Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Menning í sóttkví og skemmtun að heiman

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 24. apríl til 7. maí.

Menning í sóttkví og skemmtun að heiman

Þetta og ekki svo margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara. Allir viðburðirnir eru ókeypis, en hægt er að styðja listamenn með því að kaupa verk þeirra eða plötur á netinu.


Sóttkví #3

Hvar? Víðsvegar
Hvenær? 2. maí kl. 15.00 til 3. maí kl. 20.00
Streymi: Fb-síða Sóttkví 2020

Sóttkví 2020 er viðburðarsería sem hóf göngu sína í mars þegar ljóst var að margir tónleikar myndu falla niður. Á hverjum viðburði kemur fram rjóminn af grasrót tónlistarsenunnar, af hisminu sem fellur utan meginstraumsins og skapar áhugaverðustu tónana. Á þessum þriðja viðburði koma fram 23 hljómsveitir og listamenn. Meðal þeirra eru IDK IDA og MSEA; sú fyrri er dönsk tónlistarkona sem hefur lengi verið virk í íslenskri jaðarsenu, en í flutningi hennar takast á hið vélræna og lífræna; sú síðarnefnda er kanadískur listamaður sem hefur skapað flókinn hugarheim þar sem fegurð og óþægindi tengjast órjúfanlegum böndum.


Kúltúr klukkan 13

Hvar? Menningarhúsin í Kópavogi
Hvenær? 24. apríl kl. 13.00
Streymi: Stundin.is

Nú er komið að lokum seríunnar Kúltúr klukkan 13 þar sem Stundin og Menningarhúsin í Kópavogi hafa haldið uppi virkri dagskrá þrisvar í viku, en þriðja og síðasta GerðarStundin verður streymd 24. apríl. Þar leiða myndlistarmennirnir Bergur Thomas Anderson, Logi Leó Gunnarsson og Una Margrét Árnadóttir skapandi fjölskyldusmiðju.


Heima í Hörpu

Hvar? Harpa
Hvenær? Til 1. maí
Streymi: Fb-síða Hörpu

Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan taka höndum saman og bjóða upp á lifandi tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir. Fram undan spilar meðal annars Dúó Edda 24., Nicola Lolli konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari 27. og Voces Thules 30. apríl.


Tómamengi

Hvar? Mengi
Hvenær? 25. & 30. apríl & 2. maí kl. 20.00
Streymi: Youtube-síða Mengis

Mengi hefur brugðist við samkomubanninu með því að færa tónleikahald yfir á Youtube-rás sína. 25. apríl stíga paunkararnir í Korter í flog á svið,  30. apríl flytja Daníel Friðrik Böðvarsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Matthías Hemstock djass, fönk og rokk, og 2. maí verður verkið Mörk eftir Jóhannes Dagsson og Gunnar Andread Kristinsson flutt.


Mimesis

Hvar? Gallerí Fold
Hvenær? Frá 25. apríl
Streymi: Fb-síða Gallerí Foldar

Vegna samkomubannsins verður opnun einkasýningar Berglindar Svavarsdóttur ekki í persónu, heldur streymt á Facebook-síðu Gallerí Foldar. Áhorfendum er boðið að skyggnast inn í litríkan og heillandi heim í gegnum eins konar stækkunargler þar sem hægt er að fylgjast með plöntum, dýrum og skordýrum heyja sína daglegu baráttu til að komast af. 


Borgó í beinni

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 25. & 26. apríl 
Streymi: Youtube-síða Borgarleikhússins

Borgarleikhúsið hefur haldið úti beinu streymi af ýmsu efni frá því í mars og heldur því áfram. Hinn 25. apríl les leikarinn Arnar Dan Kristjánsson ævintýrasöguna Þar sem óhemjurnar eru, og þann 26.  er skyggnst bak við tjöldin á sýningunni Billy Elliot sem var sýnd 2015. Einnig er hægt að horfa á streymi frá öllum fyrri viðburðum.


Látum okkur streyma

Hvar? Hljómahöll
Hvenær? 29. apríl & 6. maí kl. 20.00
Streymi: FB-síða Hljómahallar

Í hverri viku heldur Hljómahöll tónleika sem verða streymdir á netinu og hjá RÚV, en þar koma fram margar af fremstu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. 29. apríl spilar silkimjúki og viðkunnanlegi R&B tónlistarmaðurinn Auður, en hann gaf nýlega út kynferðisbombusmáskífuna Ljós. 6. maí vaknar kynngimagnaða indí rokk-sveitin Mammút úr dvala.


Leikhúsveisla í stofunni

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Alla virka daga
Streymi: ruv.is

Þjóðleikhúsið sýnir upptökur af mörgum af ástsælustu leiksýningum síðustu ára. Þar að auki flytja leikarar ljóð fyrir einn áhorfanda (og þjóð í streymi) í Ljóð fyrir einn, leikarar flytja einverk í Einleikarinn og taka viðtöl við hvert annað í Stúdíó Kristall. Einnig er hægt að horfa á Leiksýning verður til, um sýninguna Kardemommubær.


Fjarsjóður þjóðar

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Á meðan samkomubannið er í gangi
Streymi: listasafn.is/360

Hægt er að skoða alla sýninguna Fjársjóður þjóðar að heiman, en í henni má finna þjóðlistaverk úr safneign Listasafns Íslands. Búið er að taka myndir af allri sýningunni og er því hægt að ráfa um hana í vefheimum á sama hátt og í persónu. 


Hjáleið

Hvar? Veður og vindur gluggagallerí
Hvenær? Til 25. apríl
Streymi: Í persónu

Á sýningunni Hjáleið má sjá verk eftir Helga Má Kristinsson sem líkja eftir umferðarskiltum í mismunandi uppsetningu. Helgi hefur lengi unnið list sem tengja má við abstrakt stefnuna, en á þessari sýningu eru skilti og vegmerkingar settar fram í nýtt samhengi. Skoða má sýninguna í gegnum glugga Hverfisgötu 37.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár