Héraðsdómur sakfellir mótmælanda fyrir að óhlýðnast lögreglunni
Kári Orrason var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar. Kári og fjórir aðrir úr röðum No Borders voru handteknir þann 5. apríl 2019 við mótmæli í anddyri dómsmálaráðuneytisins eftir árangurslausar tilraunir til að fá fund með ráðherra.
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
Pistill
12113
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
3
FréttirSamherjamálið
792
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
4
FréttirCovid-19
11191
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
FréttirCovid-19
1255
Sérstakur frístundastyrkur fyrir efnalítil börn skilar sér ekki til þeirra
Aðeins hafa borist umsóknir fyrir níu prósent þeirra barna sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sökum fátæktar forelda þeirra. Foreldrar þurfa að greiða æfingagjöld og sækja um endurgreiðslu. Talsmenn fólks í fátækt segja fátækt fólk ekki hafa tök á því að reiða fram gjöldin og bíða endurgreiðslu.
6
Þrautir10 af öllu tagi
4371
270. spurningaþraut: Lögun landa og borgir tvær
Þraut, þessi síðan í gær. * Þessi þraut er öll um landafræði. Ég birti myndir af útlínum tíu landa sem þið eigið að þekkja. En aukaspurningarnar eru um borgir. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Í hvaða borg var þessi mynd tekin? En þá eru það aðalspurningarnar. 1. Hvaða land er hér fyrir neðan? ** 2. Hvaða...
7
Fréttir
527
Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Ágúst Ólafur Ágústsson mun ekki verða í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar í haust. Uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti en hann hafnaði því.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Sakfelldur fyrir að óhlýðnast lögregluHinn 22 ára Kári Orrason var sakfelldur fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og stöðva mótmæli sín í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Verjandi hans, Helgi Þorsteinsson, sagði að rétturinn til að mótmæla sé stjórnarskrásvarinn og að mótmælum fylgi ónæði.Mynd: Heiða Helgadóttir
Kári Orrason var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg í gær fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar á mótmælum í fyrra. Í dómsorðum er ekki fallist á sjónarmið um að mótmælendur hefðu verið að bíða eftir útskýringu á hvaða lögum þeir væru að brjóta með mótmælum sínum, né um stjórnarskrárvarinn rétt almennings til mótmæla.
Er Kára gert að borga sekt upp á 10.000 krónur auk málskostnaðar. Dómurinn gæti skapað fordæmi fyrir fullnægjandi ástæðu beitingu lögregluvalds og fært til skilning á meðalhófsreglu stjórnsýslu.
Mótmæltu til að fá fund með ráðherra
Eins og Stundin hefur fjallað um voru fimm aðgerðarsinnar úr röðum No Borders samtakanna handteknir föstudaginn 5. apríl 2019 í anddyri dómsmálaráðuneytisins. Samtökin berjast meðal annars fyrir réttindum hælisleitenda sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þessi föstudagur var fjórði dagur mótmæla við dómsmálaráðuneytið.
Ástæða mótmælanna var að krefjast fundar með þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, til að ræða bágar aðstæður fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi.
Mótmælin fóru fram eftir margra mánaða tilraunir mótmælendanna til að bóka fund með ráðherra og vekja athygli á málefninu. Mótmælin voru því að mati mótmælendanna örþrifaráð, en þau fóru fram á venjulegum opnunartíma ráðuneytisins og hindruðu ekki störf starfsfólksins að öðru leyti en með hávaða. Lögreglan hafði áður haft afskipti af slíkum mótmælum og tekist að leysa þau upp án þess að til kæmi til handtaka.
Lögreglu stóð vægari úrræði til boða
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjargötu 30. september síðastliðinn.
Kári sagði að hann hafi ekki brugðist við skipunum lögreglu samstundis, þar sem mikið hefði verið um kliður og óreiðu. Hann sagðist hafa verið að bíða eftir útskýringu á skipunum lögreglu og þýðingu á ensku fyrir þá sem skildu ekki íslensku, en hafi verið færður í handjárn áður en það gerðist.
„Lögreglan kemur inn, læsir hurðinni og stuttu síðar erum við handtekin,“ sagði hann fyrir dómi. Hann lýsti því hvernig lögreglan hafi verið fjölmennari en aðgerðarsinnar og staðið ógnandi yfir þeim. Hann sagðist ekki hafa gert sér í hugarlund að hann væri brotlegur, heldur hélt því fram að hann væri að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. „Það hvarflaði ekki að mér að ég væri að brjóta lög.“
Í vitnisburði stjórnanda lögreglu á vettvangi kom fram að „í þetta skiptið“ hefði verið ákveðið að handtaka mótmælendur. Meðalhófsregla stjórnsýslu segir að: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“
Verjandi Kára, Helgi Þorsteinsson, benti á að ekki aðeins hafi önnur úrræði eins og að rýma anddyrið staðið lögreglu til boða í þessu tilviki, heldur hafi þau virkað fyrr í sömu viku.
Í rökstuðningi í dómnum segir að Kári hafi átt að yfirgefa anddyri ráðuneytisins að fyrirmælum lögreglu.
„Ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn 19. gr. lögreglulaga með því að óhlýðnast fyrirmælum um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins eins og rakið er í ákæru. Í nefndri grein segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. Ekki er annað komið fram í málinu en anddyri ráðuneytisins sé staður sem öllum er heimilt að koma á á afgreiðslutíma og er því almannafæri í skilningi lagagreinarinnar. Þá er komið fram að á nefndum tíma safnaðist þar saman hópur fólks, þar á meðal ákærði, og var með háreysti vegna þess að það vildi ná fundi ráðherra. Lögreglumenn komu á vettvang og með framburði þeirra og játningu ákærða er sannað að þeir gáfu fólkinu, þar með töldum ákærða, fyrirmæli um að fara en ákærði hlýddi þeim ekki. Með fyrirmælum sínum voru lögreglumenn að halda uppi lögum og reglu á almannafæri og með því að hlýða ekki fyrirmælum þeirra braut ákærði gegn nefndri lagagrein. Hann verður því sakfelldur samkvæmt ákærunni og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis.“
Ekki tekin afstaða til réttarins til að mótmæla
19. grein lögreglulaga segir að: „Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“ Kári var sakfelldur fyrir að óhlýðnast þessum lögum. Ekki kemur hins vegar fram í dómsorði hvaða lögbrot handtakan á að hafa komið í veg fyrir.
Þrátt fyrir að bæði saksóknari og verjandi hafi báðir rætt í lokaorðum sínum um réttinn til að mótmæla og takmarkanir hans er hvergi minnst á hann í dómsorðum.
Í samtali við Stundina segist Kári ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann muni áfrýja dóminum.
Eins og komið hefur fram var Kári einn af fimm aðgerðarsinnum sem voru handteknir, en hinir bíða eftir aðalmeðferð máls síns.
Kári er því dæmdur til að greiða 10 þúsund krónur eða sæta fangelsisvist í tvo daga. Þess utan ber honum að greiða rúmlega hálfa milljón króna í lögfræðikostnað.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Myndband
46205
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
Pistill
12113
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
3
FréttirSamherjamálið
792
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
4
FréttirCovid-19
11191
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
FréttirCovid-19
1255
Sérstakur frístundastyrkur fyrir efnalítil börn skilar sér ekki til þeirra
Aðeins hafa borist umsóknir fyrir níu prósent þeirra barna sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sökum fátæktar forelda þeirra. Foreldrar þurfa að greiða æfingagjöld og sækja um endurgreiðslu. Talsmenn fólks í fátækt segja fátækt fólk ekki hafa tök á því að reiða fram gjöldin og bíða endurgreiðslu.
6
Þrautir10 af öllu tagi
4371
270. spurningaþraut: Lögun landa og borgir tvær
Þraut, þessi síðan í gær. * Þessi þraut er öll um landafræði. Ég birti myndir af útlínum tíu landa sem þið eigið að þekkja. En aukaspurningarnar eru um borgir. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Í hvaða borg var þessi mynd tekin? En þá eru það aðalspurningarnar. 1. Hvaða land er hér fyrir neðan? ** 2. Hvaða...
7
Fréttir
527
Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Ágúst Ólafur Ágústsson mun ekki verða í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar í haust. Uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti en hann hafnaði því.
Mest deilt
1
Fréttir
34241
Ísland styður ekki bann við kjarnorkuvopnum
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum verður fullgiltur á morgun. Ísland sniðgekk ráðstefnuna þar sem hann var saminn og skipar sér á bekk með kjarnorkuveldunum. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, vill að Ísland hafi kjark til að standa á eigin fótum og samþykki sáttmálann.
2
Myndband
46205
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
3
Fréttir
26199
Trump ei meir: Biden er forseti
Joe Biden er formlega orðinn forseti Bandaríkjanna. Donald Trump er kominn til Flórída. Biden mun snúa mörgum lykilákvörðunum Trumps strax á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar.
4
FréttirCovid-19
11191
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
Pistill
12113
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
6
FréttirSamherjamálið
792
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
7
Mynd dagsins
474
Tveir plús tveir eru fimm
Í svona árferði leggjast auðvitað nokkrar Lundabúðir á Laugaveginum á hliðina, en það kemur líka auðvitað eitthvað annað í staðinn - eins á og Laugavegi 48. Á föstudaginn opnaði þar nýtt gallerí, MUTT Gallery, með stórgóðri sýningu Úlfs Karlssonar (mynd) sem ber heitið: 2+2 = 5. Miðbærinn okkar er alltaf að breytast, er bestur þegar þar verður til áhugaverð blanda af menningu, veitingastöðum og fjölbreyttum verslunum sem gerir miðbæinn bæði lifandi og áhugaverðan fyrir gesti og gangandi.
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
51579
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
9325
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
Myndband
46205
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
4
FréttirSamherjaskjölin
48398
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
5
FréttirDauðans óvissa eykst
735
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
14
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
7
Fréttir
51306
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.206
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.899
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
51579
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
6
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
7
FréttirCovid-19
1971.582
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
Nýtt á Stundinni
Þrautir10 af öllu tagi
1
271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar
Landafræðiþrautin frá í gær. * Aukaspurning fyrri: Á myndinni hér að ofan má sjá (til vinstri) bandarískan forseta sem sat í embætti á stríðstímum. Lengi eftir hans dag virtu menn hann mikils fyrir hugmyndir hans um samvinnu þjóða eftir stríðið. Nú á seinni árum hefur hann fallið í áliti því kastljósinu hefur verið beint að því að hann var í...
Fréttir
34241
Ísland styður ekki bann við kjarnorkuvopnum
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum verður fullgiltur á morgun. Ísland sniðgekk ráðstefnuna þar sem hann var saminn og skipar sér á bekk með kjarnorkuveldunum. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, vill að Ísland hafi kjark til að standa á eigin fótum og samþykki sáttmálann.
Mynd dagsins
1
Tvö þúsund tonn af vatni
Það streymdu inn 500 lítrar á sekúndu af köldu vatni inn í byggingar Háskóla Íslands snemma í morgun, eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. Langmesta tjónið varð á Háskólatorgi og Gimli, þar sem rafmagn fór af öllu húsinu eftir að vatn flæddi upp í rafmagnstöflu hússins. Handritin á Árnastofnun eru óskemmd. Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir þessu mikla tjóni.
Myndband
46205
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
Þrautir10 af öllu tagi
4371
270. spurningaþraut: Lögun landa og borgir tvær
Þraut, þessi síðan í gær. * Þessi þraut er öll um landafræði. Ég birti myndir af útlínum tíu landa sem þið eigið að þekkja. En aukaspurningarnar eru um borgir. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Í hvaða borg var þessi mynd tekin? En þá eru það aðalspurningarnar. 1. Hvaða land er hér fyrir neðan? ** 2. Hvaða...
Fréttir
26199
Trump ei meir: Biden er forseti
Joe Biden er formlega orðinn forseti Bandaríkjanna. Donald Trump er kominn til Flórída. Biden mun snúa mörgum lykilákvörðunum Trumps strax á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar.
Mynd dagsins
258
Bóndi fyrir Bóndadaginn
Á fjár- og kúabúinu Butru búa bændurnir Ágúst Jensson og Oddný Steina Valsdóttir (mynd). „Það sem er brýnast nú fyrir bændur er að hér sé hægt að stunda landbúnað og hafa einhverjar tekjur af. Rauntekjur sauðfjárbænda hafa rýrnað um tugi prósenta á undanförnum árum. Það er líka mikilvægt að gera okkar góðu afurðir betur rekjanlegar,“ segir Oddný Steina, sem situr í stjórn Bændasamtakanna. Nú á föstudaginn er Bóndadagurinn. Til hamingju allir bændur, líka allir þeir sem eru á mölinni.
Fréttir
527
Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Ágúst Ólafur Ágústsson mun ekki verða í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar í haust. Uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti en hann hafnaði því.
FréttirSamherjamálið
792
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
Blogg
17
Símon Vestarr
Töffari kann að taka L-inu
Fyrir fjórum árum flaug mér fjarlægur möguleiki í hug í tengslum við innvígsludaginn í Ameríku. Ég sá fyrir mér hinn nýkjörna, nýfasíska auðkýfingsson stíga fram í pontu og halda ræðu sem væri eitthvað á þessa leið: Ég þakka öllum sem komu. Við alla sem buðu sig fram gegn mér vil ég segja: hvernig líst ykkur á mig núna?...
FréttirCovid-19
1255
Sérstakur frístundastyrkur fyrir efnalítil börn skilar sér ekki til þeirra
Aðeins hafa borist umsóknir fyrir níu prósent þeirra barna sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sökum fátæktar forelda þeirra. Foreldrar þurfa að greiða æfingagjöld og sækja um endurgreiðslu. Talsmenn fólks í fátækt segja fátækt fólk ekki hafa tök á því að reiða fram gjöldin og bíða endurgreiðslu.
Pistill
12113
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir