Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Utanríkisráðherra er eini ráðherrann sem hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umræðna um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19. Fjölskylda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á einnig ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda vegna Covid-19.
GreiningHlutabótaleiðin
Ísland setur engin skilyrði um bann við skattaskjólum til að fá ríkisaðstoð vegna COVID
Nágrannaríki Íslands eins og Danmörk og Svíþjóð hafa sett skilyrði sem banna fyrirtækjum sem nýta sér skattaskjól að fá ríkisaðstoð vegna COVID. Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að setja ætti slík skilyrði en Alþingi hefur ekki tekið undir þetta.
FréttirHlutabótaleiðin
Ríkisendurskoðun: Fyrirtæki nýttu sér hlutabótaleiðina án þess að þurfa það
Tryggja þarf virkt eftirlit með framkvæmd hlutabótaleiðar ríkisstjórnarinnar nú þegar að mati Ríkisendurskoðunar. Athygli vekur að opinberir aðilar og sveitarfélög hafa nýtt sér leiðina þvert á vilja löggjafans.
FréttirHlutabótaleiðin
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
Matvælafyrirtækiið Mata, sem er eígu eignarhaldsfélagsfélags á lágskattasvæðinu Möltu sem sagt er hafa öll einkenni skattaskjóls, setti 20 starfsmenn á hlutabótaleiðina. Framkvæmdastjórinn, Eggert Árni Gíslason vill ekki ræða um eignarhaldið á Möltu en segir að engin skilyrði vegna eignarhalds hafi verið á notkun hlutabótaleiðarinnar.
Tekjur röntgenlæknafyrirtækisins Íslenskrar myndgreiningar drógust nær alveg saman í apríl í miðjum COVID-19 faraldrinum. Framkvæmdastjórinn segir að tekjufall og flutningar hafi gert það að verkum að félagið hafi neyðst til að fara hlutabótaleiðina. Fyrirtækið hefur verið ofarlega á lista yfir arðsömustu fyrirtæki landsins hjá Credit Info.
FréttirHlutabótaleiðin
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
Hótelkeðjan Gistiver ehf. nýtir hlutabótaleiðina eins og mörg önnur hótel á Íslandi hafa gert í kjölfar COVID-19. Hreiðar Már Sigurðsson og Anna Lísa Sigurjónsdóttir eiga hótelkeðjuna og var hún fjármögnuð í gegnum Lúxemborg og Tortóla. Sjóður Stefnis hýsti eignarhaldið en þessum sjóði hefur nú verið slitið.
FréttirHlutabótaleiðin
Öryggismiðstöðin setti 130 manns á hlutabætur: 211 milljóna hagnaður árið 2018 og 200 milljóna arðgreiðslur 2017
Þrír fjórðu hlutar starfsmanna sem settir voru á hlutabætur störfuðu við flugverndarþjónustu í Keflavík. Um 30 manns unnu á öðrum sviðum fyrirtækisins. Hagnaður fyrirtækisins er talinn í hundruðum milljóna síðustu ár.
FréttirHlutabótaleiðin
Sænsk stjórnvöld neita líka að afhenda lista með nöfnum fyrirtækja sem nota hlutabótaleiðina
Vinnumálastofnun Svíþjóðar, Tillväxtverket, neitar að afhenda lista með nöfnum fyrirtækja sem farið hafa hlutabótaleiðina. Vinnumálastofnun Íslands komst að sömu niðurstöðu.
Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga nýtti hlutabótaleiðina en velur nú að endurgreiða 17 milljónir króna.
FréttirHlutabótaleiðin
66 gráður norður notar hlutabótaleiðina: Eignarhaldið í gegnum skattaskjól
Fataframleiðandinn 66 gráður norður notar hlutabótaleiðina til að bregðast við neikvæðum aflleiðingum COVID-19. Eignarhald félagsins er í gegnum Lúxemborg, Holland og Hong Kong þar sem skattahagræði er verulegt.
FréttirHlutabótaleiðin
Capacent nýtir hlutabótaleið – Heimild stjórnar þarf til að tjá sig um málið
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent, segir að hann vilji fullvissa sig um að honum sé heimilt að svara spurningum um notkun fyrirtækisins á hlutabótaleiðinni.
FréttirHlutabótaleiðin
Á meðan eitt fyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga nýtti hlutabótaleiðina vill annað bætur fyrir kvóta
Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga setti starfsmenn á hlutabætur í síðasta mánuði. Eiginfjárstaða kaupfélagsins er 35 milljarðar og á félagið eina stærstu útgerð landsins.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.