Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

80 prósenta þak bitni verst á þeim tekjulægstu

Um­deilt ákvæði í hluta­bótafrum­varpi fé­lags­mála­ráð­herra kom til sög­unn­ar eft­ir að frum­varps­drög höfðu ver­ið kynnt að­il­um vinnu­mark­að­ar­ins. „Fyr­ir ein­stak­ling á lægstu laun­um þýð­ir þetta að heild­ar­tekj­ur fyr­ir skatta fara úr 317.000 í tæp­lega 254.000 kr.“

80 prósenta þak bitni verst á þeim tekjulægstu

Sérstöku þaki á samanlagðar greiðslur til launamanns frá atvinnurekanda og atvinnuleysistryggingasjóði var bætt inn í frumvarp félagsmálaráðherra um hlutabætur milli þess sem frumvarpsdrög voru kynnt aðilum vinnumarkaðarins og þingmálið lagt fyrir Alþingi.

Þetta kemur fram í umsögnum BSRB og Alþýðusambands Íslands þar sem umrætt ákvæði, um að laun frá atvinnurekanda og greiðslur atvinnuleysisbóta geti samanlagt aldrei numið hærri fjárhæð en 80 prósent af meðaltali heildarlauna launamanns, er gagnrýnt harðlega. 

Í frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra er gert ráð fyrir að einstaklingur sem sækir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli eigi rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta sem nemur hlutfallslegum mismun réttar launamannsins hefði hann misst starf sitt að öllu leyti og þess starfshlutfalls sem hann gegnir áfram. Gert er að skilyrði að fyrra starfshlutfall hafi verið lækkað hlutfallslega um 20 prósent hið minnsta og að launamaður haldi að lágmarki 50 prósenta starfshlutfalli. Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að markmiðið sé að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína enda þótt nauðsynlegt kunni að vera að starfshlutfall minnki. 

Í umsögn ASÍ sem birtist á vef Alþingis í dag er bent á að 80 prósenta þakið feli í sér verulega breytingu á rétti þess launafólks sem boðið verður að taka á sig skert starfshlutfall á móti hlutabótum úr atvinnuleysistryggingasjóði. 

„Það á sérstaklega við um lágtekjufólk og fólk með lægri millitekjur sem þolir síst af öllu tekjusamdrátt. Mikilvægt er að það geti staðið við skuldbindingar sínar. Þá er mikilvægt að tímabundinn samdráttur nú verði ekki dýpkaður enn frekar með aðgerðum sem draga verulega úr kaupmætti almennings og hægja enn frekar á hjólum atvinnulífsins,“ segir í umsögninni. „Að óbreyttu mun Alþýðusambandið ekki geta mælt með því við félagsmenn aðildarfélaga sinna að þeir taki á sig skerðingu á starfshlutfalli með þeirri tekjuskerðingu sem núverandi frumvarp felur í sér.“ 

Bent er á að fyrir einstakling á lægstu launum þýði þetta að heildartekjur fyrir skatta fari úr 317.000 í tæplega 254.000 kr. á mánuði og fyrir einstakling með 400.000 kr. laun á mánuði í 320.000. Þessir hópar geti ekki tekið á sig slíka lækkun tekna.

BSRB tekur í sama streng og segir að stór hluti launafólks sé í þeirri stöðu að ná ekki endum saman verði tekjur þeirra skertar með þessum hætti.

Loks gerir ferðaþjónustufyrirtækið Go North sams konar athugasemd. „Flestar launakannanir hafa sýnt að ferðaþjónustan er ekki hálaunastétt, og það mun hafa veruleg áhrif á afkomu launþega að tekjur þeirra skerðist af völdum þessa 80% þaks,“ skrifar Unnur Svavarsdóttir, eigandi fyrirtækisins. „Það má jafnvel leiða að því líkum að skerðing launa við 80% þakið valdi tregðu launamanna til að fallast á þessa lausn, og þrýsti vinnuveitenda þar með út í uppsagnir.“

Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að frumvarpið ætti eftir að taka umtalsverðum breytingum á næstu dögum, en málið er nú til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í sjónvarpsfréttum. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár