Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Hafnar sáttaumleitunum Samherja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.

Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Segir Samherja sýna sitt rétta andlit Odee hefur ekki í hyggju að semja við Samherja, þrátt fyrir boð þar um. Málarekstur mun því halda áfram úti í Bretlandi. Mynd: Odee

Lögmannsstofan Wikborg Rein, fyrir hönd Samherja, bauð listamanninnum Oddi Eysteini Friðrikssyni, Odee, sátt í málaferlum sjávarútvegsfyrirtækisins á hendur honum, um leið og ljóst var að Odee hafði fengið lögmenn til að verja hagsmuni sína úti í Bretlandi. Vildi Samherji fella málið niður gegn því að Odee eftirléti fyrirtækinu lénið samherji.co.uk. Odee hefur hins vegar engin áform um að þiggja þá sátt. „Ég trúi á málfrelsið og tjáningarfrelsið og á ekki von á öðru en að ég vinni þetta mál.“

Svo sem Heimildin hefur ítrekað greint frá setti Odee í loftið vefsíðu sem hluta af listgjörningi sínum, „We‘re Sorry“, þar sem hann birti yfirlýsingu þess efnis að Samherji bæðist afsökunar á framferði sínu í Namibíu og héti því að vinna með yfirvöldum, namibískum sem íslenskum, auk annarra aðila og væri reiðubúið til að bæta fyrir gjörðir sínar.

Létu blekkjast af fréttatilkynningunni

Samherji fór fram á það fyrir dómstóli í Bretlandi að sett yrði á bráðabirgða lögbann á umrædda heimasíðu og á það féllst dómari í málinu.   Byggði málflutningur Samherja á því að tilgangur síðunnar, útlit hennar og nafn, hefði verið til að blekkja netnotendur, og lögðu lögmenn fyrirtækisins áherslu á að þeim blekkingum hefði verið beint að breskum neytendum og hugsanlegum viðskiptavinum eða samstarfsaðilum fyrirtækisins þar í landi. Var bent á að minnsta kosti einn fjölmiðill, írska fréttasíðan The Fishing Daily, hefði látið blekkjast og birt frétt upp úr fréttatilkynningunni. Lögmenn Samherja bentu á þetta sem dæmi um skaða sem fréttatilkynningin og vefsíðan hefðu valdið. Umrædd frétt var þó tekin niður af vefsíðu The Fishing Daily.

Óttast frekari skaða á orðspori

Í framburði lögmanns Samherja, Cristophers James Grieveson, varð honum tíðrætt um umrædda fréttatilkynningu. Sagð Grieveson hana innihalda „játningar, afsökunarbeiðnir og loforð sem kærandi [Samherji] hefur einfaldlega ekki sett fram.“

„Kærandi telur verulegar líkur á frekari skaða á orðspori sínu hjá viðskiptavinum“
Christopher James Grieveson
lögmaður Samherja

Þá hefði Odee með gjörningnum villt um fyrir aðilum í sjávarútvegi og almenningi sem myndu augljóslega tengja efni vefsíðunnar við Samherja og þar með „bera annan hug til kæranda. Hann hefur skaðað, og gæti skaðað, viðskiptavild kæranda og tök fyrirtækisins á að reka starfsemi sína með þeim lögmæta hætti sem kærandi leitast við.“

Segjast ekki vera að reyna að hefta málfrelsi

Þá vakti lögmaður Samherja sérstaka athygli dómara á Odee hefði einnig notað vörumerki Samherja, nafn fyrirtækisins, í stóra veggmynd í Listasafni Reykjavíkur, sem hefði vakið athygli íslenskra fjölmiðla og valdið því að fleiri netnotendur hefðu farið um vefsíðuna. Þó tilgreinir Grieveson lögmaður fyrir dómnum að Samherji hyggist ekki leita til dómstóla vegna veggmyndarinnar í Listasafninu, ekki að svo komnu máli. Ástæðan sé að um sé að ræða tímabundið verk á útskriftarsýningu, og „þó það [fyrirtækið Samherji] gagnrýni verkið, er það ekki að reyna að hefta málfrelsi.“

Fer ófögrum orðum um Samherja og Wikborg Rein

Sem fyrr segir buðu lögmenn Samherja sátt í málinu strax og lögmenn þeir sem Odee hafði fengið til starfa settu sig í samband við Wikborg Rein. „Fyrstu viðbrögð hjá þeim voru að Samherji væri tilbúinn að semja við mig. Þeir vildu í raun bara fella málið niður og fá lénið í sínar hendur,“ segir Odee í samtali við Heimildina.

„Þeir hafa komist upp með að semja sig út úr öllum andskotanum“
Odee
um framgöngu Samherja

Odee segir hins vegar að hann hafi hafnað öllum sáttaumleitunum og detti ekki í hug að semja við Samherja um eitt né neitt. „Mín afstaða er að þeir megi fokka sér, þessi norska lögfræðistofa má fokka sér, Samherji má fokka sér. Ég ætla ekki að semja um nokkurn skapaðan hlut. Þeir hafa komist upp með að semja sig út úr öllum andskotanum og í kjölfarið hafa þeir getað sagt að þeir séu saklausir af hinu og þessu sem þeir hafa gert. Með framkomu sinni gagnvart mér sýna þeir bara sitt rétta andlit.“

Málið mun því ganga sinn gang fyrir dómstólum úti í Bretlandi.

Samherji nú með tölvupóstsamskipti fjölda fólks undir höndum

Í úrskurði dómara varðandi lögbannsskröfuna sagði að Odee væri skylt að færa lén vefsíðunnar yfir til Samherja, auk þess að taka niður síðuna, og að tryggja að hún, auk allra netfanga sem henni tengist, verði gerð óvirk þar til dómstóllinn birtir lokaúrskurð í málinu. Samherja er hins vegar óheimilt að nota lénið á nokkurn hátt fyrr en að fenginni heimild dómara. Sömuleiðis var tilgreint að Samherja væri skylt að hlíta hverri þeirri niðurstöðu dómsins sem lyti að því að greiða þyrfti Odee bætur vegna lögbannsins, ef það til þess kæmi.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins er Odee óheimilt að skrá, afla sér eða nota nokkuð lén þar sem orðið samherji kemur fyrir, sem og nokkurt orð sem er því líkt. Þá er honum óheimilt að nota orðið Samherji í titli vefsíðu eða í nokkru útgefnu efni. Sömu sögu er að segja um notkun á vörumerkjum eða útgefnu efni Samherja.

Dómarinn féllst hins vegar ekki á þá röksemd lögmanna Samherja að Odee hefði notað vörumerkin í viðskiptalegu samhengi og byggði ákvörðun sína um lögbannið ekki á því, heldur að um óheimila notkun á vörumerkjum væri að ræða.

Odee var þá jafnframt gert skylt að afhenda Samherja öll tölvupóstsamskipti þar sem notast var við samherji.co.uk netföng. Um er að ræða vel á þriðja hundrað tölvupósta, flestir þeirra eru póstar sem Oddur sjálfur sendi en þó einhverjir tugir þar sem um er að ræða tölvupósta frá nafngreindu fólki, blaðamönnum og öðrum, með persónulegum upplýsingum þeirra. Þá hefur Samherji nú undir höndum.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þessi gjörningur er sko ekkert slor, sammála SSS
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Því meiri ummfjöllun. því betra fyrir Odee.
    Áfram Oddur alla leið!
    Grálúsugir syndaselir samherja eiga sér engar málsbætur!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
10
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár