Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
Hafa byggt upp hótelfyrirtæki Hreiðar Már Sigurðsson og fjölskylda hafa á síðustu árum byggt upp hótelfyrirtækið Gistiver sem telur sjö gisistaði víða um land. Þekktast er Hótel Búðir og ION Hotel. Þetta fyrirtæki nýtir hlutabótaleiðina. Mynd: MBL / Kristinn Ingvarsson

Hótelkeðjan Gistiver, sem er í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar og eiginkonu hans Önnu Lísu Sigurjónsdóttur, nýtir hlutabótaleiðina svokölluðu í COVID-19 faraldrinum. Stærsti hluthafi Gistivers er eignarhaldsfélagið Hólmsver ehf. með tæplega 80 prósenta hlut en eiginkona Hreiðars Más á rúm 20 prósent. Sonur Hreiðars og Önnur Lísu, Arnór Hreiðarsson, er framkvæmdastjóri Gistivers. 

Nafn fyrirtækisins kemur fram á lista Vinnumálastofnunar yfir fyrirtækin sem nýta eða nýttu hlutabótaleiðina. 

Gistiver á og rekur sjö hótel og gistiheimili víða um land, að fullu leyti eða að hluta, meðal annars í Stykkishólmi, Reykjanesbæ, á Búðum og í Reykjavík. Meðal hótela félagsins eru Hótel Egilsen á Stykkishólmi, Hótel Berg í Reykjanesbæ og ION Hotel á Nesjavallasvæðinu. Nöfn ION Hotel og Hótel Búða eru einnig á lista Vinnumálastofnunar notuðu einnig hlutabótaleiðina en þau eru rekin á sér kennitölum þó Gistiver ehf. eigi hlut í þeim.  Þannig má segja að þrjú fyrirtæki innan samstæðu Gistivers ehf. hafi nýtt sér hlutabótaleiðina. 

Hreiðar Már Sigurðsson var bankastjóri Kaupþings fyrir hrunið 2008. Eftir hrunið hefur hann haslað sér völl sem fjárfestir, sérstaklega í ferðamannageiranum. 

„Það fór bara allt í skrúfuna“

Í samtali við Stundina segir Anna Gréta Hafsteinsdóttir, hótelstjóri á Hótel Bergi einu af hótelum Gistivers, að COVID-19 hafi haft hörmulegar afleiðingar fyrir hótelið.  „Það fór bara allt í skrúfuna. Það er svo einfalt. Í stuttu máli voru eiginlega allir okkar kúnnar erlendis frá,“ segir Anna Gréta aðspurð um notkun hótelsins á hlutabótaleiðinni en þetta er sama sagan og með nær öll hótel á Íslandi í kjölfarið á útbreiðslu COVID-19. 

Eins og Stundin hefur fjallað voru ekki sett nein skilyrði í löggjöf um aðgerðir til að aðstoða fyrirtæki vegna afleiðinga COVID-19  fyrirtækin sem það gera nýti sér ekki skattaskjól eða lágskattasvæði. Þetta átti bæði um brúarlán, lokunarstyrki og eins hlutabótaleiðina. Oddný Harðardóttir, þigkona Samfylkingarinnar, reyndi hins vegar að fá frumvarpinu um COVID-aðstoðina breytt þess efnis að notkun á lágskattasvæðum og skattaskjólum myndi útiloka stuðning frá ríkinu.  Þessi breytingatillaga rataði ekki inn í lögin. 

Fjármögnun frá Tortóla

Eins og Stundin fjallaði um í febrúar 2019 var eignarhaldið á Gistiveri ehf. í gegnum sjóð hjá Sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni sem heitir  Stefnir - Icelandic Travel Service Fund I. Eigandi þessa sjóðs var fyrirtækið Vinson Capital S.á.r.l. í Lúxemborg sem er í eigu Önnu Lísu Sigurjónsdóttur. Nánar tiltekið átti þessi sjóður í stýringu Stefnis félagið Hólmsver ehf. sem svo átti nærri 80 prósent í Gistiveri.

Þetta félag tók við rúmlega 310 milljóna króna eignum frá Tortólu í lok árs 2017. Tortólufélagið heitir Fultech S.á.r.l. og átti eignir upp á rúmlega 2,5 milljónir evra. 

Þetta er ekki eina Tortólufélagið sem Hreiðar Már Sigurðsson hefur tengsl við. Í Panamaskjölunum komu meðal annars fram upplýsingar um félagið Robinson Associates sem Hreiðar Már færði yfir á nafn konu sinnar og eiginkonu Sigurðar Einarssonar eftir að hann hlaut dóm í Al Thani-málinu svokallaða. 

„Þessir safnreikningar eru þannig að við sjáum ekki hverjir viðskiptavinir erlendra fjárfesta sem fjárfesta hjá okkur eru“

Félagið var í árslok 2017 sameinað Vinson Capital S.á.r.l. Í Lúxemborg með áðurnefndum eignatilfærslum og var þannig hægt að koma umræddum eignum frá Tortólu og til Lúxemborgar. Félagið í Lúxemborg átti umræddar eignir í ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum þennan sjóð Stefnis. 

Eins og þáverandi framkvæmdastjóri Stefnis, Flóki Halldórsson, sagði við Stundina í febrúar 2019 vissi Stefnir ekki hvaða fjárfestar væru á bak við þennan sjóð. Sjóðurinn var stofnaður í gegnum safnreikning í  lúxemborgíska bankanum Banque Havilland, arftaka Kaupþings í Lúxemborg, á sínum tíma „Þessir safnreikningar eru þannig að við sjáum ekki hverjir viðskiptavinir erlendra fjárfesta sem fjárfesta hjá okkur eru. Við göngum bara úr skugga um að um sé að ræða fagfjárfesta og gerum ráð fyrir að erlenda fjármálafyrirtækið hafi staðfest þá sem fagfjárfesta […] Við áttum einn mann í fjárfestingarráði sjóðsins og Banque Havilland átti tvo að mig minnir en þetta fjárfestingarráð hefur ekki hist í mörg ár,“ sagði Flóki. 

Sjóðsstýringarfyrirtækið sem hýsti sjóðinn og heimilaði fjárfestingar eigenda hans og var í forsvari fyrir þær vissi þar af leiðandi ekkert hver átti sjóðinn eða hvaðan fjármagn hans kom. 

Sjóði Stefnis hefur verið slitið

Stundin greindi frá því í október í fyrra að Stefnir væri á „á lokametrunum“ í því að slíta umræddum sjóði. Í slíkum tifellum þá eignast eigendur hlutdeildarskírteina, hluthafarnir, í sjóðnum eignirnar sem sjóðurinn á. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er búið að ganga frá slitum sjóðsins. Sjóðurinn tengist Stefni því ekki lengur. Nafn sjóðsins kemur ekki lengur fram á yfirlitinu á heimasíðu Stefnis yfir þá sjóði sem félagið stýrir. Nafn sjóðsins kemur heldur ekki lengur fram á fram á yfirliti Fjármálaeftirlitsins um fagfjárfestasjóði.

Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Vinson Capital S.á.r.l. í Lúexemborg átti félagið eignir upp á 2.7 milljónir evra í árslok 2018, tæplega 420 milljónir króna . Meðal eigna var „meira en 20 prósent“ í áðurnefndum sjóði á Íslandi sem átti meirihluta í Gistiveri. 

Þetta þýðir þá að eigendur sjóðsins, fyrirtækið Vinson Capital Sárl. í Lúxemborg, sem meðal annars tók við eignum frá Tortólufélaginu Fulltech árið 2017, er nú milliliðalaus eigandi eigna sem sjóðurinn átti áður. Meðal þessara eigna er eignarhaldsfélagið Hólmsver ehf. sem á Gistiver ehf. sem nýtti sér hlutabótaleiðina.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
4
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
7
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár