Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra braut sótt­varn­ar­regl­ur með við­veru í 40-50 manna sam­kvæmi í Ásmund­ar­sal í gær. Deild­ar­lækn­ir seg­ir að sam­kom­an gæti fræði­lega leitt til dauðs­falla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varð­ar 50 þús­und króna sekt.

Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra segist aðeins hafa verið í samkvæminu í fimmtán mínútur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur viðurkennt að hafa verið í 40 til 50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gærkvöldi sem lögreglan leisti upp vegna brots á sóttvarnarreglum. Deildarlæknir á Landspítalanum segir samkomuna fáránlega og skammarlega og geta auðveldlega orsakað ofurdreifaraviðburð á COVID-19.

Bjarni viðurkennir í færslu á Facebook í dag að hann hafi verið sá ráðherra sem nefndur var í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í dagbókinni. Einnig var tekið fram að töluverð ölvun hafi verið meðal gesta, enginn þeirra með andlitsgrímur, nánast hvergi fjarlægðartakmörk virt og sóttvörnum ábótavant. „Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum.“

„Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum“

Bjarni segir að hann og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir hafi verið á samkomunni. „Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju,“ skrifar hann á Facebook. „Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir. Eins og lesa má í fréttum kom lögreglan og leysti samkomuna upp. Og réttilega. Þarna hafði of margt fólk safnast saman.

Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum.“

Algjör forsendubrestur fyrir ráðherra í ríkisstjórn

Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum sem hefur mikið skrifað um COVID-19 faraldurinn, fer hörðum orðum um samkomuna og framgöngu ráðherra í færslu á Facebook.

„Ég vil vera afdráttarlaus, skýr og ótvíræður hérna,“ skrifar hann. „1. Þessi samkoma var fáránlegt, skammarlegt brot á sóttvarnareglum. 2. Þessi samkoma gæti fræðilega hleypt af stað ofurdreifiviðburði COVID-19 hérlendis. Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla. Ég er ekki að ýkja hérna. 3. Skorturinn á sóttvörnum í þessari samkomu, sem var nú þegar að brjóta samkomutakmarkanir, lýsir fáránlegum dómgreindarbresti og virðingarleysi gagnvart alþjóð.“

„Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla. Ég er ekki að ýkja hérna“

Hann segir þá sem stóðu að samkomunni eiga að skammast sín. „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust. Fyrir þátttakendur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þetta algjör forsendubrestur. Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega hversu mikið dómgreindar- og virðingarleysi er hér á ferðinni.“

Brotið varðar 50 þúsund króna sekt

Almenn fjöldatakmörkun á samkomum er nú 10 manns, en heimilt er að sekta einstaklinga fyrir brot á sóttvarnarreglum samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra og fyrirmælum ríkissaksóknara. Sekt einstaklings sem sækir samkomu þar sem fjöldatakmörkun er ekki virt nemur 50 þúsund krónum.

Ekki kemur fram í færslu Bjarna hvort hann hafi verið með andlitsgrímu, en sekt einstaklings sem notar ekki andlitsgrímu ákvarðist eftir alvarleika brots og er á bilinu 10.000 til 100.000 krónur. Í dagbók lögreglunnar, þar sem tekið var fram að ráðherra hafi verið viðstaddur samkomuna, segir að enginn hafi verið með grímur. „Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár