Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti

Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son mun ekki verða í fram­boði fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík fyr­ir Al­þing­is­kosn­ing­ar í haust. Upp­still­ing­ar­nefnd bauð hon­um þriðja sæti en hann hafn­aði því.

Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Var boðið þriðja sæti Formaður uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík segir lýsingu Ágústs Ólafs ekki kórrétta, honum hafi verið boðið þriðja sæti á lista en ekki þegið það. Mynd: Pressphotos

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, verður ekki á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Ágúst greindi sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni nú fyrr í dag. Ágústi var boðið að taka þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu en hann hafnaði því.

Styrr hefur staðið um Ágúst Ólaf innan Samfylkingarinnar allt frá því að að honum var veitt áminnig af trúnaðarnefnd flokksins í desember 2018. Áminninguna fékk Ágúst Ólafur vegna kynferðislegrar áreitni sinnar í garð Báru Huldu Beck blaðamanns sumarið 2018. Í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar kom fram að áminna ætti Ágúst Ólaf fyrir að hafa endurtekið og í óþökk Báru reynt að kyssa hana, að hafa niðurlægt hana og auðmýkt með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni þegar tilraunir hans báru ekki árangur. 

Ágúst Ólafur birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í desember 2018 þar sem hann greindi frá því að hann myndi taka leyfi frá þingstörfum eftir að hafa fengið áminninguna. Bára birti grein á Kjarnanum fjórum dögum síðar þar sem hún fór yfir samskipti Ágústs Ólafs við sig og greindi þar frá því að atvikalýsing hans samræmdist alls ekki hennar upplifun. Þá greindi Bára einnig frá því að yfirlýsingu sína hefði Ágúst birt án samráðs við hana og í hennar óþökk. 

Ósamræmi í lýsingu á atburðum

Ágúst Ólafur var ekki í einu af fimm efstu sætum í könnun Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem gerð var fyrir skemmstu vegna uppstillingar á lista flokksins. Hann mun hins vegar hafa verið þar skammt á eftir samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar. Harðar deilur hafa skapast innan Samfylkingarinnar síðustu daga vegna stöðu Ágústs Ólafs eftir að þetta varð ljóst. Ásakanir um samblástur gegn Ágústi Ólafi hafa verið settar fram af stuðningsfólki hans og þá vék einn fulltrúi í uppstillingarnefnd flokksins, Birgir Dýrfjörð, úr nefndinni sökum málsins. Vildi Birgir meina að með meðferðinni á Ágústi Ólafi væri verið að fremja „ódæðisverk gegn óvirkum alkahólistum“ en Ágúst Ólafur fór í áfengismeðferð eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum áminninguna. Vildi Birgir meina að með því að hafna Ágústi Ólafi væri verið að hafa að engu þá staðreynd að hann hefði leitað sér hjálpar við alkahólisma, sem hefði orsakað breytni hans gegn Báru.  

„Raunverulega var þetta ekki svona heldur fékk hann bara boð um þriðja sæti sem hann hafnaði“
Hörður Oddfríðarson

Í yfirlýsingunni sem Ágúst birti á Facebook nú fyrir skemmstu sagði að Samfylkingunni hefði gengið vel á kjörtímabilinu og ekki síst í Reykjavík. Hann hafi tekið virkan þátt í því starfi og teldi sig hafa verið mikilvægan þingmann fyrir flokkinn. „Það er því virkilega dapurlegt fyrir mig að meirihluti uppstillingarnefndar telji ekki rétt að ég verði í líklegu þingsæti fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ágúst Ólafur. Hann segir einnig að þó gagnrýna megi ýmislegt varðandi aðferðina við val á lista flokksins þá virði hann rétt nefndarinnar til að taka ákvörðun. 

Ágúst Ólafur segir að hann hafi boðið uppstillingarnefnd flokksins sáttatillögu „sem fælist í því að ég færi úr oddvitasætinu í kjördæminu í nafni nýliðunar og tæki annað sætið. Þeirri tillögu var hafnað af meirihluta uppstillingarnefndar.“ 

Hörður Oddfríðarson, formaður uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík segir hins vegar að lýsing Ágústs Ólafs sé ekki rétt. „Raunverulega var þetta ekki svona heldur fékk hann bara boð um þriðja sæti sem hann hafnaði.“ Þá segir Hörður einnig að það hafi verið ákvörðun sem uppstillingarnefndin hafi tekið og hafi ekkert haft með meiri- eða minnihluta að gera. 

Ágúst Ólafur svaraði ekki þegar Stundin reyndi að ná sambandi við hann símleiðis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár