Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stofnandi Þjóðarflokksins býst við að fá uppreist æru frá forsetanum

Sverr­ir Þór Ein­ars­son, sem stend­ur fyr­ir stofn­un Þjóð­ar­flokks fyr­ir Ís­lend­inga, var dæmd­ur fyr­ir lík­ams­árás sem leiddi til and­láts manns og von­ast eft­ir að fá upp­reist æru frá for­seta Ís­lands. Hann sagði skil­ið við Fram­sókn­ar­flokk­inn þar sem hann tel­ur Sig­mund Dav­íð hafa svik­ið kosn­ingalof­orð.

Stofnandi Þjóðarflokksins býst við að fá uppreist æru frá forsetanum
Leiðtogi Þjóðarflokksins Sverrir segir þessa mynd hafa verið tekna í fíflalátum.

Sverrir Þór Einarsson, einnig þekktur sem Sveddi tattú, segist hafa orðið var við mikinn meðbyr í kjölfar þess að hann tilkynnt um stofnun nýs stjórnmálaflokks sem hann nefnir Þjóðarflokkinn. Sverrir starfar sem húðflúrari og bóndi í Borgarfirði.

Hann komst oft í fréttir á sínum tíma í tengslum við mótorhjólaklúbbinn Fáfni.

Sverrir er með flekkað mannorð vegna dóms sem hann fékk fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða fórnarlambsins. Hann býst þó við að fá uppreist æru frá forsetanum svo hann geti tekið sæti á Alþingi. Samkvæmt 34. grein stjórnarskrár Íslands þarf óflekkað mannorð til að vera kjörgengur á Alþingi. Ef einstaklingur fær meira en tveggja ára fangelsisdóm verður mannorð ekki óflekkað nema forseti íslands veiti viðkomandi uppreist æru. Þetta kemur fram í 85. grein almennra hegningarlaga.

Helsta markmið flokksins af Facebook-síðu hans að dæma er að berjast gegn komu flóttamanna til Íslands. Í samtali við Stundina skýrir Sverrir nánar stefnu flokksins og segist hann ætla að setja róttækar breytingar á kvótakerfinu á oddinn auk innflytjendamála. Hann segir flokkinn ekki rasistaflokk og að meðfylgjandi ljósmynd, þar sem hann heilsar með nasistakveðju með yfirvararskegg í stíl Adolfs Hitler, hafi einungis verið gerði í gríni. Sverrir var áður í Framsóknarflokknum en hann telur þann flokk hafa svikið kosningaloforð sín. Þegar þessi orð eru skrifað er flokkurinn með 222 like á Facebook-síðu sinni.  

Sverrir Þór Einarsson
Sverrir Þór Einarsson Einnig þekktur sem Sveddi tattú.
 

„Maður er bara hálf hrærður yfir viðbrögðunum, viðtökunnar eru þvílíkar og meðbyrinn ótrúlegur. Þegar mest gekk á í dag þá voru 46 manns að skrá sig á klukkutíma. Það er miklu meira en ég átti nokkurn tímann von á. Þessi pólitíski rétttrúnaður sem búinn að vera hérna í gangi verður að linna. Ég er bara að segja þetta eins og það er. Við höfum ekkert gagn af því að henda þúsundum milljóna í einhverja vitleysu þegar við getum ekki hugsað um okkar smæstu borgara,“ segir Sverrir og vísar til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi.

„Gömlu mafíósarnir eru hræddir“

Sverrir segir að flokkurinn hafi ekki verið formlega stofnaður. Hann býst þó við að það verði ekki vandamál. Í upphafi var flokkurinn stofnaður á Facebook sem aðili eða persóna, en það þýðir að flokkurinn gæti ekki haft fleiri en fimm þúsund vini. Á mánudag var þessi aðgangur horfinn og kennir Sverri hökkurum tengdum fjórflokknum um það. „Það er einhver búinn að hakka okkur og skemma síðuna. Einhverjir fjórflokksmenn eru komnir með hræðsluhroll. Það er búið að hakka þetta allt í tætlur í dag og ég er mjög stoltur af því, gömlu mafíósarnir eru hræddir. Ég get ekki tengt mig eða neitt, það er eins og síðan hafi aldrei verið til,“ segir Sverrir.

Boðar róttæka breytingu á kvótakerfinu

Spurður um stefnumál þessa nýja flokks leggur Sverri áherslu á að Þjóðarflokkurinn verði ekki einsmálsflokkur. Hann segir að flokkurinn muni móta stefnu í til að mynda í mennta- og efnahagsmálum. Hann gefur þó dæmi um hver stefna flokksins verði í sjávarútvegsmálum. „Ég ætla að taka kvótamálin fyrir. Fiskurinn í sjónum á að vera þjóðareign og hugsaður og skilyrtur sem slíkur. Ég vil að allur kvóti fari á markað og uppboð. Ég vil að allir bátar undir sextán metra fái að stunda frjálsar strandveiðar, eins og í Noregi. Það þýðir ekki að láta sjálftökumenn gömlu fjórflokksmafíunnar og LÍÚ hirða af okkur auðlindir okkar. Þetta er bara rugl. Það má gera þetta með lagabreytingu og pennastriki,“ segir Sverrir.

„Þetta er bara hryllingur, þeir aðlagast ekki.“

Vill að Íslendingar gangi fyrir

Eitt af meginmálum flokks Sverris er að vinna gegn menningarlegum áhrifum múslima á Íslandi. „Fjórflokkurinn á bara að þurrkast út. Sjáðu bara moskumálið, hvað gerir Dagur B. Eggertsson og hans undirsátar? Hvað heitir moska um allan heim? Moska er samfélagsmiðstöð og þar er sharia-réttur. Þá er þetta dómshús. Þarna útbýta þeir refsingum og pyntingum. Þetta er skóli, innrættingarskóli. Þetta er eitthvað fjölnotahúsnæði fyrir útlendinga,“ segir Sverrir. Þegar honum er bent á að engin dæmi séu um sharíalög á Íslandi hingað til svarar Sverrir að það sé bara tímaspursmál. „Þú sérð öll dæmin í Evrópu og Skandinavíu. Þetta er bara hryllingur, þeir aðlagast ekki,“ segir Sverrir.

Þrátt fyrir þessi orð segist Sverrir ekki vera alfarið á móti því að Ísland taki á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. „Ég er alveg til í að taka á móti flóttamönnum ef við erum búin að koma gamla fólkinu á réttan stað og koma börnunum okkar í skóla. Þegar sjúkrahúsin eru komin í lag. Þetta hlýtur að hafa forgang að Íslendingar gangi fyrir. Við verðum að byrja á því að hugsa um okkar fólk. Það hlýtur að ganga fyrir að Íslendingar hugsi um íslensku þjóðina,“ segir Sverrir.

„Ég er að segja að Íslendingar verða að setja Íslendinga í forgang.“

Þykir rasismi andstyggilegur

Eftir þessi orð Sverris liggur beinast við að spyrja hvort Þjóðarflokkurinn sé rasistaflokkur. „Rasistaflokkur? Þetta er bara út í Hróa hött. Ég hata alla jafnt. Að vera rasisti er að vera með neikvæða mismunun út af trúarbrögðum, litarhætti eða kynhneigð. Það þykir mér bara andstyggilegt. Ég er alls ekki að lýsa því. Ég er að segja að Íslendingar verða að setja Íslendinga í forgang. Ef við eigum afgang þegar við erum búin að gera sæmilega við gamla fólkið og laga spítalann, þá er ég alveg hlyntur að setja eitthvað af afganginum í útlendinga,“ svarar Sverrir.

Sverrir ítrekar að Hitlersmyndin sem finna má á Facebook-síðu hans sé grín. „Hvað kemur þessi mynd málinu við? Hvað kemur það málinu við þegar ég og konan mín erum að leika okkur heima hjá okkur í einhverjum fíflagangi. Ég var að fara í klippingu og þetta leit út eins og helvítis Hitlergreiðsla. Við hlógum svo mikið að hún tússaði á mig yfirvararskegg. Þetta er bara brandari,“ segir Sverrir um myndina.

„Fór ekki Árni Johnsen á þing?“

Með flekkað mannorð

Sverrir var árið 1997 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Vegas við Frakkastíg. Árásin leiddi til dauða mannsins. Sverrir er því lagalega séð með flekkað mannorð og þyrfti að fá uppreist æru til að setjast á þing. Hann hefur engar áhyggjur af þessu. „Það er ekki nokkuð mál. Fór ekki Árni Johnsen á þing? Maður fer bara og leggur inn náðunarbréf frá forsetanum á núll níu. Ég fæ uppreisn æru frá Óla frænda,“ segir Sverrir og vísar til Ólafs Ragnars Grímssonar.

Sverrir er, líkt og forsetinn, fyrrverandi framsóknarmaður. Hann segist hafa kosið flokkinn í síðustu kosningum. „Ég var í Framsóknarflokknum þangað til að Sigmundur Davíð sveik öll loforð. Hann skeit upp á bak og laug linnulaust frá morgni til kvölds. Þetta eru bara framapotarar,“ segir Sverrir.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
6
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár