þessu sinni verið undarlega lokað; útboðið hefði opnað á föstudag og gengið frá sölunni á mánudeginum þar á eftir.

„Fjármálaráðherra hlýtur að þurfa að svara því hvort til standi að ljúka við sölu þessara eigna í hálflokuðu ferli. Er hagsmunum ríkissjóðs borgið með þessu móti? Er verið að selja á hæsta mögulega verði eða er verið að flýta aðgerðum í skjóli nætur í aðdraganda kosninga? Er um að ræða brunaútsölu undir pólitískri tímapressu? Þessum spurningum þarf að svara,“ sagði Svandís. 

Slæm mæting og þingfundi frestað

Í dag var atkvæðagreiðslum þriggja mála á Alþingi frestað vegna slakrar mætingar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði að eðlilegar ástæður væru fyrir þessu; þingmenn væru til að mynda skuldbundnir erlendis og í kjördæmum sínum. 

Sigríði Ingibjörgu fannst hins vegar „algerlega absúrd að vera á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins“ og sagði: „Hér áttu þó að vera atkvæðagreiðslur, og er það nú óvenjurýrt í roðinu, en þeim þurfti að fresta vegna slakrar mætingar. Svo á morgun eru óundirbúnar fyrirspurnir vissulega, kannski atkvæðagreiðslur ef einhverjir mæta til þess að taka þátt í þeim og ein sérstök umræða sem formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir. Okkur var sagt að við yrðum að vera hér, það væri svo áríðandi að halda áfram vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim. Og óttast var, hvað? Að stjórnarandstaðan mundi þvælast fyrir? Ég segi bara: Ég sé ekki ástæðu til að vera hér.“

Þá benti hún á að enn væri beðið eftir frumvörpum um almannatryggingar og fæðingarorlof. „Þetta eru mál sem varða miklu fyrir fjöldann og skipta máli fyrir fjölda fólks í samfélaginu. Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur gefið í skyn að það sé nú allólíklegt vegna atkvæðagreiðslu í ríkisfjármálaáætlun að málefni félags- og húsnæðismálaráðherra fái hér greiða meðferð. Þau eru ekki einu sinni komin inn í ríkisstjórn. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við eigum að geta lokið þeim á þessu þingi. Verið er að hafa alþingismenn, en það sem verra er, kjósendur að athlægi. Og talað er eins og hér sitji ríkisstjórn með erindi. Hún hefur ekkert erindi annað en það að afhenda eignir einkavinum,“ sagði hún.

Segir fjarvistir eðlilegar

Einar K. Guðfinnsson svaraði athugasemdum Sigríðar um stöðu þingsins:

„Það er alvanalegt þegar svo stendur á í störfum þingsins að ekki liggja mörg mál fyrir að þá sé vikið út frá starfsáætlun í þeim skilningi að felldir eru niður þingfundir og t.d. settir á þingnefndarfundir í staðinn. Það var ætlun forseta að hér færu fram atkvæðagreiðslur í dag jafnframt því sem þessi umræða færi fram. Forseti hefur lagt sig fram um að tryggja að bæði dagskrárliðir eins og störf þingsins og óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra geti átt sér stað vegna þess að forseti leggur mikla áherslu á það að hinar pólitísku umræður geti farið fram í sölum þingsins eins og eðlilegt er. Þess vegna var það niðurstaða forseta að halda sér við dagskrá fundarins í dag. Í ljós kom hins vegar að það eru allmargar fjarvistir þingmanna af eðlilegum ástæðum, m.a. vegna skuldbindinga þingmanna í alþjóðanefndum sem eru líka hluti af störfum okkar alþingismanna og sömuleiðis skuldbindingar í kjördæmum sem forseti telur líka mikilvægt að þingmenn geti rækt og sinnt. Þess vegna eru ekki atkvæðagreiðslur í dag.“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þetta:

„Ég kem hér upp sem stjórnarþingmaður og ætla aðeins að bera í bætifláka fyrir stjórnarflokkana vegna þess einfaldlega að í nefndum sitja mörg stór og mikilvæg mál sem bæði ráðherrar og stjórnarmeirihlutinn vilja gjarnan að verði kláruð. Á þeim dögum frá því að þing hófst núna í ágúst hefur verið mælt fyrir þeim málum sem kynnt var í vor að mælt yrði fyrir, það væri mál sem snerti afnám hafta, mál sem snertu séreignarstefnuna í beinum tengslum við frumvörp hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra sem þá voru flutt, mál sem voru í það minnsta í samkomulagi á milli stjórnarflokkanna. Það er líka frumvarp í efnahags- og viðskiptanefnd um vexti og verðtryggingu. Vissulega koma þessi mál fram nú á haustdögum á þessu þingi, þurfa að fara til umsagnar og vera síðan þar í vinnslu. Til þess að allrar sanngirni sé gætt þá eru þetta þau stóru mál sem m.a. var tilkynnt í vor þegar gengið var frá málum á vorþingi að kæmu hingað í haust. En við þekkjum það verklag sem hér er að mælt er fyrir máli, þau eru send til umsagnar og síðan koma þau inn til vinnslu. Önnur mál eru í vinnslu í nefndum. Kannski getum við sagt að þau komi seint út úr nefndunum til þess að koma hingað inn. Ég tek undir með þeim sem hafa talað að það er sérkennileg staða á miðvikudegi 24. ágúst að í þinginu skuli eingöngu vera störf þingsins til umræðu. Það er mjög sérkennilegt og hefði farið betur ef hlutirnir væru öðruvísi. En ef allrar sanngirni er gætt þá vita þingmenn, jafnt stjórnarliðar sem stjórnarandstaða, að það eru mál inni í nefndum sem eru mikilvæg fyrir alla þjóðina óháð pólitísku flokkunum.“

 

Svandís Svavarsdóttir tjáir sig um stöðu þingmála á Facebook í dag: 

 

Birgitta Jónsdóttir tekur undir þetta og skrifar:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu