Nananana, stofnandi Rómar steig líka upp til himna!

Á upp­stign­ing­ar­degi er minnst himnafar­ar Jesúa frá Nasa­ret. En fleiri stigu upp til himna og voru guðs­syn­ir kall­að­ir.

Nananana, stofnandi Rómar steig líka upp til himna!
Romulus stofnandi Rómar átti það sameiginlegt með Biblíunni Móse að hafa verið borinn út eftir fæðingu en bjargast með undirsamlegum hætti. Og hinn fyrsti Rómarkóngur reynist eiga sitthvað sameiginlegt með sjálfum frelsaranum líka.

Þar var komið sögunni að Jesúa frá Nasaret í Galíleu var upprisinn og hafði verið með lærisveinum sínum í fjörutíu daga. Hann leiddi þá svo upp á Olíufjallið í nágrenni Jerúsalem og boðaði þar að heilagur andi myndi brátt koma yfir þá svo þeir gætu orðið hans vottar „allt til endimarka jarðarinnar“.

Og þegar hann hafði þetta mælt, skrifar guðspjallamaðurinn Lúkas í Postulasögunni, þá „varð hann upp numinn að þeim ásjáandi og ský huldi hann sjónum þeirra“.

Lærisveinarnir horfðu á eftir honum til himins en þá stóðu allt í einu hjá þeim tveir menn í hvítum klæðum og sögðu:

„Galíleumenn, hví standið þið og horfið til himins? Jesúa þessi sem var upp numinn frá ykkur til himins mun koma á sama hátt og þið sáuð hann stíga til himins.“

Jesúa lætur bíða eftir sér

Þá glöddust lærisveinarnir er þeir fréttu að fljótlega væri von á meistara þeirra aftur frá himnum, fóru til Jerúsalem og hófu að útbreiða fagnaðarerindið. Og dró síst úr þeim kjark þótt Jesúa léti svo bíða nokkuð eftir sér og er ekki kominn enn, svo vitað sé. 

Jesúa stígur upp til himnaog tveir hvítklæddir „menn“ birtast, ekki í fyrsta sinn.

Nú er það svo að mörg þau undur og kraftaverk sem guðspjöllin lýsa að hafi fylgt Jesúa á ævi hans hér á jörðu eiga sér hliðstæður í öðrum trúarbrögðum. Þar má nefna allt frá boðun hans, fæðingu og til dauða og upprisu.

En ekki bara í trúarbrögðum.

Ýmsar sögur svipaðar þeim og sagðar voru um Jesúa voru líka á kreiki um ýmsa merka menn og ekki endilega guðlegs eðlis. 

Þar má nefna að í söguriti sagnaritarans Livíusar um upphaf Rómaveldis er að finna frásögn af því þegar stofnandi Rómar stígur upp til himna.

Og hún er satt að segja furðu svipuð sögunni um uppstigningu Jesúa frá Nasaret.

Sagan um úlfynjuna

Romulus var afkomandi hins goðkynjaða Trójukappa Eneasar en fæddist í borginni Alba Longa nálægt Tíber. Afi hans var þar konungur og óttaðist um sinn hag þegar Romulus og tvíburabróðir hans Remus komu í heiminn. Hann lét því bera tvíburabræðurna út en úlfynja bjargaði lífi þeirra og hjarðmaður þar í sveit ól þá svo upp.

Þegar bræðurnir voru orðnir fullorðnir steyptu sér afa sínum af stóli en vildu svo stofna sína eigin borg og þá kastaðist í kekki milli þeirra, Romulus drap Remus og varð einn konungur yfir hinni nýju borg sem dró nafn af honum.

Borgin blómstraði og Romulus ríkti sem konungur í nærri fjörutíu ár.

Sagnaritarinn skrifaði um þetta allt saman kringum upphaf tímatals okkar (kringum fæðingu Krists sem sé) og eftir að tekið fram að gjörðir Romulusar muni aldrei falla í gleymsku og dá segir hann:

„Einu sinni var hann að fylkja liði sínu á Marsvöllum við Capra-mýrina rétt utan borgarmúranna og þá brast skyndilega á með miklum stormi og fylgdu ógurlegar þrumur og eldingar. Dimmt él luktist um Romulus, svo þétt að hann hvarf sjónum allra viðstaddra og frá þeirri stundu sást Romulus aldrei framar á lífi á jörðinni.

Hermenn harmi lostnir

Hermennirnir höfðu hrokkið í kút við hinn snögga byl en jöfnuðu sig fljótt þegar hann var að baki og sólin fór aftur að skína. Þá sáu þeir að hásæti Romulusar var autt og þó þeir hlytu að trúa öldungaráðsmönnunum, sem höfðu staðið við hlið konungsins og sögðu nú að hann hefði hafist til loftsins í hvirfilbyl í miðju stormsins, þá voru þeir jafn þrumu lostnir og börn sem skyndilega hafa misst föður sinn og lengi vel stóðu þeir þöglir og sorgmæddir.

Svo upphófust nokkrar raddir sem mæltu að nú hefði Romulus verið tekinn í guða tölu, og röddunum fjölgaði og urðu að háværu hrópi og að lokum tóku allir undir einum rómi að hylla Romulus sem guð og guðsson og bænum var beint til hans að vera náðugur og vernda börnin sín.“

Hér er lýsingin á sjálfri uppstigningunni ekki bara svipuð og í Postulasögunni, sem vel að merkja var skrifuð um heilli öld síðar, heldur er líka talað um Romulus sem „guðsson“ og hann er upp frá þessu í guðatölu.

Líkt og Jesúa frá Nasaret.

Livius er enginn grasasni

Nú er það svo að þótt sagnfræðingar nútímans myndu ekki skrifa upp á allar aðferðir Liviusar við söguritun, þá var hann nú enginn grasasni og hann reynir yfirleitt að komast að því hvort sögur þær aftan úr grárri forneskju sem hann festir á papýrus séu sannleikanum samkvæmar.

Þannig tekur hann strax fram að jafnvel í þá daga (Romulus á að hafa dáið eða stigið upp til himna árið 716 FT) hafi fólk farið að velta fyrir hvort þetta hafi nú endilega verið alveg svona. Romulus hafði greinilega verið umkringdur öldungaráðsmönnum þegar hið skyndilega ský lagðist að honum og Livius er þá nýbúinn að taka fram að alþýðan hafi unnað konungi sínum meira en öldungaráðsmennirnir.

„Sú saga gekk staflaust, en undir rós samt,“ segir Livius fullum fetum, „að konungurinn hefði verið rifinn á hol af öldungaráðsmönnunum.“

Svo er að skilja sem órólegt hafi verið í borginni en einn öldungaráðsmannanna steig þá fram, Julius Proculus hét hann, „maður sem okkur er sagt að hafi verið dáður af öllum fyrir vitsmuni og góð ráð þegar mikið lá við“, segir Livius.

„Sú saga gekk staflaust ...“

Og heldur svo áfram: „Hvarf konungsins mun hafa skilið við hluta fólksins í heldur tortryggnu skapi, margir höfðu illan bifur á öldungaráðsmönnunum vegna þessa, en þegar Proculus skynjaði hve viðkvæmt ástandið var, fékk hann þá snjöllu hugmynd að ávarpa fund alþýðunnar í borginni og þar sagði Proculus:

„Romulus, faðir borgarinnar okkar, steig niður frá himnum nú í morgun og birtist mér. Fullur af lotningu og virðingu stóð ég frammi fyrir honum og bað þess í hljóði að mega líta á syndlaust andlit hans.““

Mjög athyglisvert hlýtur að teljast að Livius (eða Proculus!) skuli hér nota orðið „syndlaust“ en það var annars ekki hugtak sem var Rómverjum hugleikið — svo syndumspilltir sem þeir voru!

„Farðu,“ sagði Romulus þá við Proculus, „og segðu Rómverjum að það sé vilji guðanna á himnum að mín Rómaborg verði höfuðborg alls heimsins. Segðu þeim að læra hermennsku. Segðu þeim, og kenndu börnum þeirra, að ekkert vald á jörðinni muni geta staðið í móti hersveitum Rómar.“

Og þegar hann hafði mælt þessi orð var hann aftur hrifinn upp til himna, hefur Livius að lokum eftir Proculusi.

Nú verður að viðurkenna að hin hinstu skilaboð Jesúa annars vegar og Romulusar hins vegar eru nokkuð ólík. Jesúa leggur að lærisveinum sínum að boða fagnaðarerindið um hann en Romulus hvetur sína menn til að læra hermennsku svo þeir geti lagt undir sig heiminn með vopnavaldi.

En að öðru leyti, er þetta þá ekki sama sagan? 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár