Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að lista­verk Odee‘s, „We‘re Sorry“ hafi ver­ið víð­tæk og kostn­að­ar­söm að­gerð gegn vörumerki Sam­herja.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“
Leiðir hjá sér túlkanir á list Þorsteinn Már segir Samherja einungis vera að verja vörumerki sitt með því að draga listamanninn Odee fyrir dómara í Bretlandi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Aðgerðir Samherja gagnvart listaverki Odds Eysteins Friðrikssonar, Odee‘s, eru til þess gerðar að verja vörumerki fyrirtækisins, „svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum“, að því er segir í tilkynningu sem Þorsteinn Már Baldvinnsson, forstjóri Samherja, hefur birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að fyrirtækið hafi „leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi“. Listamaðurinn sjálfur, Odee, segir aðgerðir Samherja ritskoðun og fordæmir þær.

Samherji fékk síðastliðinn föstudag lagt lögbann úti í Bretlandi á vefsíðuna samherji.co.uk þar sem Odee birti afsökunarbeiðni í nafni Samherja til namibísku þjóðarinnar. Vefsíðan er hluti af listaverkinu „We‘re Sorry“ sem auk þess samanstendur af fréttatilkynningu sem send var út á fjölmiðla, yfirlýsingu Odee‘s og stóru vegglistaverki í Listasafni Reykjavíkur.

Í tilkynningu Þorsteins Más segir að í upphafi lögbannskröfunnar hafi verið „veittur hæfilegur frestur til varna“. Það er í besta falli umdeilanlegt þar eð Odee var kallaður fyrir dómara í Bretlandi síðastliðinn föstudag, sama dag og málið var tekið fyrir. Hann var þá staddur á Íslandi og í engum færum til að taka til varna eða útvega sér lögmenn til að gæta hagsmuna sinna með svo stuttum fyrirvara.

Gerir lítið úr listaverkinu með gæsalöppum

Í tilkynningu Þorsteins Más kýs hann að tala um verk Odee‘s sem svokallaðan „listgjörning“, innan gæsalappa. Þess má geta að verkið er lokaverkefni Odee‘s frá Listaháskóla Íslands og enginn vafi á að um listaverk er að ræða.

„Ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja um listaverkið „We‘re Sorry“

Lögbannið hafi verið sett á vegna ólöglegrar notkunar á vörumerkjum Samherja. Gjörningurinn hafi náð til þriggja heimsálfa „var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu“.

Odee segir ekki rétt að tilkynningin hafi verið send til íslenskra fjölmiðla en staðfestir, við Heimildina, að hún hafi verið send út á 100 fjölmiðla í öðrum löndum. 

„Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá“
Odee
Odee um lögbannið

Þá segir í tilkynningu Þorsteins Más að eins og sjá megi liggi fyrir að „ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“. Samkvæmt því sem Odee segir sjálfur við Heimildina var kostnaðurinn við verkið undir 30 þúsund krónum og fólst einkum í kaupum á léni og málningu.

Í viðtali við Odee sem birtist í nýju tölublaði Heimildarinnar sagði hann að Samherji væri með framgöngu sinni að ráðast á tjáningarfrelsi hans. „Þessi aðför Samherja, að mínu mati, er bara ofbeldi af þeirra hálfu og þvinganir. Þeir eru að reyna að valta yfir mig með sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður. Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá. Þeir taka slaginn af mikilli hörku og þeir hafa ekki gætt sanngirni að mínu mati, þannig að ég geti varið mig með eðlilegum hætti úti í Bretlandi. Það gagnrýni ég harðlega.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Vörumerkið Samherji er í rannsókn um alla evrópu og USA vegna glæpsamlegra fjármálagjörninga í Namibíu = skattsvik/peningaþvætti og mútugreiðslna. Hvað eru lokametrarnir orðnir margir héraðssaksóknari ?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
8
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár