Sérstakur frístundastyrkur fyrir efnalítil börn skilar sér ekki til þeirra
Aðeins hafa borist umsóknir fyrir níu prósent þeirra barna sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sökum fátæktar forelda þeirra. Foreldrar þurfa að greiða æfingagjöld og sækja um endurgreiðslu. Talsmenn fólks í fátækt segja fátækt fólk ekki hafa tök á því að reiða fram gjöldin og bíða endurgreiðslu.
FréttirCovid-19
1060
Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Rögnvaldur Ólafsson lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir skýrt að heimild sé til þess að ferðalangar megi dvelja eina nótt nálægt Keflavíkurflugvelli áður en þeir halda á dvalarstað í sóttkví.
FréttirCovid-19
11191
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
FréttirCovid-19
1628
Sjö alvarlegar tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun
Alls hefur verið tilkynnt um 57 tilvik þar sem grunur leikur á um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga við Covid-19. Tilkynnt hefur verið um sex andlát en ekkert hefur komið fram sem bendir til augljósra tengsla bólusetninga og tilvikanna.
FréttirCovid-19
2
Óréttlátt að frjáls félagasamtök fái ekki styrki eins og fyrirtæki
Efnahagsaðgerðir stjórnvalda nýtast ekki frjálsum félagasamtökum með sama hætti og hagnaðardrifnum fyrirtækjum að sögn framkvæmdastjóra Veraldarvina. Samtökin fengu 300 erlenda sjálfboðaliða í strandhreinsun í ár, en á meðalári eru þeir hátt í tvö þúsund.
FréttirCovid-19
1379
Íslendingar erlendis í „lockdown“: „Hér er önnur hver manneskja með magasár af ofdrykkju“
Mörg lönd Evrópu hafa hert reglur og jafnvel sett á útgöngubönn eftir hátíðarnar til að ná tökum á faraldrinum. Hönnuður í Berlín segist bjartsýn á að áætlanir um að allir fái bóluefni fyrir mitt ár gangi eftir.
FréttirCovid-19
98200
Fjórir hafa látist eftir að hafa fengið bóluefni en 18 látast að meðaltali í viku
Bólusetningarnar verða rannsakaðar vegna fjögurra andláta bólusettra. 18 einstaklingar látast hins vegar í hverri viku í hópnum sem fékk fyrst bóluefnið.
FréttirCovid-19
62349
Vara við mannamótum á áramótum: „Partý er bara partý“
Rögnvaldur Ólafsson biðlar til fólks um að hafa hópamyndun í lágmarki um áramótin og að sóttvarnarreglur verði ekki túlkaðar víðar en almannavarnir hafa gert ráð fyrir eins og gerðist í samkvæmi einu í Ásmundarsal á Þorláksmessu
FréttirCovid-19
39106
Fékk þau svör að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks fyndi lítinn stuðning við þingfund
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir þingflokksformenn Sjálstæðisflokksins og Vinstri grænna ólíklega til að taka undir þá kröfu að fram fari þingfundur um þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndunnar um áramót.
FréttirCovid-19
1971.582
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
FréttirAfleiðingar Covid-19
54
Áhyggjur Íslendinga aukast er líður á Covid-19 faraldurinn
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði, hefur kannað áhyggjur Íslendinga af Covid-19 faraldrinum frá því í byrjun apríl og samkvæmt hennar niðurstöðum aukast áhyggjur almennings er líður á faraldurinn þó svo að smitum fari fækkandi eftir tilvikum
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
112
Starfsmaður segir lítið hafa breyst eftir fyrra smitið á Landakoti
„Ég hef upplifað áfallastreitu,“ segir starfsmaður á Landakoti sem smitaðist af Covid. Hann segir lítið hafa breyst frá fyrra hópsmitinu þar til annað hópsmit kom upp í haust og varð sex sjúklingum að aldurtila.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.