Ábendingar um harðræði og ofbeldi þegar komnar fram árið 2000
Við upphaf reksturs Varpholts Hjónin Ingjaldur og Áslaug voru forstöðumenn Varpholts sem opnaði árið 1997. Mynd: Tímarit.is / Dagur-Tíminn
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ábendingar um harðræði og ofbeldi þegar komnar fram árið 2000

Kvart­að var und­an fram­göngu Ingj­alds Arn­þórs­son­ar sem for­stöðu­manns Varp­holts og Lauga­lands strax ár­ið 2000 til Barna­vernd­ar­stofu. Um­boðs­mað­ur barna fékk fjölda ábend­inga um of­beldi og illa með­ferð á með­ferð­ar­heim­il­un­um ár­ið 2001, bæði frá stúlk­um sem þar dvöldu eða höfðu dval­ið og frá for­eldr­um. Svo virð­ist sem ásak­an­irn­ar sem voru sett­ar fram hafi lítt eða ekki ver­ið rann­sak­að­ar af hálfu Barna­vernd­ar­stofu. Ingj­ald­ur starf­aði sem for­stöðu­mað­ur Lauga­lands allt til árs­ins 2007 og hafn­ar ásök­un­um.

Meðferðarheimilið Varpholt, sem síðar var flutt að Laugalandi, hóf starfsemi í Eyjafirði sumarið 1997 undir stjórn forstöðumannsins Ingjalds Arnþórssonar. Heimilið var rekið sem fjölskylduheimili og bjuggu Ingjaldur og kona hans, Áslaug Brynjarsdóttir, á heimilinu með tveimur börnum sínum ásamt skjólstæðingum, sem fyrst voru sex en fjölgaði með tímanum í átta. Utanaðkomandi starfsmenn unnu þar einnig, mismargir eftir tímabilum. Einungis stúlkur voru vistaðar á heimilinu frá árinu 1998, með þeim rökum að með því næðist meiri ró fyrir stúlkurnar „til að byggja upp og styrkja eigin sjálfsmynd“, líkt og segir á vef Barnaverndarstofu.

Ingjaldur og Áslaug kona hans höfðu bakgrunn í meðferð vímuefnaneytenda, Ingjaldur hafði þannig starfað hjá SÁÁ og áfengisskor Landspítalans. „Ég hef starfað sem áfengisráðgjafi í 12 ár og hef alltaf haft tröllatrú á AA-módelinu sem meðferð fyrir fíkla á öllum aldri,“ sagði Ingjaldur í viðtali við Dag-Tímann í júní 1997 þegar verið var að opna meðferðarheimilið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu