Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi ráðherra, segir að hann skammist sín fyrir að hafa ekki séð í gegnum þann blekkingarleik sem einkavæðing Búnaðarbankans var á sínum tíma. Með orðum sínum á Finnur við meinta aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhausers að viðskiptunum sem reyndust vera fals.
Fréttir
10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða
Þýski Commerzbank tapaði 23,8 milljörðum íslenskra króna vegna gjaldþrots Samson eignarhaldsfélags og suðurafríski bankinn Standard Bank tapaði 12,8 milljörðum. Glitnir og gamli Landsbankinn í hópi stærstu kröfuhafanna.
FréttirEinkavæðing bankanna
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú til skoðunar hvort hrinda eigi í framkvæmd þingsályktuninni frá 2012 um rannsókn á einkavæðingu bankanna. Lögfræðingur sem starfaði með tveimur rannsóknarnefndum Alþingis telur rannsóknarspurningar sem fylgdu þingsályktuninni vanhugsaðar og umboðsmaður Alþingis telur ólíklegt að sérstök rannsókn á einkavæðingu bankanna leiði fram nýjar markverðar upplýsingar.
FréttirEinkavæðing bankanna
Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson, sem rannsóknarnefnd um einkavæðingu Búnaðarbankans segir hafa staðið að málamyndagerningi til að blekkja yfirvöld, sakar ráðherra Framsóknarfloksins og Sjálfstæðisflokksins um pólitísk inngrip. „Við vorum hafðir að leiksoppum í pólitísku leikriti,“ segir Ólafur meðal annars.
FréttirEinkavæðing bankanna
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
Ólafur Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Hreiðar Már Sigurðsson neituðu allir að mæta í skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbankans. Þeir eru nú umsvifamiklir í viðskiptalífinu, meðal annars í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu og hóteluppbyggingu.
FréttirEinkavæðing bankanna
Benedikt ósammála Bjarna Benediktssyni – vill ljúka rannsókn á sölu bankanna
Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson vill ekki nánari rannsókn á einkavæðingu bankanna, en Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir svar sitt einfalt: Það þurfi að ljúka rannsókn. Hann hefur skrifað Fjármálaeftirlitinu bréf vegna kaupa vogunarsjóða í Arion banka.
FréttirEinkavæðing bankanna
Bjarni vill ekki rannsaka einkavæðingu bankanna
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill draga lærdóm af blekkingum við einkavæðingu bankanna en ekki rannsaka hana nánar. Meðlimur einkavæðingarnefndar sagði af sér vegna óásættanlegra vinnubragða við sölu ríkisins á Landsbankanum og taldi formenn flokkanna hafa handvalið kaupendur bankanna. Ólafur Ólafsson afsalaði Framsóknarflokknum húsi mánuði áður en hann keypti Búnaðarbankann af ríkinu á fölskum forsendum.
Lykilatriðið í einkavæðingu Búnaðarbankans var blekking sem hópur fólks tók þátt í eða var meðvitaður um. Menn á vegum fjárfestisins Ólafs Ólafssonar nýttu skattskjól til að fela raunverulega slóð eignarhaldsins og láta líta út fyrir að þýskur banki væri aðili að kaupunum. Ólafur var síðar dæmdur fyrir að taka þátt í sýndarviðskiptum til að auka trúverðugleika bankans þegar hann stefndi í þrot. Bankinn varð gjaldþrota fimm árum eftir einkavæðingu. En Ólafur er nú í milljarðafjárfestingum með lóðir í Reykjavík.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.