Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Hvar er samningurinn?“ spyrja hjúkrunarfræðingar og óttast flótta úr stéttinni

Laun fjöl­margra hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­ala lækk­uðu um tugi þús­unda um mán­aða­mót­in þeg­ar vakta­álags­greiðsl­ur þeirra féllu nið­ur. Ár er síð­an kjara­samn­ing­ur þeirra rann út og ekk­ert geng­ur í við­ræð­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja þetta skrýt­in skila­boð þeg­ar al­menn­ing­ur klapp­ar fyr­ir þeim á göt­um úti fyr­ir að standa vakt­ina í COVID-19 far­aldr­in­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar deila nú mynd­um af launa­seðl­um sín­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir merk­inu #hvar­er­samn­ing­ur­inn.

„Hvar er samningurinn?“ spyrja hjúkrunarfræðingar og óttast flótta úr stéttinni
Á leið út? Margir hafa þakkað hjúkrunarfræðingum fyrir vel unnin og óeigingjörn störf þeirra í COVID-19 faraldrinum. Þrír hjúkrunarfræðingar segja í viðtali við Stundina að það skjóti skökku við að á sama tíma hafi laun margra þeirra lækkað um mánaðamótin. Stéttin kalli eftir nýjum kjarasamningi, en nú er ár síðan samningur þeirra rann út. Mynd: Kristinn Magnússon

Hjúkrunarfræðingar deila nú myndum af launaseðlum sínum og frásögnum af kjörum sínum og álagi í starfi á samfélagsmiðlum undir merkinu #hvarersamningurinn. Vaktaálagsgreiðslur hjúkrunarfræðinga á Landspítala, sem voru greiddar þeim sem tóku tiltekinn fjölda vakta, féllu niður um mánaðamót, en spítalinn sagði greiðslunum upp fyrr í vetur. Það þýðir að sumir hjúkrunarfræðingar fengu tugum þúsunda minna útborgað um þessi mánaðamót en þau síðustu.

Eydís Inga Sigurjónsdóttir „Fyrst og fremst þyrfti að semja um styttingu vinnuvikunnar. Að vera í 80% starfi á Landspítala er eins og að vera í 100% starfi á öðrum vinnustað, álagið er svo mikið,“ segir Eydís.

Talsverð reiði er nú meðal hjúkrunarfræðinga vegna þessa og þess að um mánaðamótin var eitt ár liðið frá því að kjarasamningar þeirra runnu út. Lítið hefur þokast í kjaraviðræðum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið, en um 30 fundir hafa verið haldnir í deilunni sem var vísað til ríkissáttasemjara í lok febrúar.

„Kergja og kraumandi reiði. Ég held að þannig megi lýsa líðan margra hjúkrunarfræðinga í dag. Við erum alltaf hunsuð, alltaf látin mæta afgangi.“ Þetta segir Eydís Inga Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítala. Hún er einn þeirra hjúkrunarfræðinga sem misstu vaktaálagsgreiðslu um mánaðamótin, hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur frá árinu 2011 og segir kjör og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga hafa versnað á þeim tíma.

Þakklát almenningi, en ekki stjórnvöldum

Eydís birti launaseðil sinn á samfélagsmiðlum í dag undir merkinu #hvarersamningurinn. Á launaseðli Eydísar kemur fram að útborguð laun hennar fyrir 80% starf eru 339.305 krónur. 

Launaseðill Eydísar„Ég er ekkert sérstaklega þakklát stjórnvöldum fyrir að semja ekki við okkur. Ef þau vilja sýna okkur eitthvert þakklæti, þá væri vel þegið að þurfa ekki að hafa áhyggjur um hver einustu mánaðamót.“

Hún segist óendanlega þakklát almenningi fyrir að hafa með ýmsum hætti sýnt þakklæti sitt til hjúkrunarfræðinga vegna starfa þeirra í COVID-19 faraldrinum. „En ég er ekkert sérstaklega þakklát stjórnvöldum fyrir að semja ekki við okkur. Ef þau vilja sýna okkur eitthvert þakklæti, þá væri vel þegið að þurfa ekki að hafa áhyggjur um hver einustu mánaðamót.“

Eydís segir að stjórnendur Landspítala geri allt sem í þeirra valdi standi til að bæta kjör og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. „En þeim er settur  þröngur rammi, mínir yfirmenn hafa til dæmis viljað allt fyrir mig gera, en þeir hafa lítið svigrúm til þess.“

80% starf á Landspítala eins og 100% starf annars staðar

Hvernig væri ásættanlegur samningur að þínu mati? „Fyrst og fremst þyrfti að semja um styttingu vinnuvikunnar. Að vera í 80% starfi á Landspítala er eins og að vera í 100% starfi á öðrum vinnustað, álagið er svo mikið. Svo vil ég sjá að mín menntun verði metin til launa með tilliti til ábyrgðar og þekkingar. Það er kominn tími til.“

Eydís segist óttast hvað verði að loknum COVID-19 faraldrinum. „Það standa allir sína vakt núna, það kemur ekkert annað til greina. Hjúkrunarfræðingar hafa aldrei hlaupist undan merkjum. Þegar gerðardómurinn var settur horfði ég á eftir frábæru fagfólki fara í önnur störf og ég hef áhyggjur af að það gerist aftur núna þegar þessu stóra verkefni lýkur.“

Kjaramál hjúkrunarfræðinga rædd á Alþingi í dag

Þingmenn stjórnarandstöðu deildu á Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í dag vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga. Þar sagði Bjarni að kaupmáttur og launaþróun stéttarinnar hefði verið betri í sinni tíð sem fjármálaráðherra en nokkru sinni áður. „Verkefnið núna er að ljúka samningsgerðinni þannig að það spili saman við þá stofnanasamninga sem hafa verið í gildi,“ sagði Bjarni.

Hann sagði ennfremur að í miðlægum nýjum kjarasamningum væri að verða grundvallarbreyting á vaktafyrirkomulagi. „Í raun er komið samkomulag um þessa breytingu sem var megináhersluatriði hjúkrunarfræðinga í þessari kjaralotu á þeim tíma sem við erum hér að tala saman, “ sagði Bjarni Bendiktsson.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að Bjarni hefði skýlt sér á bak við þá afsökun að gengi hann að launakröfum hjúkrunarfræðinga væru aðrir kjarasamningar ríkisins mögulega í uppnámi. „En nú vitum við að hjúkrunarfræðingar eru með um 12% lægri meðallaun en aðrar starfsstéttir með álíka menntun og við vitum líka að vinna hjúkrunarfræðinga felur í sér meira álag og ábyrgð en vinna flestra annarra. Þetta er vaktavinna þar sem líf eru í húfi og aldrei eins og nú, eins og meira að segja ráðherra hlýtur að vera ljóst í miðjum mannskæðum heimsfaraldri,“ sagði Þórhildur Sunna.

Launin lækkuðu um tugi þúsunda

María Ósk Gunnsteinsdóttir nn

Laun Maríu Óskar Gunnsteinsdóttur, hjúkrunarfræðings á hjartadeild Landspítala, lækkuðu um mánaðamótin eins og laun Eydísar og fleiri kollega þeirra á spítalanum. Hún segir að lækkunin hafi numið tugum þúsunda. 

Í færslu sinni á Facebook skrifar hún að í fyrsta skipti á starfsferlinum, en hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2011, íhugi hún hvort það væri einfaldlega best að endurmennta sig á öðru sviði og hætta „þessu harki“, eins og hún orðar það. „Ég fékk eiginlega bara nóg í gær, þegar ég fékk útborgað,“ segir María. „Ég hef gaman af vinnunni minni og ég er góður hjúkrunarfræðingur. En mér er nóg boðið. Ég er farin að upplifa mikið vonleysi. Við höfum staðið í þessari baráttu svo lengi.“

María Ósk Gunnsteinsdóttir, til vinstriÁ deildinni, þar sem María starfar, eru meðal annars lagðir inn sjúklingar sem grunur leikur á um að séu með COVID-19, eins og á flestar aðrar deildir spítalans. Miklar varúðarráðstafanir eru gerðar vegna þess og starfsfólkið klæðist hlífðarfatnaði og ber grímur.

Á deildinni þar sem María starfar eru  meðal annars lagðir inn sjúklingar sem grunur leikur á um að séu með COVID-19, eins og á flestar aðrar deildir spítalans. Miklar varúðarráðstafanir eru gerðar vegna þess, starfsfólkið klæðist hlífðarfatnaði og ber grímur og hún segir að allir leggist á eitt við að sinna þessu krefjandi verkefni.  

„Auðvitað klára ég COVID-19 krísuna eins og við öll munum gera. Ég hef í gegnum tíðina upplifað mikið álag í mínu starfi, það er vissulega mikið álag núna en við, sem störfum á Landspítalanum, skynjum sterkt að það er meira á leiðinni. Að ástandið núna sé bara lognið á undan storminum.“

Stolt yfir að leggja sitt af mörkum í COVID-19 faraldrinum

„Hjúkrunarfræðingar hafa líklega sjaldan eða aldrei verið jafn stoltir af starfinu sínu eins og nú,“ segir Andrea Ýr Jónsdóttir. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár og er nú hjúkrunarfræðingur á slysa- og göngudeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

Andrea Ýr Jónsdóttir „Mér finnst, eins og svo mörgum hjúkrunarfræðingum, allt frábært við þetta starf nema launin og álagið. Ég elska starfið mitt, í heilbrigðiskerfinu starfar einstakt fólk sem er tilbúið til að leggja óendanlega mikið á sig.“

„Við erum stolt yfir að geta lagt svona mikið af mörkum í þessu mikilvæga verkefni sem nú er í gangi sem er að fást við COVID-19 faraldurinn. En á sama tíma er mikil reiði yfir því að samningar hafi verið lausir svona lengi, starfsaðstæðunum og framkomu stjórnvalda í okkar garð. Ég var alin upp við mikla vinnusemi og foreldrar mínir hvöttu mig til að læra það sem mig langaði til, svo framarlega sem ég gæti séð fyrir mér og fjölskyldunni minni.  Ég birti launaseðilinn minn í dag undir merkinu #hvarersamningurinn og þá sagði mamma við mig að hún sæi eftir því að hafa hvatt mig áfram á þennan hátt, ég gæti aldrei séð fyrir mér á þessum launum. Henni var brugðið þegar hún sá launaseðilinn minn.“

Allt frábært nema launin og álagið

Á launaseðli Andreu, sem er í 70% starfi, þar sem hún stundar nám í bráðahjúkrun samhliða starfi, kemur fram að laun hennar fyrir það starfshlutfall eru 362.200. Laun hennar fyrir fullt starf væru 517.400.

Launaseðill204.447 fyrir eru útborguð mánaðarlaun Andreu fyrir 70% starf.

„Mér finnst, eins og svo mörgum hjúkrunarfræðingum, allt frábært við þetta starf nema launin og álagið. Ég elska starfið mitt, í heilbrigðiskerfinu starfar einstakt fólk sem er tilbúið til að leggja óendanlega mikið á sig, en á þeim tíma sem ég hef starfað við þetta hef ég séð á eftir svo mörgum frábærum hjúkrunarfræðingum í önnur störf. Við megum ekki láta það gerast nú.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár