Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði

Stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal greindi frá því í morg­un að hluta­fjáraukn­ing í fé­lag­inu hefði geng­ið von­um fram­ar. Norskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag seldi sig út úr fyr­ir­tæk­inu með mikl­um hagn­aði. Svo virð­ist sem sama sag­an sé að end­ur­taka sig á Ís­landi og í Nor­egi á sín­um tíma þar sem ís­lenska rík­ið átt­ar sig ekki á mark­aðsvirði lax­eld­is­leyfa og gef­ur þessi gæði sem svo ganga kaup­um og söl­um fyr­ir met­fé.

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði
Stjórnvöld töldu ekki að laxeldisleyfin væru verðmæti Norska blaðakonan Kjersti Sandvik lýsir því í bók sinni um laxeldið í Noregi hvernig yfirvöld þar í landi töldu lengi vel að laxeldisleyfin í landinu hefðu ekki markaðsvirði. Þetta eru gæðin sem norsk fyrirtæki fjárfesta nú í dýrum dómum í Arnarlaxi. Mynd: Úr einkasafni

Norska fjárfestingarfélagið Pactum AS seldi hlutabréf í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi á Bíldudal fyrir tæplega 1.800 milljónir króna. Félagið seldi hlutabréfin á genginu 115 norskar krónur en keypti bréf í félaginu á genginu 10 árið 2016.

Þetta var sama ár og Arnarlax keypti rekstur laxeldisfyrirtækisins Fjarðalax og margfaldaði umsvif sín í laxeldi á Vestfjörðum. Arnarlax hefur nú yfir að ráða 25.200 tonn laxeldiskvóta á Vestfjörðum og hefur sótt um 15 þúsund tonna framleiðslukvóta til viðbótar. 

Fjárfesting félagsins í Arnarlaxi hefur því tífaldast á einungis fjórum árum þrátt fyrir að Arnarlax sé ennþá í uppbyggingarfasa sem fyrirtæki, hafi nær alltaf skilað tapi og aldrei greitt út arð til hluthafa sinna. 

 Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun á verðmati markaðarins á hlutabréfum í Arnarlaxi eru þau framleiðsluleyfi í laxeldi upp á rúmlega 25 þúsund tonn sem Arnarlax hefur tryggt sér á Íslandi á liðnum árum. Einnig möguleiki félagsins á enn frekari stækkun um 15.000 tonn á næstunni auk þeirrar uppbyggingar sem hluthafar félagsins, meðal annars Pactum, hafa staðið að með fjárfestingu í félaginu. 

Þegar hlutabréfaverðið var 10Hlutabréfaverðið í Arnarlaxi var 10 norskar krónur á hlut í lok árs 2016 en er nú 115 eftir hlutafjáraukningar og fjárfestingar í félaginu, sem og aukna eftirspurn eftir ódýrum laxeldisleyfum utan Noregs. Myndin er úr ársreikningi móðurfélags Arnarlax 2016.

Þessar upplýsingar um verð hlutabréfanna í Arnarlaxi  koma fram í ársreikningum norska móðurfélags Arnarlax árið 2016, árið sem Pactum AS kom inn í hluthafahóp Arnarlax, sem og í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í morgun frá stærsta hluthafa félagsins, Salmar As.  Móðurfélag Arnarlax heitir Icelandic Salmon AS en hét áður Arnarlax AS. 

Áttu hlut upp á 3,3 milljarða

Pactum AS hefur síðastliðin ár verið næst stærsti hluthafi Arnarlax með 6,8 prósenta hlut, einungis Salmar AS er stærri með 59,4 prósent. Pactum AS selur nú hins vegar milljón hluti í félaginu og heldur eftir tæplega 826 þúsund hlutum, minna en helmingi af því sem félagið átti fyrir. 

Fyrir söluna nú átti Pactum AS hlutabréf í Arnarlaxi fyrirt tæplega 210 milljónir norskra króna eða tæplega 3,3 milljarða króna miðað við að gengið á bréfunum sé 115 norskar krónur. 

Keyptu rúm 9 prósent

Í ársreikningi Arnarlax AS, sem í dag heitir Icelandic Salmon AS, árið 2016 kemur fram að Pactum AS hafi átt 9,2 prósenta hlut í félaginu það ár. Salmar átti þá 68,5 prósent hlut í félaginu. Þessi hlutur Pactum AS var metinn á rúmlega 15 milljónir norskra króna, tæplega 202 milljónir króna á gengi þessu tíma. 

Pactum hefur hagnast vel á ArnarlaxNorska fjárfestingarfélagið Pactum AS, þar sem Pål M. Reed er stjórnarformaður, hefur ávaxtað aur sinn vel í Arnarlaxi.

Síðan þá hafa vitanlega átt sér stað hlutafjáraukningar í Arnarlaxi, meðal annars 2,6 milljarða hlutafjárinnspýtingu árið 2018, sem hafa ýtt undir verðmæti hlutabréfanna og verðhækkun þeirra. Þessi mikla hækkun á hlutabréfaverðinu skýrist hins vegar fyrst og fremst af væntingum til Arnarlax og framtíðar þess, sem meðal annars má sjá á því að hlutabréfaverðið í fyrirtækinu hefur ríflega tvöfaldast á einu og hálfu ári.

Ástæðan fyrir þessu er að veruleg eftirspurn er eftir hlutabréfum í laxeldisfyrirtækjum sem ekki eru of dýr. Þetta er vegna þess að hlutabréfaverð laxeldisfyrirtækja í Noregi eru hátt verðlögð vegna þess að þar í landi átta menn sig á þeim verðmætum sem felast í þessum fyrirtækjum þar sem laxeldisleyfin ganga kaupum og sölum á háu verði og þau eru orðin að takmarkaðri auðlind. 

Norska ríkið skildi ekki að eldisleyfin væru markaðsvara

Þetta vita Norðmenn í dag en það tók þá tíma að átta sig á þeim gríðarlegu verðmætum sem felast í eldisleyfunum.

Þessi saga er rakin í bók norsku blaðakonunnar Kjersti Sandvik, Undir yfirborðinu, sem út kom í íslenskri þýðingu fyrr á árinu.

„Stjórnvöld höfðu um margra ára skeið haldið því fram laxeldisleyfin hefðu ekkert markaðsvirði í sjálfum sér“

Um þetta segir meðal annars í bókinni, þegar því er lýst að yfirvöld skildu þetta ekki til að byrja með þegar laxeldi í sjókvíum hófst af fullum krafti í Noregi á áttunda áratugnum: „Stjórnsýslan, sem átti að hafa eftirlit með fiskeldinu, var sammála þeim sem réðu för í ríkisstjórn. Norska Fiskistofan hélt því blákalt fram að viðskipti með eldisleyfi væri fyrirbæri sem þekktist ekki. Og á meðan stjórnvöld sátu þarna í afneitun með leppa fyrir augum þróaðist raunverulegur markaður fyrir fiskeldisleyfin. Um leið var grafið undan möguleikunum á að stýra atvinnuveginum með úthlutun eldisleyfa. Seinna meir, þegar stjórnvöld urðu hvort eð er að viðurkenna að menn væru farnir að braska með eldisleyfin fyrir geysiháar fjárhæðir, fóru þau að innheimta gjald fyrir útgefin leyfi sem rynni til ríkisins. Þegar ljóst varð að eldisleyfin voru gulls ígildi varð mjög brýnt að lögfesta skýrar reglur um það hverjir skyldu fá þann einstaka og eftirsótta rétt sem fólst í því að fá leyfi til að framleiða lax í norskum fjörðum. Það átti eftir að koma á daginn að mjög erfitt varð fyrir norsk stjórnvöld að höndla þessi mál með viðunandi hætti.“

Norðmenn áttuðu sig á því á endanum að laxeldisleyfin sem ríkið hafði að stóru leyti gefið lengi vel voru helstu eignir laxeldisfyrirtækjanna. Í kjölfarið, eftir því sem færri og færri ný leyfi voru gefin út, hóf norska ríkið að selja þessi takmörkuðu gæði til hæstbjóðenda á uppboðum og er þetta hátturinn sem hafður er á í dag þegar ríkuð gefur út ný leyfi. 

Ísland er hins vegar að feta í sömu fótspor og Norðmenn á sínum tíma þar sem ríkið gefur fyrirtækjum laxeldisleyfin og hluthafar þeirra geta svo selt þessi réttindi fyrir háar fjárhæðir og innleyst mikinn hagnað eins og Pactum AS gerir nú til dæmis þegar Arnarlax sækir sér nýa hluthafa og nýtt hlutafé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu