Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, veltir fyrir sér mútum í íslenskum stjórnmálum, og reynir að átta sig á því hvers vegna frásagnir af þeim eru gjarnan færðar fram í hálfkveðnum vísum.
Lengst af var álitið að spilling væri heldur lítil á Íslandi og að í stjórnmálum landsins fyrirfinndist eiginlega aðeins smáspilling á borð við frændhygli og svo tiltölulega smávægilegt aðstöðubrask. Fregnir af hreinum og klárum pólitískum mútum voru fátíðar og þá einkum í formi heldur fjarstæðukenndra flökkusagna sem vafasamir fýrar einhvers staðar á útjaðri samfélagsins héldu fram og enginn tók sérstaklega alvarlega. Ef marka má ummæli síðustu daga er þetta kannski breytt.
Nú hefur það gerst í annað sinn að fyrrverandi forsætisráðherra greinir frá alvarlegri tilraun til viðmikilla mútugreiðslna til sín í skiptum fyrir stórfenglega pólitíska fyrirgreiðslu. Í nýlegum viðtölum hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýst því hvernig útsendarar erlendra kröfuhafa og vogunarsjóða hafi hundelt hann um heiminn og boðið honum geipilegar fégreiðslur í skiptum fyrir hagfellda niðurstöðu í uppgjöri föllnu bankanna. Múturnar áttu að tryggja mýkri meðferð íslenskra stjórnvalda í mikilvægu hagsmunamáli. Hér eru á ferðinni þvílíkar ásakanir að ómögulegt er …
Athugasemdir