Svanur Heiðar Hauksson hefur síðustu fjörutíu ár verið kvalinn hvern einasta dag eftir að hann féll fram af húsþaki. Flest sem gat brotnað í líkama hans brotnaði og við tók áralöng dvöl á sjúkrahúsum. Þegar hann komst á fætur leitaði hann á náðir áfengis til að milda kvalirnar en eftir áralanga drykkju tókst honum loks að losna undan áfengisbölinu. Hann veitir nú öldruðu fólki með vímuefnavanda aðstoð og segist ætla að sinna því meðan hann „heldur heilsu“.
Fréttir
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
FréttirCovid-19
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg
Átak Reykjavíkurborgar gegn hættulegu húsnæði dugi ekki til
Til að koma í veg fyrir atvik eins og brunann á Bræðraborgarstíg þarf lagabreytingar að mati borgarinnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins segir borgaryfirvöld varpa frá sér ábyrgð.
Fréttir
Samfélagslegur kostnaður vegna slysa í umferðinni 73 milljarðar
Reykjavík hefur sett sér stefnu um að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðinni, þó það þýði meiri tafir í umferðinni. Borgarfulltrúi segir að ábyrgðin í íslenskri umferðarmenningu sé á þolandanum, „barninu sem hljóp yfir götuna“.
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg
Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
Byggingarfulltrúa Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst viðvörun um brunahættu á Bræðrarborgarstíg 1 í apríl fyrir ári. Hvorug stofnunin brást við varúðarorðum bréfsins þar sem það kom ekki frá íbúa eða húseiganda, en húsið brann til kaldra kola í júní.
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
Um ábyrgð eftir brunann í Vesturbæ Reykjavíkur benda mismunandi aðilar innan borgaryfirvalda hver á annan. Upplýsingastjóri segir borgina ekki bera neina ábyrgð gagnvart leigjendum íbúðarinnar, en velferðarsvið segir þvert á móti að borgin beri ríkar skyldur til að aðstoða þá.
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg
Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu
Leigjendur á Bræðraborgarstíg 1, sem er brunarústir eftir eldsvoða, hafa fengið rukkun vegna leigu í júlí. Einn íbúinn leitaði ráðgjafar vegna innheimtusímtals. Magdalena Kwiatkowska, starfsmaður Eflingar, segir að unga parið sem lést í brunanum hafi verið að safna peningum fyrir brúðkaupi sínu.
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg
Slökkviliðssjóri lýsir brunanum á Bræðraborgarstíg
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að slökkviliðið hafi áður fengið umsókn fyrir rekstur gistiheimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg 1, en veitti neikvæða umsögn. Þrír hafa látið lífið og tveir eru á spítala eftir að húsið brann. Jón Viðar var á vettvangi og segir að slökkviliðsmenn munu fá félagsstuðning vegna upplifunar við björgunarstörfin.
Fréttir
Eldsneyti lak úr Icelandair-vélinni
Eldsneyti lak úr flugvél Icelandair, sem brotlenti í síðustu viku. Óvíst er hvort lekinn varð áður en vélin brotlenti eða eftir lendinguna. Ekki liggur fyrir hvort eld- eða sprengihætta skapaðist af lekanum.
Greining
Ólánssaga úkraínskra flugvéla
Flugvélar frá og yfir Úkraínu hafa reglulega lent í vanda. Milliríkjadeilur eiga stundum sök.
Fréttir
„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
Sólrún Alda og Rahmon berjast fyrir lífi sínu eftir eldsvoða í Hlíðunum. Fjölskyldur þeirra beggja standa sem klettar við bak þeirra. Þau vilja brýna fyrir fólki að gæta að heimilum sínum í tengslum við eldhættu.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.