Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landsbankinn hjálpar til við söluna á stöðugleikaeignum ríkissjóðs

Tæp tvö ár eru lið­in frá því að Lands­bank­inn seldi hlut í Borg­un á und­ir­verði í lok­uðu sölu­ferli, með­al ann­ars til föð­ur­bróð­ur fjár­mála­ráð­herra. Næstu mán­uði mun rík­is­bank­inn eiga að­komu að sölu rík­is­eigna upp á tugi millj­arða, hluta­bréfa­eigna sem fylgdu stöð­ug­leikafram­lagi kröfu­hafa.

Landsbankinn hjálpar til við söluna á stöðugleikaeignum ríkissjóðs

Lindarhvoll, einkahlutafélagið sem fjármálaráðherra fól að halda utan um stöðugleikaeignir ríkissjóðs, hefur gert samning við Landsbankann um ráðgjöf við sölu eignanna. 

Tæp tvö ár eru liðin síðan sami banki – sem er nær alfarið í eigu ríkissjóðs og heyrir þannig með óbeinum hætti undir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra – seldi eignarhlut í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun á undirverði í lokuðu söluferli, meðal annars til fyrirtækis sem eignarhaldsfélag föðurbróður ráðherra, Einars Sveinssonar, á hlut í.

„Lindarhvoll ehf. hefur ráðið Landsbankann til að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef Landsbankans í gær. Haft er eftir Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða hjá Landsbankanum, að bankinn sé „ákjósanlegur samstarfsaðili fyrir ríkið við sölu eignanna“. 

Í tæp tvö ár hafa Landsbankinn, og um leið Bankasýsla ríkisins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sætt harðri gagnrýni vegna vinnubragða við sölu ríkiseignar í Borgunarmálinu. Nú, á síðustu mánuðum kjörtímabilsins, mun Landsbankinn eiga aðkomu að sölu hinna svonefndu stöðugleikaeigna. Stöðug­leikafram­lög til rík­is­sjóðs nema hátt í 400 millj­örðum króna en verðmæti þeirra eigna sem eru í umsýslu Lindarhvols hafa verið metin á rúma 60 milljarða miðað við bókfært virði. Til samanburðar má nefna að Landsbankinn seldi eignarhlutinn í Borgun á 2,2 milljarða í nóvember 2014.

800 milljóna arður og hagstæður samruni

Nokkrum vikum eftir hina umdeildu sölu Landsbankans á Borgunarhlutnum voru 800 milljónir króna greiddar út í arð til hluthafa Borgunar. Í byrjun ársins 2016 varð svo uppi fótur og fit þegar greint var frá því að bæði Borgun og Valitor, sem Landsbankinn átti einnig hlut í, hagnast um vel á annan tug milljarða króna vegna yfirtöku Visa Inc á Visa Europe. 

Þegar Landsbankinn seldi hlut sinn í Valitor var gerður sérstakur samningur um hlutdeild í ágóða vegna fyrirhugaðs samruna Visa Inc og Visa Europe. Hins vegar hafði enginn slíkur samningur verið gerður þegar bankinn seldi hlut sinn í Borgun skömmu áður. Eins og Kjarninn hefur bent á hafði þó Bloomberg-fréttaveitan fjallað sérstaklega um þær gríðarlegu upphæðir sem voru í húfi ef Visa Inc myndi nýta sér valrétt sinn og yfirtaka Visa Europe nokkrum dögum áður en greint var frá sölunni. 

Steinþór Pálsson
Steinþór Pálsson bankastjóri

Fram hefur komið að Landsbankinn vissi af valrétti Visa Inc og af áformum Borgunar um að auka umsvif fyrirtækisins erlendis áður en hlutur Landsbankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu var seldur árið 2014. 

Fjárfestahópurinn sem keypti hlut Landsbankans í Borgun var settur þannig saman, samkvæmt því sem komið hefur fram opinberlega, að forstjóri Borgunar hafði samband við tiltekna fjárfesta, meðal annars Einar Sveinsson, og bauð honum að vera með í viðskiptunum. 

Hafa bæði banka­stjóri og banka­ráð Landsbank­ans viðurkennt að eðlilegra hefði verið að selja eignarhlut bankans í Borgun í opnu söluferli þar sem fleiri fjárfestar hefðu fengið tækifæri til að bjóða í hlutinn.  

Ráðgjöf eða „milliganga við sölu“

Í gær, 4. ágúst 2016 eða tæpum tveimur árum eftir að Borgunarsala Landsbankans fór fram, hefur Lindarhvoll ehf., einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs sem Bjarni Benediktsson setti á stofn, ráðið Landsbankann til að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins.

Fram kemur í tilkynningu á vef Lindarhvols frá 21. júlí að Ríkiskaup hafi, að beiðni félagsins, annast milligöngu um öflun tilboða frá fjármálafyrirtækjum til að selja skráðar eignir í umsýslu félagsins auk tilboða frá hugsanlegum ráðgjöfum í tengslum við sölumeðferð á Lyfju hf. Á vef Ríkiskaupa var „óskað eftir tilboðum frá fyrirtækjum sem hafa leyfi til kauphallarviðskipta um að hafa milligöngu við sölu allra skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins“. 

Í tilkynningu Lindarhvols segir: „Á grundvelli þeirra tilboða sem bárust hefur Lindarhvoll ehf. ráðið Landsbankann hf. til að veita ráðgjöf við sölu skráðra eigna í umsýslu félagsins og Virðingu hf. sem ráðgjafa í tengslum við sölumeðferð á Lyfju hf. Í samræmi við reglur Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem fram kemur að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, er nú unnið að nánari útfærslu á söluferli fyrrnefndra eigna, sem kynnt verður nánar á næstu vikum. Við söluferli þeirra verður í samræmi við fyrrgreindar reglur lögð áhersla á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar.“

Að því er fram kemur á vef Landsbankans eru Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Reitir fasteignafélag hf., Síminn hf. og Eimskipafélag Íslands hf þær eignir sem um er að ræða. Eins og Stundin hefur áður fjallað um er mál Sjóvar sérstakt í ljósi þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tengdist sjálfur þeim viðskiptagjörningum fyrir hrun sem leiddu til þess að tryggingafélagið fór á hliðina. Nú, átta árum seinna, ber hann pólitíska ábyrgð á því hvað verður um eignarhlut ríkisins í félaginu.

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

„Allt á sömu hendur og venjulega“

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, birti pistil um samstarf Lindarhvols og Landsbankans á vefsíðu sinni í gærkvöldi. „Í ljósi sögunnar verður það að teljast athyglisvert svo ekki sé nú meira sagt að ríkið leiti ráðgjafar hjá Landsbankanum um ráðstöfun eigna okkar. Ekki að það skipti öllu máli. Þetta fer á endanum allt á sömu hendur og venjulega. Ein stærsta einkavæðing sögunnar er komin á fullt skrið,“ skrifar hann. 

Þá hefur Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins til fjölda ára, hvatt Bjarna Benediktsson til að fela stjórn Lindarhvols að leita ráðgjafar erlendra sérfræðinga við umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna.

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

„Hvers vegna felur fjármálaráðherra ekki stjórn þess að semja við erlenda sérfræðinga um ráðgjöf við smíði sölutillagna og síðan framkvæmd þeirra? Hlutverk stjórnarinnar yrði eftirlit,“ skrifaði hann í bloggpistli í lok apríl. Benti Björn á að fyrsta einkavæðing bankanna sætti enn gagnrýni vegna þess hvernig að henni var staðið. „Önnur einkavæðing bankanna var framkvæmd með leynd. Þriðju einkavæðinguna ætti að framkvæma með aðild erlendra, óháðra sérfræðinga.“

Birni varð ekki að ósk sinni en Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá bankanum, telur þó að samstarf Landsbankans og ríkisins við sölu ríkiseignanna verði gifturíkt. „Sérfræðingar í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum hafa mikla og góða reynslu af miðlun stærri eignarhluta í skráðum hlutabréfum og bankinn er leiðandi í veltu í Kauphöll. Því er ljóst að Landsbankinn er ákjósanlegur samstarfsaðili fyrir ríkið við sölu eignanna,“ er haft eftir henni á vef Landsbankans


Sjá einnig:

Engeyjarættin: Þræðir stjórnmála og einkahagsmuna

68 milljarðar í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga

Endurteknir hagsmunaárekstrar Bjarna vegna viðskipta ættingja hans

Átta árum eftir Vafningsfléttuna: Sjóvá hjá Bjarna og sala undirbúin

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bankasýsla ríkisins

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár