Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.

Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans

Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi ráðherra, segir að hann skammist sín fyrir að hafa ekki séð í gegnum þann blekkingarleik sem einkavæðing Búnaðarbankans var á sínum tíma. Með orðum sínum á Finnur við meinta aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhausers að viðskiptunum sem reyndust vera fals.

Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
Á hestabúgarði Ólafs Ólafssonar Finnur Ingólfsson sést hér með Ólafi Ólafssyni, sem snýr baki í myndavélina, á hestabúgarði Ólafs, Pur Cheval í Frakklandi, í fyrra. 
ingi@stundin.is

Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, segist „skammast sín“ fyrir að hafa ekki séð í gegnum þær blekkingar sem notaður voru svo S-hópurinn svokallaði gæti keypt hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003.

Finnur var sjálfur einn af þeim aðilum sem myndaði S-hópinn. Hann var forstjóri VÍS, sem var einn af þeim aðilum sem myndaði S-hópinn, og var einn af lykilmönnunum í kaupum hópsins á Búnaðarbankanum, ásamt meðal annars Ólafi Ólafssyni í Samskipum.

Blekkingarnar sem um ræðir eru aðkoma þýska bankans Hauck  & Aufhaüser að kaupum S-hópsins. En þýski bankinn var í reynd aldrei hluthafi í bankanum þó slíkt hafi komið fram opinberlega og að þessi ætlaða aðkoma bankans hafi ráðið úrslitum um að S-hópurinn fékk að kaupa bankann af íslenska ríkinu.

Þessi orð eru höfð eftir Finni Ingólfssyni í ævisögu Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Halldór Ásgrímsson sem kom út hjá Forlaginu fyrir jólin, Halldór Ásgrímsson: Ævisaga.

Finnur segist ekkert hafa vitað

Í bókinni er vísað til þeirra orða Finns að hann hafi ekki haft hugmynd um þann blekkingarleik sem settur var af stað til að fólk tryði því að þýski bankinn væri í reynd hluthafi í Búnaðarbankanum í gegnum eignarhaldsfélagið Eglu, eitt af þeim félögum sem myndaði S-hópinn og keypti bankann.  Frá þessu er sagt í undirkafla sem ber yfirskriftina „Hókus pókus S-hópsins“ þar sem meðal annars er sagt frá þeirri niðurstöðu úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar um aðkomu þýska bankans að Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssyni hafi verið þeir sem skipulögðu blekkingarleikinn í kringum aðkomu þýska bankans að einkavæðingu Búnaðarbankans.

Tilgangurinn var í reynd að tryggja Kaupþingi, sem á þeim var tiltölulega lítill fjárfestingarbanki, eignarhlut í Búnaðarbankanum - Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust svo skömmu eftir einkavæðingu síðarnefnd bankans og varð á skömmum tíma stærsti banki Íslands. 

Eins og segir um þennan blekkingarleik í rannsóknarskýrslunni: „Telja verður að vegna áhrifa baksamninganna sem hér er lýst hafi því í reynd farið víðs fjarri að Hauck & Aufhäuser væri fjárfestir í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu hf. með þeim hætti sem gefinn var til kynna bæði gagnvart stjórnvöldum og í fjölmiðlum.“

Orðrétt hefur Guðjón eftir Finni í bókinni að hann hafi ekkert vitað um þessa sýndaraðkomu þýska bankans. „Finnur Ingófsson, sem var orðinn forstjóri VÍS, þegar kaupin voru gerð og kom að samningunum á lokastigi þeirra, segist skammast síns fyrir að hann skyldi ekki hafa séð í gegnum þá fléttu sem búið var að skapa og hann hefði ekki haft hugmynd um.“

  „Það er mér algjörlega ókunnugt um“

Myndin af Finni og Ólafi

Miðað við orð Finns Ingólfssonar var hann sjálfur blekktur eða að minnsta kosti ekki þátttakandi í blekkingunum sem settar voru á svið í einkavæðingu Búnaðarbankans. Orð Finns í bókinni ríma við orð sem áður hafa verið höfð eftir honum um vitneskju hans um þennan blekkingarleik en árið 2016, í aðdraganda þess að ákveðið var að láta skrifa rannsóknarskýrslu um aðkomu þýska bankans að Búnaðarbankakaupunum, sagði Finnur að honum hafi ekki verið kunnugt um að bankinn hafi ekki eignast hlut í bankanum.  „Það er mér algjörlega ókunnugt um og veit ekki til að það hafi verið,“ sagði Finnur í viðtali við Vísi.

Finnur Ingólfsson var, þrátt fyrir þetta, eitt helsta andlit kaupendahóps Búnaðarbankans, ásamt Ólafi Ólafssyni, og er myndin af þeim tveimur, brosandi og kátum í framsætinu á bíl eftir að hafa undirritað kaupsamninginn um Búnaðarbankann, líklega ein þekktasta fréttaljósmynd Íslands á síðustu 20 árum. Í fyrra, árið 2019, birtist sömuleiðis ljósmynd af Finni og Ólafi saman á hestabúgarði þess síðarnefnda í Frakklandi, Pur Cheval, á Facebook-síðu hestabúgarðsins. Báðir eru þeir Finnur og Ólafur miklir hestamenn.

Blekkingarleikurinn með Hauck & Aufhauser virðist því ekki hafa leitt til vinslita milli Finns og Ólafs en sá síðarnefndi var einn helsti skipuleggjandi Hauck & Aufhauser-fléttunnar rétt eins og Al-Thani fléttunnar rúmum fimm árum síðar. 

Finnur hagnaðist á einkavæðingunni

Hvað sem líður þessum orðum Finns Ingólfssonar, skömm hans og tjáðri eftirsjá út af blekkingunum í kringum einkavæðingu Búnaðarbankans, þá átti hann eftir að hagnast á henni persónulega. Sama ár og Búnaðarbankinn var einkavæddur stofnaði Finnur Ingólfsson fjárfestingarfélag sitt Fikt ehf. utan um hlutabréfaeign sína í Vátryggingafélagi Íslands.

Finnur átti svo eftir að stunda arðbær hlutabréfaviðskipti í Kaupþingi, með lánum frá bankanum, í gegnum þetta félag sitt á næstu árum.  Á þessum tíma var Finnur stjórnarmaður í bankanum - hann hætti í stjórninni árið 2007. Árið 2008 seldi Finnur hlutabréf sín í Kaupþingi og skilaði félag hans 180 milljóna króna hagnaði þetta ár. Segja má að einkavæðing Búnaðarbankans hafi lagt grunn að ferli Finns sem fjárfestis en hann átti meðal annars bifreiðaskoðunina Frumherja um árabil. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Nýtt á Stundinni

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þorvaldur Gylfason

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svanavatn á torgi

Einar Már Jónsson

Svanavatn á torgi

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Ritstjórn

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Stuðningur berst björgunarsveitinni  á Flateyri alls staðar að af landinu

Stuðningur berst björgunarsveitinni á Flateyri alls staðar að af landinu

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“