Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 22. nóv­em­ber til 6. des­em­ber.

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Samstöðu- og styrktarpartí fyrir Elvar

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 6. desember kl. 19:.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Fáir hljóðmenn hafa verið jafn afkastamiklir og Elvar Geir Sævarsson, en auk þess að vera einn helmingur af sveitinni Helvar þá hefur hann verið í hljóðbásnum hjá að minnsta kosti annarri hverri rokksveit landsins. Því ætti ekki að koma á óvart að þegar hann fékk heilablóðfall í haust vildu margir leggja sitt af mörkum til að hjálpa honum, og því var efnt til þessa styrktartónleika. Fram koma stórsveitir eins og HAM, Sólstafir og Skálmöld, auk Morðingjanna, Momentum, Kolrössu krókríðandi, Fleka, Volcanova, Devine Defilement og Dr. Gunna og hljómsveit. DJ Töfri lýkur síðan kvöldinu með stæl. Auk aðgangseyris er tekið við frjálsum framlögum.

Andy Svarthol útgáfutónleikar

Hvar? Hressingarskálinn
Hvenær? 22. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Tilfinningaríka tvíeykið sem myndar kjallarapoppsveitina Andy Svarthol fagnar útkomu fyrstu breiðskífu sinnar Mörur á Hressó. Platan verður flutt í heild sinni, en sama dag verður hún fáanleg í vínylútgáfu. Fleiri atriði koma fram á þessu kvöldi, en skáldið Bragi Páll Sigurðarson les meðal annars úr nýútkominni skáldsögu sinni, Austur.

Unfiled sjónleikar I

Hvar? Mengi
Hvenær? 22. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þetta eru fyrstu af þremur Unfiled sjónleikakvöldum, en þeir eru eins konar tilraunastofa þar sem mismunandi listamenn spinna ólík verk í hljóð og mynd. Á þessu kvöldi koma fram Atli Bollason og Guðmundur Úlfarsson, en þeir eru báðir reyndir raftónlistarmenn sem eru betur þekktir sem Allenheimar og Good Moon Deer.

The Irishmen

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 22. nóv.–12. des.
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Martin Scorsese á að baki sér langan og virtan feril sem kvikmyndagerðarmaður, en margir gagnrýnendur segja að nýjasta myndin, The Irishman, sé besta mynd hans í 30 ár. Hún er byggð á sannri sögu um leigumorðingja sem á að hafa drepið verkalýðsforingjann Jimmy Hoffa.

Doomcember 2019

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 22.–23. nóvember
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Doomcember er árlegur fögnuður dúmhljómsveita, en þær einkennast af þungum, hægum og leðjukenndum hljóðfæraleik og eru því hið fullkomna tónlistarform til að hrista af sér skammdegisdepurðina og fagna myrkri vetursins. Í ár teygir hátíðin sig yfir tvö kvöld og koma eftirfarandi hljómsveitir fram: Nornagal, Kvelja, Morpholith, Saturnalia Temple, Plastic Gods, Slor, Dynfari, Katla, Sunnata og Godchilla. 

Örlagaþræðir

Hvar? Harpa
Hvenær? 26. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Verkið Örlagaþræðir er samrunaverk þar sem söngur og dans renna saman í túlkun á ljóðum Mariu Stuart og Mathilde Wesendonck. Umfjöllunarefni skáldanna eru ólík og lifðu þær á ólíkum tímum en þær voru báðar fullar af ástríðu og þrótti. Ljóðin verða túlkuð af þeim Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Láru Stefánsdóttur dansara.

Jólabíó

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 23. & 30. nóv. kl. 15.00 & 20.00
Aðgangseyrir: 1.000–1.600 kr.

Bíó Paradís efnir til sérstakra jólasýninga á vel völdum bíómyndum sem henta bæði fyrir fjölskyldur með börn og fullorðna sem varðveita ennþá börnin í sér. Á næstunni eru til sýnis Home Alone 2 þann 23. nóvember og fyrsta Harry Potter myndin 30. nóvember; haldnar eru fjölskyldusýningar klukkan 15.00 og síðan partísýningar kl. 20.00.

Verndarvættir Íslands

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? Til 28. nóvember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning er sprottin upp úr vinnu Sigrúnar Úlfarsdóttur þar sem hún kynnti sér indverska heimspeki og orkustöðvar ayurveda-fræðanna í tengslum við hönnun skartgripa. Hún vildi gera myndverk í kringum viðfangsefnið, þar sem skartgripalína virkaði eins og eitt atriði í risastóru myndrænu hugverki þar sem myndlist og hönnun kallast á eins og tveir andstæðir pólar, úr tveimur ólíkum heimsmyndum.

Jólaforleikur Teits Magnússonar og Árna Vil

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 28. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Vinirnir Teitur og Árni eru báðir vel þekktir í tónlistarheiminum; Teitur fyrir að vera skeggprúður þjóðlagatöframaður sem heldur messur tileinkaðar draumum og góða lífinu á hverjum tónleikum, og Árni fyrir að vera óheflaður stuðbolti. Á þessum jólaforleik verður auk tónleika lesin jólasaga og fluttur þakkargjörningur.

Drag-Súgur fjáröflun fyrir Báru

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 28. nóvember kl. 21.30
Aðgangseyrir: 2.940 kr.

Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir hefur staðið í ströngu frá því að hún leysti frá skjóðunni um fund nokkurra þingmanna Miðflokksins og úr Flokki fólksins á Klausturbar í fyrra þar sem þeir afhjúpuðu meðal annars fordóma sína gagnvart fötluðum, konum og fleirum. Nú stendur hún frammi fyrir miklum lögfræðikostnaði og því hafa dragdrottningarnar (og konungarnir) í hinsegin kabaretthópnum Drag-Súgur ákveðið að efla til fjáröflunarviðburðar henni til stuðnings.

Jólafjör Stórsveitar Reykjavíkur

Hvar? Harpa
Hvenær? 1. desember kl. 17.00
Aðgangseyrir: 4.250 kr.

Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegum barna- og fjölskyldutónleikum. Tónleikarnir hafa vakið mikla lukku í gegnum árin, sérstaklega hjá yngri hlustendum, sem fá tækifæri til að skyggnast inn í töfraheim djass- og stórsveitartónlistar. Á þessum viðburði flytur rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir einnig nýja jólasögu sem hún hefur samið fyrir þetta tilefni undir tónspili Stórsveitarinnar.

Jólaævintýri Þorra og Þuru

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 1., 8., 15. & 22. des kl. 13.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Álfarnir Þorri og Þura sýna nýtt jólaleikrit, en þeir hafa heimsótt þúsundir leikskólabarna með farandssýningum sínum síðan árið 2008, komið fram á ýmsum hátíðum og slógu í gegn með jólaþáttunum Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV síðustu jól. Þorri og Þura eru bestu vinir og miklir fjörkálfar, en sýningar þeirra einkennast af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri tónlist.

Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hvar? Harpa
Hvenær? 5. desember kl. 19.30
Aðgangseyrir: frá 2.600 kr.

Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma perlur eftir meistara barokktónlistar frá 17. og 18. öld. Flutt verða verk eftir frönsku tónskáldin Jean-Baptiste Lully og Jean-Philippe Rameau, og þýsku tónskáldin Georg Philipp Telemann og Johann Sebastian Bach. Hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands þetta kvöld verður hinn rússneski Maxim Emelyanychev.

Skúraleiðingar #3

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 5. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Það verður líf og fjör þegar nokkrar bílskúrshljómsveitir koma úr skúrnum í haust og stinga í samband. Á þremur fimmtudagskvöldum munu þrjár hljómsveitir troða upp í hvert skipti og flytja frumsamið efni og ábreiður í bland. Búast má við rokki, pönki, blús og öðru slíku. Á þessu þriðja og síðasta kvöldi stíga á svið Sverrisson Hotel, Blúsband Þorkels Jóelssonar og félagar og Gunk.

Japanskir kvikmyndadagar 2019

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 5.–10. desember
Aðgangseyrir: 1.600 kr. hver mynd

Japanskir kvikmyndadagar eru haldnir enn og aftur í ár, en í þetta skiptið verða sjö myndir til sýnis. Meðal þeirra eru rómantíska fantasíumyndin Your Name sem sló öll fyrri met japanskra teiknimynda þegar hún kom út 2016, ástkæra Studio Ghibli ævintýramyndin Howl’s Moving Castle og sálfræðitryllirinn Perfect Blue sem var ein af fyrstu myndum til að vekja máls á hættum sem frægu fólki stafar af rafrænu aðgengi aðdáenda að því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu