Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur hefur tekið 18 milljóna arð og lánað 23 milljónir úr Hraðbraut eftir lokun skólans

Ólaf­ur Hauk­ur John­son reyn­ir að þrýsta á Ill­uga Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra af því hann vill gera nýj­an þjón­ustu­samn­ing við ráðu­neyt­ið fyr­ir Hrað­braut. Þrátt fyr­ir gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á arð­greiðsl­ur og lán­veit­ing­ar út úr skól­an­um hef­ur hann hald­ið áfram að taka arð úr rekstr­ar­fé­lagi skól­ans og veita lán út úr því þrátt fyr­ir að fé­lag­ið sé tekju­laust. Fjár­mun­ir fé­lags­ins eru bún­ir.

Ólafur hefur tekið 18 milljóna arð og lánað 23 milljónir úr Hraðbraut eftir lokun skólans
Reynir að þrýsta á Illuga Ólafur Haukur Johnson reynir að fá Illuga Gunnarsson til að gera nýjan þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut. Mynd: Pressphotos

Ólafur Haukur Johnson, sem var eigandi og skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, hefur haldið áfram að taka arð út úr rekstrarfélagi skólans og lána peninga út úr fyrirtækinu þrátt fyrir að skólanum hafi verið gert að endurgreiða menntamálaráðuneytinu ofgreidd fjárframlög sem námu 192 milljónum króna á árunum 2003 til 2009. Ólafur segist hafa fengið vilyrði Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra fyrir því að skólinn fengi áfram stuðning.

Menntaskólinn Hraðbraut var einkarekinn framhaldsskóli í Reykjavík sem starfaði á árunum 2003  til 2012. Þrátt fyrir skólinn hafi verið einkarekinn var hann fjármagnaður með opinberu fé að 80 prósent leyti og að 20 prósentum með skólagjöldum nemenda. 

Vill nýjan þjónustusamning
Vill nýjan þjónustusamning Ólafur Haukur Johnson vill fá nýjan þjónustusamning við menntamálaráðuneytið og skrifaði hann grein þess efnis í Fréttablaðið í gær.

Skólanum lokað eftir fjáraustur úr honum

Skólanum var lokað eftir vormisseri árið 2012 í kjölfar umfjöllunar DV um tugmilljóna arðgreiðslur og lánveitingar út úr rekstri skólans og gagnrýninnar skýrslu Ríkisendurskoðunar á starfseminni.

Arðgreiðslur út úr Hraðbraut á tímabilinu 2003 til 2009 námu 82 milljónum króna en eigendur rekstrarfélags skólans eru Ólafur Haukur Johnson og eiginkona hans, Borghildur Pétursdóttir. Rekstrarfélag skólans gerði einnig leigusamning við fasteignafélag í eigu Ólafs Hauks um leigu á húsnæði undir skólann í Faxafeni í Reykjavík og tóku Ólafur og Borghildur 105 milljóna króna arð út úr því á árunum 2005 til 2008.

Samtals greiddi íslenska ríkið um 1152 milljónir króna til skólans á grundvelli þjónustusamnings á árunum 2003 til 2010. Skuld skólans við menntamálaráðuneytið, sem tilkomin var vegna ofgreiddra fjárframlaga og fjallað var um í skýrslu Ríkisendurskoðunar, var á endanum skuldajöfnuð á móti kröfu sem Hraðbraut átti á hendur íslenska ríkinu vegna þess að skólinn fékk of lítið greitt með hverjum nemanda á árunum 2010 til 2012. Hraðbraut er því skuldlaus við íslenska ríkið samkvæmt heimildum Stundarinnar. 

DV greindi einnig meðal annars greint frá því að Ólafur Haukur byggi í einbýlishúsi á Arnarnesinu, ætti sumarhús á Flórída og keyrði um á svartri Range Rover-bifreið. Eitt af því sem Ólafur Haukur sagði um rekstur skólans á sínum tíma var að það sýndi sig að það „borgaði sig“ að reka skólann. 

„Það er alveg nóg fyrir mig“

Ólafur fær ekki stuðning menntamálaráðuneytisins

Ólafur hefur á síðustu árum reynt að fá leyfi og stuðning menntamálaráðuneytisins til að opna skólann aftur en hvorki Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, né Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, hafa orðið við þeim óskum hans.

Ólafur skólastjóri skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann átaldi Illuga fyrir að hafa ekki veitt honum leyfi til að opna skólann aftur með fjárveitingum frá ríkinu.

Ólafur vildi ekki ræða greinina í Fréttablaðinu í samtali við Stundina. „Heyrðu Ingi minn. Skrifa þú nú bara í fimmtánda skipti sömu greinabullið sem þú ert búinn að skrifa áður. Það er alveg nóg fyrir mig,“ sagði Ólafur áður en hann skellti á. 

Einungis 114 þúsund krónur eftir í félaginu

Þrátt fyrir þá gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hefur sett fram á rekstur Hraðbrautar greiddi Ólafur samt sex milljóna króna arð út úr rekstrarfélagi skólans, Hraðbraut ehf, árið 2012 og svo tólf milljóna arð árið 2013. Engin arðgreiðsla var árið 2014 en þá var hins vegar greitt út rúmlega sjö milljóna króna lán til „tengdra aðila“. Þetta kemur fram í ársreikningum rekstrarfélags skólans. Ólafur hefur því haldið áfram að greiða arð og veita lán út úr rekstrarfélaginu þrátt fyrir að megingagnrýni Ríkisendurskoðunar á starfsemi skólans hafi einmitt snúið að slíkum greiðslum út úr félaginu. Þetta lán bætist meðal annars við sextán milljóna króna lán út úr rekstrarfélaginu til tengdra aðila árið 2012 og tvö 50 milljóna króna lán í fasteignaverkefni Nýsis í Skotlandi á árunum 2007 en 2008 en Ólafur Haukur fjárfesti í því verkefni í gegnum annað fyrirtæki. 

Í lok árs 2014 var lausafjárstaða félagsins orðin þannig að nánast ekkert fé var eftir í því: Einungis rúmlega 114 þúsund krónur. Í lok árs 2013 hafði handbært fé numið rúmlega 8,5 milljónum króna og var helsta ástæðan var breytingunni á handbæru fé sú að umrætt lán til tengdra aðila var veitt. Hraðbraut ehf. er ekki með neinar tekjur þar sem fjármagn félagsins kom frá nemendum Hraðbrautar ehf. og menntamálaráðuneytinu þegar skólinn var starfandi en hann hefur ekki verið starfræktur í bráðum fjögur ár. Því eru engar líkur á því að lausafjárstaða rekstrarfélags skólans hafi batnað eftir að gengið var frá ársreikningi skólans fyrir árið 2014. 

Segir Bjarna hafa veitt samþykki
Segir Bjarna hafa veitt samþykki Í greininni í Fréttablaðinu sagði Ólafur Haukur Johnson að Bjarni Benediktsson hefði samþykkt gerð þjónustusamnings við Hraðbraut. Óvíst er hvort þetta er satt.

Segir Bjarna styðja skólann - faðir hans var í varastjórn

Eitt af því sem vakti athygli í grein Ólafs Hauks í Fréttablaðinu var að hann vísaði í meint tveggja manna tal þeirra Illuga Gunnarssonar frá því í febrúar á þessu ári. Í því samtali, þar sem rætt var um að menntamálaráðuneytið myndi gera annan þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut, sagði Ólafur að Illugi hefði sagt að ef Bjarni Benediktsson styddi opnun Hraðbrautar að nýju. „Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?“,“ sagði Ólafur Haukur og vísaði til meintra orðaskipta þeirra Illuga á fundinum. 

„Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér“

Hvað sem líður sanngildi orða Ólafs Hauks um skoðun Bjarna á skólanum þá sat faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, sem varamaður í stjórn skólans á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið árið 2008. Bjarni er því tengdur skólanum óbeint í gegnum föður sinn. 

Stundin hefur gert tilraunir til að ná tali af Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, en hún svarar ekki símtölum miðilsins. Þar af leiðandi er ekki hægt að fá það staðfest hvort Ólafur Haukur fari með rétt mál í grein sinni um skoðun Bjarna Benediktssonar á að Hraðbraut opni á nýjan leik eftir gerð þjónustusamnings við menntamálaráðuneytið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu