Um þessar mundir eru 45 ár frá útgáfu meistarverks Davids Bowie, Station to Station, plata sem markaði djúp spor í feril tónlistarmannsins og tónlistarsögu 20. aldar. Af því tilefni rýnir Sindri Freysson rithöfundur í skrautlega tilurð þessa merkilega listaverks þar sem dulspeki, trúargrufl, nornir, kólumbískt lyftiduft og Hitler koma meðal annars við sögu.
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
3
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Fréttir
3
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
6
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
7
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
45 ára stórvirkiStation to Station, meistarastykki Bowie, á afmæli um þessar mundir.
Snjókófið klofnar skyndilega og langt að komin hraðlestin birtist öskrandi, glampandi rýtingur sem rekinn er af alefli inn í næturkyrrð borgarinnar.
Fínlegur maðurinn sem stígur út á brautarpallinn ber með sér að vera aðalborinn. Líklega hertogi að snúa úr sjálfskipaðri útlegð til að vitja ríkmannlegrar gotneskrar hallar í útjaðri borgarinnar. Skuggaleg bygging sem beðið hefur komu hans lengur en þjónarnir, sem hafa allan tímann haldið henni við fægjandi og pússandi spegla og marmara, geta munað. En þeir geta hins vegar ekki fyrir nokkra muni gleymt trylltum veisluhöldunum sem skóku þar gólf og veggi endalausar nætur áður en húsbóndinn hvarf út í buskann án skýringa endur fyrir löngu.
Á höfðinu slúttir barðstór svartur hattur sem skyggir á tvílit og rannsakandi augu. Yfir klæðskerasaumuð svört jakkaföt er kæruleysislega tyllt á herðarnar hvítum ullarfrakka sem rennur saman við kókaínhvíta drífuna sem þyrlast um manninn einsog standi hann í miðri hringiðu sjónvarps eftir útsendingu.
Gesturinn ber með sér dulúð, myrkur og háska, á tálguðum og grannleitum vöngum hvílir vampírískur fölvi og það er einhver óþreyja í svip hans, niðurbæld harka eða ófullnægt hungur. Í stað sálar aðeins frystihólf, full af engu. Öll nærvera hans er þrungin ójarðneskum annarleika og þar sem hann stendur einsamall á pallinum og virðir fyrir sér mannlausa stöðina, minnir hann á soltinn úlf að svipast eftir bráð.
Í borginni sem Bowie hataði
Einhvern veginn framkallast þessar svipmyndir, óræðar og mystískar, þegar maður hugsar til breiðskífunnar Station to Station sem fagnar 45 ára afmæli þessa dagana, ótrúlegt nokk því að hún virðist vart hafa elst um dag. Upphafsskref hennar voru ekki tekin í dularfullri mið-evrópskri borg um hávetur, heldur á sólbökuðum haustdögum í Los Angeles árið 1975, í borginni sem er safn um gjálífi, innantómar glansmyndir og taumlausa sjálfsdýrkun. Borg sem Bowie hataði einsog pláguna.
Hann var nýkominn til baka til borgarinnar eftir sumarlanga dvöl í eyðimörkinni í New Mexico við leik í existensíalísku framtíðarmyndinni The Man Who Fell to Earth, sem fjallar um hvernig háþróuð geimvera í mannslíki verður jarðnesku hóglífi og fíkn að bráð. Framleiðslan var þyrnum stráð; hann fékk matareitrun eftir að hafa drukkið skemmda mjólk og hitinn var lamandi. Fíkn hans var í þokkabót orðin stjórnlaus: Meðan á tökunum stóð kvaðst hafa tekið tíu grömm af kókaíni á dag!
„Ég var jafn tilfinningalega firrtur og framandi og persónan sem ég lék. Þetta var frekar áreynslulaus frammistaða, gott sýnishorn af manni að brotna gjörsamlega niður fyrir framan áhorfendur,” sagði hann seinna meir.
Á milli taka dundaði hann sér við að skrifa handrit bókar sem átti að vera blanda af eigin minningum og hreinræktuðum skáldskap, bútasaumsteppi sýndar og reyndar rimpað saman með geimnál. Handritið nefndist The Return of the Thin White Duke. Hann fékkst líka við að semja tónlist fyrir kvikmyndina, sem hann taldi sig hafa verið ráðinn til að gera, þó að þess væri hvergi getið í samningum hans við framleiðendur. Þegar hann uppgötvaði síðan að þeir höfðu ekki áhuga á tónlistinni fauk heiftarlega í kappann, hann henti lögunum ofan í skúffu og hóf næsta verkefni; að undirbúa nýja plötu, sem síðar fékk heitið Station to Station. Nafnið tengist þó ekki drungalegum lestarstöðvum heldur svonefndum stöðvum krossins, þ.e. fjórtán skilgreindum áföngum eða þrepum í þjáningarför Krists frá þeim tíma sem hann var dæmdur til dauða þangað til hann reis upp frá dauðum.
Hvíta fjallið og svarti galdurinn
Bowie rogaðist sjálfur með þungan kross á þessu skeiði. Hann var aðeins 28 ára gamall þegar þetta var, en að niðurlotum kominn líkamlega, tilfinningalega og andlega. Hjónaband hans, sem hafði verið svo lengi galopið að það var farið að næða á berangri um þá mörgu sem höfðu haft þar viðkomu, var komið að endalokum. Hann hámaði í sig örvandi efni í gríð og erg sem fyrr segir, til að halda sér vakandi sem lengst – enda kvaðst hann hata svefn í viðtali á þessum tíma – og halda afköstunum í hámarki. Hann svaf lítið sem ekkert langtímum saman, var stundum vakandi marga sólarhringa að klífa hvíta fjallið og kafa í svarta galdurinn. Að auki var átröskun hans orðin öllum ljós, um tíma lifði hann á einni papriku og mjólkurfernu á dag og fór niður í 50 kíló að þyngd.
Hann var farinn að upplifa ranghugmyndir, ofsóknaræði og ofskynjanir; í viðtali sem birtist við hann í tímaritinu Rolling Stone á þessu tímabili var blaðamaður viðstaddur þegar Bowie hélt sig sjá líkama falla af himni ofan og brást við með að draga fyrir gluggann og kveikja örskamma stund á svörtu galdrakerti. Venjulegur þriðjudagur …
Hann hafði sökkt sér ofan í trúargrufl og dulspeki, las skrif breska rugludallsins Aleister Crowley í drep, fann samhljóm í talnaspeki og hinni gyðinglegu Kaballah-trú, tók Kirlian-ljósmyndir til að kanna breytingar á orkustreymi sínu fyrir og eftir töku eiturlyfja, og til að bæta gráu ofan á svart daðraði hann við fasískar hugmyndir sem birtust meðal annars í glannalegum fullyrðingum um að hann gæti hæglega orðið fyrirtaks Hitler. Raunar væri Hitler ein fyrsta rokkstjarnan …
Dulspekiáhuginn hafi raunar leitt hann inn í nasísk öngstræti og afkima og hann gaf hverjum sem vildi eintak af bókinni The Occult Reich, sem fjallaði á lítt fræðilegan hátt um dufl nasista við dylhyggjuleg fyrirbæri. Hann teiknaði díabólísk tákn á borð við fimmhyrning og hið kabbalíska tré lífsins á veggi og gólf heimilis síns og skoðaði allar tölur sem urðu á vegi hans með tilliti til merkingar þeirra samkvæmt túlkun talnaspekinnar. Hann hélt því fram að nornir stælu úr honum sæðinu.
Stórvirki knúið af hvítu dufti
Í emjandi hraðlest á leið í geðrof og hungurdauða geystist hann inn í upptökuver í september ásamt fríðum flokki hljóðfæraleikara. Þar fóru fremstir hrynhluti upptökusveitarinnar, þeir Carlos Alomar gítarleikari, Dennis Davis trommuleikari og George Murray bassaleikari.
Textarnir skipta mestu máli, sagði Bowie ákveðinn og sýndi þeim lagahugmyndir sem grunna til að vinna með. Þeir bjuggu síðan í sameiningu til ryþma-grind laganna sem hann klæddi að því loknu með öðrum hljóðfærum og söng. Þessu verki stýrði Bowie í samvinnu við upptökustjórann Harry Maslin, sem pródúserað hafði lögin tvö sem Bowie vann með John Lennon fyrir plötuna Young Americans, en hún hafði komið út í byrjun sama árs og slegið rækilega í gegn.
Og þó að heilsufar Bowie virtist í frjálsu falli var engin miskunn hjá meistaranum þegar inn í Cherokee-hljóðverið í LA var komið. Hann sannaði afdráttarlaust að tilvistarkreppa þarf ekki að jafngilda sköpunarkreppu. Gígantísk lyst hans á kólumbíska lyftiduftinu var óseðjandi og hljómsveitin gekk fyrir sama eldsneytinu í upptökum sem fóru fram daga jafnt sem nætur. Þær einkenndust af tilraunamennsku og sköpunarkrafti og tónlistarmennirnir höfðu sjaldan eða aldrei lifað jafn gjöfular stundir í hljóðveri. Fagmennska og einbeiting Bowie virtist óaðfinnanleg. Þeir hafa allir rifjað upp gleðilegar minningar um þessa haustdaga sem Station to Station var í fæðingu. Allir nema Bowie, sem mundi ekkert eftir þeim. Ekkert.
Platan er hins vegar skínandi stórvirki sem býður allri gleymsku birginn. Ein albesta plata Bowie og dægurtónlistar á 20. öld.
Ákall um ást og merkingu
Kannski er Station to Station ekki alveg saklaus af að vera danteískur könnunarleiðangur um dekadansinn í undirheimum og undirvitund þjakaðrar rokkstjörnu, en fyrst og fremst sameinar hún þó stórar andstæður áreynslulaust. Mýkt og hörku, hlýju og kulda, angurværð og kæti, trylling og kyrrð, von og vonleysi, gleði og sorg. Hún er ákall um ást, ákall um upprisu, ákall um æðri leiðsögn, ákall um mennsku og sjálfsmynd, ákall um merkingu í heimi þar sem framboðið af merkingu er langtum minna en eftirspurnin. Og auðvitað blekkingarnar: „It’s not the side-effects of the cocaine! I’m thinking that it must be love.”Lyftum glösum! Lyftum þeim hátt! Skál fyrir afmælisbarninu
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
3
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Fréttir
3
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
6
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
7
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Mest deilt
1
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
3
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
4
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
5
Fréttir
3
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
6
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
7
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
3
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
4
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
5
FréttirHvalveiðar
3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
6
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
7
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
5
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan#40
Stríð í þúsund daga
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Fréttir
3
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Karlmennskan#100
Páll Óskar Hjálmtýsson
Brautryðjandinn, poppgoðið, homminn og hin ögrandi þjóðargersemi Páll Óskar Hjálmtýsson er heiðursgestur 100. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Við kryfjum karlmennskuna og kvenleikann, leikritið sem kynhlutverkin og karlmennskan er, skápasöguna og kolröngu viðbrögð foreldra Palla, karlrembur, andspyrnuna og bakslag í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóðar upp á þennan þátt.
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir