Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ísland setur engin skilyrði um bann við skattaskjólum til að fá ríkisaðstoð vegna COVID

Ná­granna­ríki Ís­lands eins og Dan­mörk og Sví­þjóð hafa sett skil­yrði sem banna fyr­ir­tækj­um sem nýta sér skatta­skjól að fá rík­is­að­stoð vegna COVID. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, hef­ur bent á að setja ætti slík skil­yrði en Al­þingi hef­ur ekki tek­ið und­ir þetta.

Ísland setur engin skilyrði um bann við skattaskjólum til að fá ríkisaðstoð vegna COVID
Bjarni flutningsmaðurinn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur verið flutningsmaður lagarumvarpanna vegna COVId-19, nú síðast vegna greiðslu á launum á uppsagnarfresti. Ráðherrann hefur ekki sett skilyrði um skattaskjól í þessi frumvörp og þau hafa heldur ekki ratað inn í meðferðum Alþingis. Mynd: Geiri Pix / Pressphotos.biz

Alþingi Íslendinga hefur ekki sett nein skilyrði í lagasetningu um fjárhagslegan stuðning vegna COVID-19 um að fyrirtæki í skattaskjólum eða á lágskattasvæðum geti ekki fengið slíka fjárhagsaðstoð.  Þetta hefur, hingað til, ekki verið gert í neinu lagafrumvarpi vegna afleiðinga COVID-19. 

Slík skilyrði hafa verið innleidd í mörgum Evrópulöndum, meðal annars nágrannalöndunum Danmörku og Svíþjóð, sem og í Frakklandi og Póllandi.  

Nú er Ísland vissulega fámennarara en þessi ríki og því má ætla að ekki séu eins mörg dæmi um notkun fyrirtækja á skattaskjólum.

Hins vegar þá eru ekki nema örfá ár síðan að Panamaskjölin svokölluðu sýndu fram á hlutfallslega mikla notkun Íslendinga á félögum í skattaskjólum í gegnum lögmannsstofuna Mossack Fonseca í Panama. Fjöldi félaga sem íslenskir aðilar áttu var jafnvel í sumum tilfellum meiri en fjöldi félaga frá ríkjum með íbúafjölda upp á fleiri milljónir. TIl að mynda voru um 600 félög tengd Íslendingum í viðskiptum við Mossack Fonseca á meðan þar var að finna 600 félög með tengsl við Svía þrátt fyrir að Svíþjóð sé 30 sinnum fjölmennara en Ísland. 

Gagnrýnt að skilyrðið útiloki of fáa

Í Danmörku hefur þetta skilyrði til dæmis útilokað 19 fyrirtæki frá því að njóta fjárhagslegs stuðnings ríkisins vegna afleiðinga COVID-19.

Þar í landi hefur verið bent á að skilgreining danskra yfirvalda á skattaskjólum gangi ekki nægilega langt og að þar með sé þetta skilyrði laganna að vissu leyti upp á punt þar sem það útiloki einungis 19 fyrirtæki frá ríkisaðstoðinni. 

„Þetta er klárt skilyrði að fyrirtæki mega ekki nota skattaskjól ef þau ætla að fá að njóta þeirrar aðstoðar sem ríkið hefur upp á bjóða í kórónakrísunni“

Ástæðan er sú að Danmörk ákvað að einungis dönsk fyrirtæki sem eru í beinni eigu fyrirtækja í skattaskjólum sem eru á svarta lista Evrópusambandsins geti verið útilokuð frá ríkisaðstoðinni. Óbeint eignarhald, í gegnum röð félaga, útilokar því ekki dönsk fyrirtæki frá því að njóta ríkisstuðningsins og beint eða óbeint eignarhald í lágskattaríkjum eins og Kýpur, Möltu eða Lúxemborg ekki heldur. 

En eftir sem áður er Danmörk með einhver slík skilyrði um notkun skattaskjóla í COVID-19 löggjöf sinni um fjárhagsaðstoð til fyrirtækja sem Ísland er til dæmis ekki með. 

Hefur vakið athygliSú staðreynd að Danmörk var eitt fyrsta landið til að banna fyrirtækjum sem vilja nýt sér fjárstuðning vegna COVID-19 vakti mikla athygli. Mette Fredriksen er forsætisráðherra Danmerkur.

Um þetta hefur talsmaður danskra sósíaldemókrata í skattamálum, Troels Ravn, sagt: „Þetta er klárt skilyrði að fyrirtæki mega ekki nota skattaskjól ef þau ætla að fá að njóta þeirrar aðstoðar sem ríkið hefur upp á bjóða í kórónakrísunni. Þessi ríkisstjórn hefur, ef einhver hefur gert það, tekið skýra afstöðu gegn þeim sem reyna að komast hjá greiðslu skatta.“

Danskir fjölmiðlar hafa hins vegar fjallað um fyrirtæki eins og flugvélamatarfyrirtækið Gate Gourmet sem hefur fengið 42 milljónir danskra króna í hlutabætur. Endanlegur eigandi félagsins er í skattaskjólinu Cayman-eyjum en þar sem eignarhaldið er í gegnum röð eignarhaldsfélaga í Lúxemborg og Sviss þá á skilyrðið í dönsku lögunum ekki við þetta fyrirtæki. Fyrirtækið í Danmörku þarf að vera í beinni eigu fyrirtækisins í skattaskjólinu til að skilyrðið eigi við um það. 

Ekki tekið tillit til hugmynda Indriða

Síðast í fyrradag skilaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis frá sér breytingartillögu vegna lagsetningar um greiðslu ríkisins á hluta launa starfsmanna sem fyrirtæki hafa sagt vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19.

Indriði Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, sendi nefndinni umsögn þar sem hann kom með tvær ólíkar útfærslur á því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fyrirtæki á lágskattasvæðum nýttu sér stuðninginn.  Með lágskattasvæðum átti Indriði við svæði þar sem greiddur tekjuskattur er minna en 2/3 hlutar sambærilegs skatts á Íslandi. 

Samkvæmt annarri hugmynd Indriða áttu „tengsl við lágskattasvæði ein sér“ að geta útilokað fyrirtæki frá því að geta nýtt sér stuðninginn: „Tillaga A felur í sér að tengsl við lágskattasvæði ein sér, þ.e. að hafa búið til möguleika á tekjuflutningi þangað, nægi til þess að útiloka viðkomandi aðila frá stuðningi með fé úr sjóðum almennings sem þeir hafa sýnt að þeir vilji ekki greiða sinn hluta til,“ eins og segir í erindi Indriða. 

Hin hugmynd Indriða var að fyrirtæki þyrfti að sýna fram á að það hefði ekki haft tengsl við fyrirtæki á lágskattasvæðum í þrjú ár. „Tillaga B er frábrugðin að því leyti að með henni er gengið skemmra. Í henni er miðað við að til þess að öðlast rétt skv. lögunum þurfi að liggja fyrir að viðkomandi félag hér á landi eða raunverulegur eignandi þess hafi ekki átt í fjárhagslegum samskiptum við aðila sem staðsettur er á lágskattasvæði síðast liðin þrjú ár. Formleg en óvirk tengsl af þessum toga hafi því ekki áhrif á rétt hans,“ sagði í tillögu Indriða. 

Efnahags- og viðskiptanefnd tók ekki tillit til þessarar tilllögu og eru engin slík skilyrði um að notkun lágskattasvæða eða skattaskjóla komi í veg fyrir að fyrirtæki geti nýtt sér þessa ríkisaðstoð á tímum COVID-19.  Þá var, eins og liggur auðvitað ljóst fyrir sökum þess að Indriði sendi þessa umsögn inn til að byrja, engin slíkt skilyrði um lágskattasvæði eða skattaskjól í upphaflegu frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. 

Mörg fyrirtæki með tengsl við lágskattasvæði

Þetta gerist samtímis og listi Vinnumálastofnunar og skýrsla Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina eru birt og í umræðunni. Í þeim gögnum koma fram nöfn þeirra fyrirtækja á Íslandi sem notað hafa hlutabótaleiðina á síðustu á mánuðum. 

Mörg þessara fyrirtækja eru með eignarhald á lágskattasvæðum og eða nota fyrirtæki á slíkum svæðum með einum eða öðrum hætti í starfsemi sinni. Líklegt má telja að mörg þeirra fyrirtækja sem ákváðu að nýta sér hlutabótaleiðina muni einnig nýta sér úrræði ríkisins um að það greiði hluta launa starfsmanna þeirra á uppsagnarfresti ef þeim verður sagt upp. 

Sem dæmi um fyrirtæki sem eru með beinu eða óbeinu eignarhaldi í skattaskjólum eða á lágskattasvæðum sem nýttu hlutabótaleiðina má nefna Sjóklæðagerðina, 66 gráður norður; matvælafyrirtækið Mata hf.; flutningafyrirtækið Samskip og hótelfyrirtækið Gistiver.

Þá nota fyrirtæki eins og til dæmis flugfélagið Air Atlanta félög á lágskattasvæðum eins og Möltu til að greiða laun starfsmanna sinna út í heimi jafnvel þó eignarhald félagsins sé alfarið á Íslandi. 

Ef ríkisvaldið leyfir það eru öll fyrirtæki í rétti

Eins og fjallað hefur verið um í Stundinni í nokkrum fréttum þá voru ekki sett inn nein ákvæði um skattaskjól í lögum um hlutabótaleiðina, stuðnings- eða brúarlán, nú eða nú síðast í lögin um þáttöku ríkisins í greiðslu launa á uppsagnarfresti. 

Þegar Stundin ræddi við framkvæmdastjóra matvælafyrirtækisins Mata, Eggert Árna Gíslason, og spurði hann hver væri endanlegur eigandi Möltufélagsins Coldrock Investments Limited á Möltu, sem aftur er í eigu annars félags á Möltu sem heitir HEGG, sagði hann að hann ætlaði ekki að ræða það:  „Ég kýs bara að tjá mig ekki um þessi mál. Mér finnst ég ekki hafa neina ástæðu til að tjá um þetta. Ef það hefði legið fyrir í byrjun að hafa einhverjar takmarkanir á því hverjir mættu nýta hlutabótaleiðina þá hefði ég bara sætt mig við það. En ég ætla ekki að fara í einhverja umræðu í baksýnisspeglinum um þetta.“  

Eins og Eggert bendir á var Mata hf. í fullum rétti til að nota hlutabótaleiðina af því engin skilyrði um eignarhald á lágskattasvæðum eins og Möltu höfðu verið sett inn í lögin. Mata hf. fylgdi því einfaldlega gildandi reglum og lögum. 

Sömu sögu má segja um önnur fyrirtæki sem eru í eigu félaga á lágskattasvæðum. Með því að setja engin skilyrði í lagasetninguna um fjárhagsaðstoðina vegna COVID-19 er meirihlutinn á Alþingi að leggja blessun sína yfir möguleikann á því að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning úr ríkissjóði.

Flutningsmenn frumvarpanna um COVID-19 stuðninginn er með þessu ekki að taka undir þær forsendur sem Indriði Þorláksson, til dæmis, byggir sína gagnrýni á skort á skilyrðum um bann við notkun skattaskjóla á.

„Skattaskjól sem slík eigi því að útiloka frá samskiptum á við önnur ríki og alþjóðasamfélagið“

Eins og Indriði orðaði það í umsögn sinni um frumvarpið um greiðslur ríkisins á launum á uppsagnarfresti vegna COVID-19:  Þá hefur sú skoðun „verið hefur að styrkjast í fjölþjóðlegu samstarfi, að skattaskjól séu sem slík skaðleg fyrir þjóðir heims frá efnahagslegu og félagslegu sjónarmiði, ræni lönd skatttekjum, séu hemill á efnahagslegar framfarir og auki misskiptingu eigna og tekna. Tilgangur þeirra sem þau nota sé sá einn að komast undan því að greiða sinn hluta af samfélagslegri starfsemi. Skattaskjól sem slík eigi því að útiloka frá samskiptum á við önnur ríki og alþjóðasamfélagið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár