Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vart stafkrók að finna um tekjuöflun ríkissjóðs hjá Vinstri grænum

Í kosn­inga­áhersl­um Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs er fátt að finna ann­að en al­mennt orð­að­ar yf­ir­lýs­ing­ar nema helst í kafla um um­hverf­is­mál. Í öðr­um mála­flokk­um er hvergi að finna tíma­setn­ing­ar eða skýr­ar áætlan­ir um fjár­hæð­ir sem setja á í verk­efni.

Vart stafkrók að finna um tekjuöflun ríkissjóðs hjá Vinstri grænum
Helst að loftslagsáherslur séu skýrar Í kosningastefnuskrá Vinstri grænna eru stefnumál mjög almennt orðuð og lítið um handfastar tímasetningar eða kostnaðarmat. Katrín Jakobsdóttir, forsætistráðherra og formaður flokksins, vill leiða næstu ríkisstjórn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kosningastefnuskrá Vinstri grænna er uppfull af almennt orðuðum yfirlýsingum um að flokkurinn muni „leggja áherslu á“ ákveðna málaflokka, „vinna að úrbótum á“ öðrum, „auka stuðning“ við enn aðra, og „stefna að“ eða „skoða“ hitt eða annað. Segja má að telja megi á fingrum annarrar handar, í mesta lagi beggja, þau atriði sem fram koma þar sem skýrt er tekið fram hvað Vinstri græn hyggjast gera, komist þau í aðstöðu til eftir komandi alþingiskosningar.

Það er einna helst í áherslum flokksins í loftslagsmálum og umhverfisvernd sem markmið og stefna er sett fram með skýrum og afdráttarlausum hætti. Vinstri græn vilja að stefnt verði að auknum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 60 prósent árið 2030 og að kolefnishlutleysi verði náð eigi síðar en 2040. Ekki er sagt berum orðum hvernig ná eigi þessum markmiðum en í stefnuskránni segir þó að setja þurfi fram tímasetta áætlun um orkuskipti í samgöngum, þungaflutningum, sjávarútvegi, landbúnaði og byggingariðnaði með það að markmiði að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2045. Ekki er fjallað um endurheimt votlendis í kosningaáherslunum, skógrækt eða landgræðslu í þeim efnum, né um flokkun sorps, endurvinnslu eða neysluhemjandi hvata.

Þá er sett fram sú stefna að vernda beri ósnortin víðerni á 30 prósentum lands og hafs fyrir árið 2030. Áfram verði unnið að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Kveðið var á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar en frumvarpið varð ekki að veruleika og enginn sátt var um það meðal stjórnarflokkanna þriggja.

Vilja „sanngjarnt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda

Vinstri græn vilja bæði að 3. áfangi rammaáætlunar verði afgreiddur en jafnframt að endurskoða þurfi löggjöfina með náttúruvernd að leiðarljósi. Þá eigi að meta orkuþörf samfélagsins á forsendum grænnar uppbyggingar og sjálfbærni.

Þeir sem nýti auðlindir í þjóðareign, land, orku, sjávarauðlindina eða aðrar auðlindir, þurfi að greiða sanngjarnt gjald af þeirri nýtingu. Útfærsla á slíku gjaldi liggur milli hluta í stefnuskránni og sömuleiðis hvað geti túlkast sem sanngjarnt gjald. Þá er ekki gerð tilraun til að leggja mat á hvort, og þá hversu mikið, slíkt sanngjarnt gjald gæti fært ríkissjóði í tekjur.

Stefnubreyting í stjórnarskrármálum

Tryggja þarf auðlindaákvæði í stjórnarskrá að mati Vinstri grænna. Stjórnarskrá er að öðru leyti ekki nefnd í kosningaáherslum flokksins en í stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, sem haldinn var um liðna helgi, kom fram að halda þurfi áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þar um stefnubreytingu að ræða frá því fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2017, en þá sagði í kosningaáherslum flokksins: „Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs.“

Í efnahags- og skattastefnum kosningastefnuskrár Vinstri grænna kemur fram að tryggja eigi velferð og fjölbreytni. Þannig eigi meðal annars að skoða upptöku þrepaskipts fjármagnstekjuskatts. Í dag er fjármagnstekjuskattur flatur 22 prósenta skattur og skiptir þá engu hversu háar upphæðir er um að ræða. Þannig greiddi tekjuhæsti Íslendingurinn á síðasta ári, samkvæmt álagningarskrá, 22 prósent skatt af tveggja milljarða króna tekjum, í stað þess að greiða á bilinu 35 til 46 prósenta skatt eins og þeir sem aðeins hafa launatekjur. Ekki eru settar fram neinar hugmyndir frekar um hvernig haga ætti slíkri þrepaskiptingu af hálfu Vinstri grænna eða hvaða fjárhæðum slíkt gæti skilað.

Engar tímasetningar

Halda á áfram opinberum framkvæmdum sem löngu eru orðnar tímabærar, segir í kosningastefnuskrá Vinstri grænna. Þar er nefnt að ljúka eigi byggingu nýs Landspítala, verkefni sem er þegar í gangi og ekki stendur annað til en að ljúka. Tiltekið er að ljúka eigi byggingu Listaháskóla í Tollhúsinu, viðbyggingu við endurhæfingardeild á Grensás og legudeild við sjúkrahúsið á Akureyri. Auk þessara framkvæmda eru nefnt að byggja eigi upp hjúkrunarheimili, heilsugæslur og framhaldsskóla, Björgunarmiðstöð, innviði á ferðamannastöðum og ráðast í fjölbreyttar samgönguframkvæmdir. Ekki eru tímasetningar eða kostnaðargreiningar á neinum þessara framkvæmda í stefnuskránni, hvorki þeirra sem tilteknar eru sérstaklega né þeirra sem óljóst er hverjar eru.

Vinstri græn vilja þá leggja áherslu á öfluga innlenda matvælaframleiðslu og styðja betur við hana, til að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Ekki kemur fram hvernig það verði gert utan að auka á stuðning við grænmetisrækt og vinna tímasetta áætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu.

Þegar kemur að menntamálum og rannsóknum vilja Vinstri græn styrkja rannsóknir og nýsköpun. Fram kemur styrkja eigi betur við Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð, en ekki hvaða upphæðum verði veitt til þess. Þá á að styða við skapandi greinar og gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Tryggja þarf sambærilega fjármögnun háskóla og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum.

Vilja afnema komugjöld í heilsugæslu

Vinstri græn vilja auka stuðning við félagslegt húsnæði og fjölga íbúðum í almenna íbúðakerfinu. Ekki kemur fram hvernig haga eigi þeim stuðningi eða hver sú fjölgun á að vera. Þá er ótútskýrt hvaðan þeir fjármunir sem óhjákvæmilega þurfa að fara í verkefnið eiga að koma.

Þar sem fjallað er um heilbrigðiskerfið í kosningaáherslunum segir að auka eigi getu opinbera heilbrigðiskerfisins, en aukin fjárfesting í innviðum og bættir heilsu skili margföldum ávinningi fyrir samfélagið allt. Hvernig það verði gert er ekki skýrt. Vinstri græna vilja þá afnema komugjöld í heilsugæslu og lækka gjöld fyrir aðra heilbrigðisþjónustu, lyf og hjálpartæki. Ekki kemur fram hver kostnaður ríkissjóðs af því mun verða.

Hyggjast lengja fæðingarorlof og brúa bilið

Vinstri græn hyggjast að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Um afdráttarlaust loforð er að ræða en ekki kemur fram hversu hratt bilið eigi að brúa. Fyrsta skrefið sé að lengja fæðingarorlof og næsta skref sé að gera tímasetta áætlun í samstarfi við sveitarfélögin um hvernig leikskólar geti tekið við börnum að loknu fæðingarorlofi. Ekki kemur fram hvort Vinstri græn geri ráð fyrir að ríkissjóður styðji við sveitarfélögin með fjárframlögum í þeim efnum og ekki kemur heldur fram hversu mikið eigi að lengja fæðingarorlofið, hvenær það eigi að gerast eða hversu mikill kostnaður geti hlotist af því.

Þá vilja Vinstri græn standa að „endurreisn barnabótakerfisins“ svo það nái til fleiri barnafjölskyldna. Ekkert er talað um upphæðir í því samhengi né aðrar tölulegar staðreyndir.

Vinna á að úrbótum á framfærslu öryrkja og setja tekjulægstu hópana og öryrkja með börn í forgang, samkvæmt kosningaáherslum Vinstri grænna. Ekki er nefnt hvort afnema eigi tekjuskerðingar eða hvort hækka eigi lífeyrisgreiðslur, né annað.

Vinstri græn vilja taka vel á móti fólki á flótta, bæði kvótaflóttamönnum og umsækjendum um alþjóðlega vernd, enda aldrei fleira fólk verið á flótta vegna stríðsátaka og loftslagsbreytinga. Hins vegar er ekki minnst á með hvaða hætti eigi að gera slíkt eða hvort Ísland eigi að hafa frumkvæði að því að bjóða flóttafólki í meira mæli hæli hingað til lands.

Í kafla um mannréttindi og kynjajafnrétti segir að halda þurfi áfram því verkefni að útrýma kynbundnu ofbeldi í samfélaginu. Ekki er tilgreint til hvaða aðgera á að grípa í þessu skyni, hvort menntakerfið verði eflt til þess eða aðrar leiðir farnar. Þá segir að tryggja þurfi betur réttarstöðu brotaþola kynbundis ofbeldis, kynferðisofbeldi og áreitni með skýrum lagabreytingum og markvissri framkvæmd.

Í nýjustu könnun á fylgi stjórnmálaflokkana, sem MMR framkvæmdi fyrir Morgunblaðið og birtist 26. ágúst síðastliðinn, mældist stuðningur við Vinstri græn 10,9 prósent. Miðað við útreikninga myndi það skila flokknum sjö þingmönnum. Í umfjöllun Morgunblaðsins er skipting þingsæta eftir kjördæmum greind, þó sá fyrirvari sé settur að sökum þess að fá svör séu á bak við fylgishlutfall í hverju kjördæmi beri að taka slíkri skiptingu með varúð.

Athygli vekur engu að síður að Vinstri græn mælast ekki með mann inni í Norðausturkjördæmi, því kjördæmi sem lengst af hefur verið hvað sterkasta vígi flokksins. Oddviti flokksins þar er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún tók oddvitasætið eftir að Óli Halldórsson, sem varð hlutskarpastur í prófkjöri flokksins, ákvað að víkja úr því vegna veikinda í fjölskyldunni. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður flokksins, hafði setið í oddvitasætinu óslitið frá árinu 1999 en ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju fyrir komandi kosningar.

Í könnun Maskínu fyrir Stöð 2, sem birt var 24. ágúst síðastliðinn, mældust Vinstri græn næst stærst flokka, með 14,2 prósenta stuðning kjósenda. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9 prósenta fylgi og 11 þingmenn kjörna. Tveir þingmenn, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sögðu hins vegar skilið við flokkinn á kjörtímabilinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu