Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Í besta falli afbökun en í versta falli hrein lygi“

Hvorki lög­mað­ur né vin­ir Khedr-fjöl­skyld­unn­ar hafa náð í hana í síma í sól­ar­hring. Fjöl­skyld­an var að lík­ind­um flutt úr landi nauð­ug í morg­un. Lög­mað­ur seg­ir mál­flutn­ing full­trúa Út­lend­inga­stofn­un­ar lít­ilmann­leg­an í mál­inu. Lát­ið verð­ur reyna á brott­vís­un­ina fyr­ir dóm­stól­um.

„Í besta falli afbökun en í versta falli hrein lygi“
Að líkindum flutt úr landi Til stóð að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi í morgun en ekki hefur fengist stðafest hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra að það hafi verið gert. Mynd: Sema Erla Serdar

Hvorki lögmaður né vinir Khedr-fjölskyldunnar egypsku hafa náð sambandi við hana allt frá því í gær. Svo virðist sem slökkt hafi verið á símum fjölskyldumeðlima frá því í gærmorgun hið minnsta. Því vita hvorki Magnús D. Norðdal lögmaður né vinir og stuðningsfólk fjölskyldunnar hvað á daga þeirra hefur drifið síðasta sólarhring. Til stóð að flytja fjölskylduna nauðuga úr landi í morgun og fljúga henni til Amsterdam og þaðan til Kaíró. Ekki náðist í fulltrúa stoðdeildar ríkislögreglustjóra við vinnslu fréttarinnar til að staðfesta að það hefði verið gert.

Icelandair flaug til Amsterdam í morgun og fór vélin í loftið klukkan 7:31. Magnús segist ekki þekkja málavexti en gerir ráð fyrir að Khedr-fjölskyldan hafi verið flutt um borð og sé í loftinu á þessari stundu. „Að því marki sem mér eru aðgerðir lögreglu kunnugar stóð til að sækja þau klukkan hálf sex í morgun, fara með þau út á Keflavíkurflugvöll, fljúga með þau til Amsterdam og þaðan til Kaíró.“

Magnús gagnrýnir fullyrðingar Þorsteins Gunnarssonar, sviðsstjóra hjá Útlendingastofnun, í Kastljósi í gær harðlega. Þorsteinn hélt því þar fram að ástæður þess að fjölskyldan hefði ekki verið flutt úr landi fyrr en nú hafi verið sú að vegabréf tveggja elstu barnanna, Rewidu og Abdalla, hafi runnið út og foreldrarnir ekki verið viljugir til að sækja um framlengingu þeirra. Því hafi íslensk yfirvöld þurft að sækja um ný vegabréf hjá egypskum yfirvöldum og það hafi tekið marga mánuði.

„Flóttafólk tekur ekki í gikkinn og fer sjálft úr landi, það er bara ekki þannig“

„Hann skellir skuldinni á fjölskylduna, hún hafi tafið málið og það sé ekkert við yfirvöld að sakast. Að kenna fjölskyldunni um þessar tafir er lítilmannlegt. Flóttafólk tekur ekki í gikkinn og fer sjálft úr landi, það er bara ekki þannig,“ segir Magnús.

Segir framgöngu yfirvalda skammarlega

Tvö vegabréf barnanna runnu út 28. janúar, sem fyrr segir, en fram að því var öll fjölskyldan með gild vegabréf. „Úrskurður kærunefndar útlendingamála var hins vegar kveðinn upp 14. nóvember á síðasta ári og birtur fjölskyldunni 18. nóvember. Þau höfðu þá 30 daga til að yfirgefa landið á eigin vegum og þeir 30 dagar voru liðnir 18. desember. Frá 18. desember til 28. janúar er fjölskyldan með gild ferðaskilríki. Það eru 48 dagar. Útlendingastofnun hugðist hins vegar senda þau úr landi í febrúar. Af hverju var fjölskyldan ekki flutt úr landi á þessum tæpu fimmtíu dögum þegar ferðaskilríki þeirra voru gild. Ekki getur það hafa verið vegna Covid-19 faraldursins sem ekki var orðinn að heimsfaraldri þá. Þessi málflutningur fulltrúa Útlendingastofnunar er í besta falli afbökun en í versta falli hrein lygi,“ segir Magnús

Enn er eftir að fá svar kærunefndar útlendingamála við tveimur kröfum í máli fjölskyldunnar. Nefndin hafnaði í gær frestun á réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar. Magnús segir að látið verði reyna á málið fyrir dómstólum og hann vonist til þess að Khedr-fjölskyldan geti snúið til baka til Íslands. Langan tíma getur þó tekið að reka málið fyrir dómi, ekki nema að flýtimeðferð verði samþykkt en þá gæti mögulega verið hægt að klára dómsmál á mánuði. „Við munum láta reyna á þessa málsmeðferð í heild sinni, frá a til ö, og þar höfum við aldeilis úr ýmsu að moða. Það verður krafist ógildingar á úrskurði Útlendingastofnunar og öllum úrskurðum kærunefndar, þeim sem hafa fallið og þeim sem enn er beðið eftir verði þeir fjölskyldunni í óhag. Þetta er ótrúlega sorglegt og framganga yfirvalda skammarleg.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
7
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár