Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.

Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
Bruninn mannskæði 73 einstaklingar eru skráðir til heimilis á Bræðraborgarstíg 1. Mynd: Davíð Þór

Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg 1 hefur skekið þjóðina og varpað fram flóknum og erfiðum spurningum um ábyrgð; hvað hún merkir, hvar hún liggur og hvers eðlis hún er. Upplýsingastjóri Reykjavíkur þvertekur fyrir að borgin beri nokkra ábyrgð gagnvart leigjendum hússins og segir spurningar þess efnis fráleitar. Velferðarsvið hefur hins vegar leitast við að aðstoða þá einstaklinga sem bjuggu í húsinu. Fjöldi aðila og stofnanna hafa komið að aðdraganda og eftirköstum málsins á einn eða annan hátt og ljóst er að bresti má finna á kerfinu. 

Ítrekaðar kvartanir hafa borist eftirlitsaðilum vegna húsnæðisins og varað hefur verið við hættu á eldsvoða. Eigandi hússins hafði þar að auki fengið synjun frá slökkviliði við umsókn á gistileyfi fyrir húsnæðið á grundvelli eldhættu. Eigandinn á jafnframt fimm aðrar eignir í gegnum félagið HD verk ehf., meðal annars Bræðraborgarstíg 3 sem einnig er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Unga par­ið sem lést í brun­an­um var að safna fyr­ir brúð­kaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár