Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segja frá mönnum sem hósta viljandi í áttina að öðrum

Ast­ma­veik kona seg­ir mann hafa vilj­andi hóstað að sér í Krón­unni í dag. Fleiri hafa sömu sög­ur að segja. „Hvað er fólk að hugsa í þessu ástandi?“ spyr kon­an.

Segja frá mönnum sem hósta viljandi í áttina að öðrum
Sóttvarnir í búð Á tímum heimsfaraldurs kórónaveiru hafa margir, sérstaklega í viðkvæmum hópum, ákveðið að nota andlitsgrímur í matvöruverslunum. Myndin er sviðsett og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

„Maður hóstaði viljandi í áttina að mér,“ segir Elsa Soffia Jónsdóttir, astmaveik kona, sem er ein þeirra sem kvarta undan því að fólk hósti viljandi í áttina að öðrum til að hrella þau á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Fleiri en hún hafa sambærilega sögu að segja.

Elsa Soffia fór í verslunarferð í Krónuna í Vallarhverfi í Kópavogi í gær, íklædd hönskum og sóttvarnargrímu, þegar ókunnugur maður ákvað að hósta hraustlega til hennar. 

Elsa Soffia JónsdóttirÁkvað að deila reynslu sinni af manni sem hóstaði að henni og hló, þar sem hún verslaði með sóttvarnargrímu vegna astmaveiki.

„Mæti pari á fertugs aldri, sá glott á manninum og er ég er að mæti parinu hóstar maðurinn í áttina að mér og fer að hlæja og konan brosir. Ég varð miður mín og trúði ekki að þetta hafi gerst og reyndi að halda áfram að versla. En svo varð ég sárari og reið. Ákvað að láta þetta ekki vera. Fann hjónin við kassann og spurði manninn hvort hann væri lasinn af því hann hóstaði að mér. „Nei,“ svaraði hann glottandi. „Bara smá grín“. Ég sagði honum af hverju ég væri með þessa grímu og bað hann að reyna að finna þroska hjá sér til að skilja að þetta væri ekki leikur. Hvort hann gerði sér ekki grein fyrir ástandinu.“

Tillitsleysi í verslunum

Elsa Soffia segist taka eftir því að glápt sé á hana með andlitsgrímuna og veltir því fyrir sér hvort fólk átti sig ekki á því að COVID-19 geti valdið dauða hjá þeim sem eru veikir fyrir. „Óvirðingin er algjör! Hvað er fólk að hugsa í þessu ástandi? Eru margir sem vita ekki hvað er í gangi eða hugsa að þessi veira er ekki að fara neitt með sterka mig ...? Það er með ólíkindum hvað fólk er agalaust og tillitslaust. Fólk virðist ekki að fatta alvöruna sem er í gangi! Ég þekki margt fólk sem vinnur í verslunum og gera ekki annað en minna fólk á að halda tveggja metra fjarlægð. Þær bakka en fólk eltir og er komið aftur og aftur ofan í starfsfólkið. Hvað er að hjá Íslendingum?“

Elsa ákvað að deila frásögn sinni í Facebook-hópnum Kórónaveiran COVID-19.

Hóstað að hlaupara

Fleiri frásagnir eru af sams konar framferði. Þannig greinir hlaupari frá því að hún hafi hitt fyrir mann sem hóstaði að henni á ferð hennar um Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég lenti í þessu líka þegar ég var úti að hlaupa. Ég stoppaði þegar fólkið sem kom á móti mér var ekkert á því að víkja. Ég var að hlaupa meðfram Grandanum og hafði ekki tök á víkja meira nema með því að hoppa út í sjó. Karlinn leit á mig eins og ég væri eitthvað furðuleg og hóstaði svo í áttina til mína. Hann hefur ekki verið með þessa svo metra á hreinu og kannski eitthvað fleira,“ segir hún. 

„Sá svipað í gær í Bónus, Flatahrauni,“ segir annar í hópnum. „Þar var pólskur brandarakall um sextugt sem hitti yngri samlanda sinn og konu hans. Sá yngri var nýbúinn að spritta sig þegar sá eldri telur þéttingsfast í höndina á honum og hristi vel, segjandi eitthvað drepfyndið. Svo sendi hann sér að konunni og bauð henni knús. Hún afþakkaði.“

„Fólk er ekki í lagi eða það heldur að þetta sé bara djók“

Enn fleiri kvarta undan framferði fólks í verslunum, sem samræmist ekki tilmælum almannavarna. „Fólk er fífl,“ segir önnur kona. „Ég fór einmitt í Bónus í gær. Passa mig rosalega að halda fjarlægð frá fólki. Staldra frekar og bíð í staðinn fyrir að troða mér fram fyrir. En guð hjálpi mér hversu margir voru bara alveg ofan í manni. Gaf sirka þremur hornauga þar sem þau voru alveg upp að mér færði mig frá og þá var horft á mig eins og ég væri hreinlega geðveik. Fólk er ekki í lagi eða það heldur að þetta sé bara djók.“

Enn önnur frásögn birtist í hópnum, í þetta sinn eftir reynslu í Breiðholtinu. „Tvær ógeðslegar konur í Iceland Vesturbergi sem stóðu í röðinni og skemmtu sér við að hósta ógeðslega út í loftið. Er ekki með neitt undirliggjandi en bý með einstaklingi sem er ekki með sterk lungu. Þeir sem láta svona eins og fæðingarhálfvitar mega alveg búast við grófum viðbrögðum, þó engin veira sé í gangi er ógeðslegt að hósta á fólk.“

Lýsir markaleysi á bensínstöð

Svipuð frásögn var sögð í lokaða Facebook-hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu fyrir rúmri viku síðan, þar sem kona greindi frá því þegar hún fór á bensínstöð til að dæla á bílinn og reyndi halda fjarlægð við aðra viðskiptavini, en gekk illa vegna þess að mörk hennar voru ekki virt. Hún biðlar til fólks að virða mörk og tilmæli almannavarna um að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk á meðan samgöngubanni stendur vegna Covid-19. Stundin fékk heimild konunnar til að deila frásögninni.

„Frekir miðaldra karlar geta ekki hlýtt því“

„Almannavarnir hafa mælst til þess að tveir metrar séu á milli manna í almannarýmum. Frekir miðaldra karlar geta ekki hlýtt því. Ég beið eftir því að geta borgað á bensínstöð. Miðaldra, hvítur karl gengur inn og stoppar um 50 sentímetra frá mér. Ég tek skref frá honum og minni hann á tveggja metra regluna. Hann hlær. Spyr svo hvort ég sé í röð. Ég jánka því og þá segir freki kallinn: „Þá er ég fyrir aftan þig,“ í sömu mund og hann færir sig nær mér. Hvernig er hægt að ætlast til þess að sumir menn virði okkar mörk ef þeir hlusta ekki einu sinni á almannavarnir?“

Vilja sektir eða handtöku

Margir meðlimir í hópnum Kórónaveiran COVID-19, sem hafa áhyggjur af dreifingu kórónaveirunnar SARS-CoV-2 á Íslandi, vilja að gripið sé til aðgerða gegn fólki sem hegðar sér með þessum hætti. 

„Taka mynd af honum og senda á almannavarnir og segja þeim frá hvað gerðist,“ segir ein konan. 

„Hér á Spáni ertu hiklaust handtekinn fyrir svona lagað,“ segir annar. Þá er bent á að í Danmörku liggi allt að átta ára fangelsi við því að „vísvitandi smita aðra af sjúkdóm sem getur valdið dauða“.

„Það a að sekta svona fólk,“ segir þriðja. „Það eru myndavélar í versluninni. Held að það sé kominn tími til að sækja svona fólk til saka og sekta til að þau fari að taka þessu alvarlega,“ segir önnur.

Heimilt að sekta fyrir viss brot

Samkvæmt nýjum fyrirmælum um einangrun einstaklinga með COVID-19 frá til lögregluembætta frá Ríkissaksóknara er heimilt að sekta fólk um allt að hálfa milljón króna fyrir að brjóta gegn sóttvarnarlögum. Fyrst og fremst er um að ræða ákvæði sem varða brot á sóttkví, einangrun eða samkomubanni. Ekki er ljóst hvort falli beint undir ákvæðin að hósta í áttina að fólki.

„Ríkissaksóknari leggur á það áherslu að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots en ljóst er að brotin geta verið afar mismunandi og þar með mis alvarleg.“

Á blaðamannafundi almannavarna í dag sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að verslanir virtu almennt samkomumbanni, en að fólkið væri vandamálið, því það fylgdi ekki fjarlægðarkröfum og ryddist að kassa um leið og hætt væri að leiðbeina því.

„Veiki hlekk­ur­inn erum við,“ sagði Víðir. „Um leið og starfsfólk hætti að ýta fólki frá kössunum fór fólk að ryðjast á kassana.“

„Ég er bara fúll,“ sagði hann um „helling“ tilvika þess að brotið væri gegn samkomubanni.  Þá taldi hann hugsanlega tímabært að endurskoða ákvörðun um að sleppa refsingum fyrir brot á sóttvarnarlögum. „Við þurf­um mögulega að skipta um skoðun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
10
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár