Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji hyggst yfirtaka Eimskip með félagi sem á Kýpurfélagið sem greiddi mútur

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji gæti orð­ið eini eig­andi Eim­skipa­fé­lags­ins ef aðr­ir hlut­haf­ar sam­þykkja lög­bund­ið yf­ir­töku­til­boð fé­lags­ins. Fyr­ir­tæk­ið sem Sam­herji not­ar til að halda ut­an um hluta­bréf­um í Eim­skip­um á einnig fé­lög á Kýp­ur sem halda ut­an um út­gerð Sam­herja í Namib­íu og sem greitt hafa mút­ur. Inn­lend og er­lend starf­semi Sam­herja teng­ist með bein­um hætti í gegn­um um­rætt fé­lag.

Samherji hyggst yfirtaka Eimskip með félagi sem á Kýpurfélagið sem greiddi mútur
Sama félag á Eimskip og Namibíuútgerðina Mynd: Vísir/Sigurjón

Útgerðarfélagið Samherji mun gera öðrum útistandandi hluthöfum Eimskipafélags  Íslands yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra í skipafélaginu í gegnum eignarhaldsfélag sem haldið hefur utan um útgerð Samherja í Namibíu og sem á félag á Kýpur sem greiddi mútur til ráðamanna í Namibíu á árunum 2014 til 2019.

Tekið skal fram að forstjóri Samherja, Björgólfur Jóhannsson, hefur neitað því að Samherji hafi greitt mútur í Namibíu, meðal annars á þeim forsendum að enginn núverandi eða fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi verið dæmdur fyrir þetta. Áður en Björgólfur tók við starfinu af Þorsteini Má Baldvinssyni hafði sá síðarnefndi hins vegar ekki neitað mútugreiðslunum í Namibíu aðspurður um málið og hefur hann ekki ennþá gert það persónulega. 

Samherji greindi frá því á þriðjudagskvöld að umrætt félag þess á Íslandi, Samherji Holding ehf., myndi gera öðrum hluthöfum í Eimskipum yfirtökutilboð í hlutabréf þeirra í félaginu í kjölfarið á því að útgerðarfélagið keypti rúmlega 3 prósenta hlut í því með framvirkum samningi. Fyrir vikið fór eignarhlutur Samherja Holding upp fyrir 30 prósentin og sökum þessa ber félaginu að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í bréf þeirra.

Samherji gæti átt Eimskipt eittSvo gæti farið að Samherji muni eiga Eimskipafélag Íslands eitt, ef gengið verður að yfirtökutilboði félagsins.

Líkt og Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, sagði í tilkynningu til Kauphallar Íslands á þriðjudagskvöldið: „Samherji Holding hefur aukið hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands hf. um 3,05% í 30,11% í fyrirtækinu. Samherji mun nú,  innan fjögurra vikna,  gera öðrum hluthöfum tilboð svo sem lög áskilja. Tilgangur Samherja með þessum auknu hlutafjárkaupum er fyrst og fremst að sýna þá trú sem Samherji hefur á rekstri Eimskips,  þeim árangri sem náðst hefur að undaförnu og á eftir að koma betur í ljós á næstu misserum.“

Stærstu hluthafar Eimskipafélagsins eru íslenskir lífeyrissjóðir eins og Gildi,  Lífeyrissjóður verslunarmanna og fleiri sjóðir. Samherjafélagið er hins vegar stærsti einstaki hluthafinn.  

Af þessu sést hvernig rekstur og viðskipti Samherja í Namibíu, sem og í öðrum Afríkuríkjum, og Kýpur tengist starfsemi Samherja á Íslandi með óbeinum hætti í gegnum það alþjóðlega net eignarhaldsfélaga sem Samherji hefur byggt upp í gegnum árin og sem teygir sig víða um lönd. 

Nefnt skal að Björgólfur Jóhannsson starfaði ekki hjá Samherja á þeim sem mútugreiðslurnar áttu sér stað í Namibíu en þessar greiðslur, og tengd mál, eru nú til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi. 

Kýpurfélagið sem greiddi múturnar

Félagið Samherji Holding ehf. hét áður Samherji IT ehf. og skipti félagið um nafn í kjölfarið á því að Samherja hf. var skipt upp í tvö félög árið 2018. Innlenda starfsemin, og starfsemi Samherja í Færeyjum, er inni í félaginu Samherji Ísland ehf. á meðan fjárfestingin í Eimskipum og fjárfestingar Samherja erlendis, meðal annars í Nambíu, eru inni í félaginu Samherji Holding ehf., í gegnum önnur eignarhaldsfélög.

Samherji Holding ehf. á félag sem heitir Fjárfestingarfélagið Sæból ehf. og er það þetta félag sem á tvö eignarhaldsfélög á Kýpur, Esju Seafood Limited og Esju Shipping Limited, sem kalla má miðpunkt erlendrar starfsemi Samherja. Þessi félög hétu Fidelity Bond Investments og Miginato Holding Limited. 

Bæði þessi félög voru með bankareikninga í DNB bankanum norska þar til skömmu eftir að Samherjamálið kom upp í í Namibíu en þá sagði DNB upp viðskiptunum við Samherja. Fyrir skiptinguna á Samherjasamstæðunni í tvennt 2018 var Fjárfestingarfélagið Sæból ehf. dótturfélag Samherja hf.

Esja Seafood Limited hefur bæði verið eigandi eins félags Samherja í Namibíu, Katla Seafood Namibia, og einnig var þetta félag notað til að greiða hálfan milljarð króna í mútur til félagsins Tundavala Investments Limited í Dubaí, eins og rakið hefur verið í umfjöllunum Stundarinnar, Kveiks og Al Jazeera, á grundvelli gagna frá Wikileaks.

Eigandi Tundavala Investments var athafnamaðurinn James Hatuikulipi sem er einn af fjórmenningunum sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Namibíu, grunaður um að hafa tekið við mútugreiðslum frá Samherja, meðal annars umræddum greiðslum frá Esju Seafood. 

Kaupa og selja fisk frá Íslandi  

Eins og Stundin fjallaði um í apríl í fyrra, þegar blaðið fjallaði um ársreikninga þessara Kýpurfélaga, eru þessi tvö félög Samherja á Kýpur, Esja Shipping Limited og Esja Seafood Limited, einnig notuð til að kaupa og selja fisk frá Íslandi og til annarra landa. 

Eins og sagði í umfjöllun Stundarinnar þá eiga félögin í miklum viðskiptum með fisk frá íslenskum dótturfélögum Samherja og kaupa á hverju ári fiskafurðir frá þeim og öðrum erlendum félögum Samherja upp á milljarða króna. Árið 2014 keypti Esja Seafood til dæmis fiskafurðir af félögum Samherja á Íslandi og í öðrum löndum fyrir tæplega 16,6 milljónir dollara, eða rúmlega 2,1 milljarð íslenskra króna og árið áður námu þessi viðskipti 14 milljónum dollara, eða rúmlega 1,6 milljörðum króna. Í ársreikningnum er tekið fram að þessi viðskipti við tengda aðila séu gerð á „markaðsverði“ en ómögulegt er að ganga úr skugga um það á hvaða forsendum þau eru gerð og hvort fiskurinn sé seldur til Kýpur á sama verði og fiskur sem Samherji selur til ótengdra aðila. 

Félögin á Kýpur voru einnig notuð til að selja þann fisk sem félög Samherja hafa veitt í Namibíu og þar áður í Marokkó og Máritaníu í gegnum útgerðina Kötlu Seafood sem Samherji seldi árið 2013. Eins og Stundin fjallaði um koma mögulegar mútugreiðslur einnig fyrir í heimildum um starfsemi Samherja í Máritaníu og Marokkó en tekið skal fram að engar heimildir eru fyrir því að slíkar mútugreiðslur hafi átt sér stað, líkt og raunin var í Namibíu síðar. 

Þessar upplýsingar voru áhugaverðar þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði sagt við Stundina í febrúar 2019 að Samherji hefði aldrei stofnað fisksölufyrirtæki á Kýpur. „Við stofnuðum aldrei sölufyrirtæki á Kýpur og það er alveg ljóst hvar sölufyrirtæki Samherja eru,“ sagði Þorsteinn aðspurður um reksturinn á Kýpur. 

Í ásreikningi Esju Seafood er sala á fiski hins vegar sögð vera einn helsti tilgangur félagsins: „Helsti tilgangur fyrirtækisins hélt áfram að vera sala á fiski, framleiga á fiskiskipum, eignarhald á langtímafjárfestingum og fjármögnun dótturfélaga og annarra tengdra félaga.“

 „Við stofnuðum aldrei sölufyrirtæki á Kýpur“

Þessi félög á Kýpur taka því við og miðla fjármunum innan Samherjasamstæðunnar og út úr henni og halda utan um eignarhald á útgerðum í löndum eins og í Namibíu. Eimskipafélagið er svo bara eitt af þeim félögum sem er inni í þeirra félagasamstæðu sem Samherji Holding ehf. heldur utan um í dag. 

Hagnaðist um 70 milljón dollara

Dæmi um það hvernig Samherji hefur tekið fjármuni frá starfsemi sinni í Afríku og til Íslands í gegnum þessi Kýpurfélög og móðurfélag þess, Fjárfestingarfélagið Sæból sem áður hét Polaris Seafood, er til dæmis hvernig 35 milljónir dollara runnu til Samherja hf. í gegnum þessa félagasamstæðu árið 2013. Árið 2013 seldu dótturfélög Samherja á Kýpur útgerðina Kötlu Seafood til rússneska útgerðarmannsins Vitali Orlov fyrir um 20 milljarða króna. Þetta ár voru 35 milljónir dollara greiddar í arð til Samherja hf. frá Polaris Seafood, nú Fjárfestingarfélaginu Sæbóli ehf., eða 4,2 milljarðar króna á gengi þess tíma, líkt og fjallað var um í DV árið 2013.  

Samherji var á þessum tíma einnig byrjað að veiða í Namibíu en þetta gerðist árið 2012, um það leyti sem Samherji fór að átta sig á því að erfitt gæti orðið fyrir félagið að komast yfir sjófrystikvóta í Marokkó og Máritaníu og að mögulega gæti verið lag að selja þá útgerð sem Samherji rak í þessum löndum. Veiðar Samherja í Namibíu áttu svo eftir að aukast mikið á næstu árum, sem og þær fjárhæðir sem útgerðin greiddi til spilltra ráðamanna í landinu í skiptum fyrir makrílkvóta. 

Af þessu sést svo meðal annars hvernig meðal annars Afríkustarfsemi Samherja er notuð til að fjármagna móðurfélagið í Samherjasamstæðunni á Íslandi og fjárfestingar þess í annars konar rekstri en sjávarútvegi hér á landi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár