Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Læknar í einkarekstri: Fá upp í 36 milljónir á ári

Töl­ur frá Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands sýna há­ar greiðsl­ur til sér­­greina­lækna á Ís­landi. Samn­ing­ur sem Kristján Þór ­Júlí­us­son gerði dró úr kostn­aði fyr­ir við­skipta­vini sér­greina­lækna. Heil­brigð­is­yf­ir­völd munu fara út í auk­inn einka­rekst­ur í heil­brigð­is­kerf­inu á næstu ár­um. Heim­il­is­lækn­ir tel­ur að sér­greina­lækna­væð­ing­in grafi und­an grunn­heilsu­gæslu í land­inu.

Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til sérgreinalækna á Íslandi, lækna sem starfa utan heilbrigðisstofnana samkvæmt samningi við SÍ, námu samtals tæplega fimm milljörðum króna árið 2014. Við þessa tölu bætist svo hlutdeild sjúklinga í kostnaðinum, samtals rúmlega tveir milljarðar króna. Heildarútgjöld hins opinbera og sjúklinga til sérgreinalækna vegna þjónustu þeirra námu því samtals rúmlega 7 milljörðum króna en um var að ræða ríflega 475 þúsund heimsóknir á síðasta ári til alls 343 lækna. Þetta kemur fram í gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Tölurnar sýna fram á hluta þess kostnaðar sem fylgir því að reka heilbrigðiskerfi sem er að hluta til einkavætt með einkarekstri lækna þó gjöldin fyrir þjónustuna komi að stærstum hluta frá ríkinu.

Greiðslurnar til sérgreinalæknanna byggja á samningi sem heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands, Læknafélag Reykjavíkur og fulltrúar sjálfstætt starfandi sérgreinalækna gerðu árið 2013 og sem tók gildi í ársbyrjun 2014. Tölunum á listanum sem Stundin fékk frá Sjúkratryggingum er skipt upp eftir heildargreiðslum til einstakra læknahópa eftir sérfræðiþekkingu þeirra.

Þeir læknar sem fá hlutfallslega hæstar greiðslur þegar litið er til sérgreinar þeirra eru lyflæknar sem eru sérfræðingar í meltingarlækningum en þeir fengu rúmlega 36 milljóna króna greiðslur að meðaltali árið 2014 en í yfirlitinu er tekið fram að um speglanir hafi verið að ræða. Þá fengu svæfingalæknar greiddar rúmlega 35 milljónir að meðaltali frá Sjúkratryggingum og sjúklingum; bæklunarlæknar rúmlega 28,5 milljónir að meðaltali og háls-, nef- og eyrnarlæknar tæplega 29 milljónir að meðaltali. Hér er einungis horft á meðaltalsgreiðslur; sumir læknanna á listanum kunna að hafa fengið miklu meira en þetta í greiðslur en aðrir minna, allt eftir því hversu mikið þeir unnu á þeim stöðum þar sem þeir veittu þessa þjónustu. Sumir læknanna á listanum – tekið skal fram að engin nöfn er þar að finna en hægt að skoða lista yfir þá lækna sem eru með samning við SÍ á vef stofnunarinnar – vinna eingöngu á einkareknum læknastofum á meðan aðrir vinna líka á heilbrigðisstofnunum.

Umræðan um einkarekstur og -væðingu innan heilbrigðiskerfisins

Talsverð umræða hefur verið um einkarekstur- og -væðingu í heilbrigðiskerfinu á liðnum mánuðum á Íslandi í kjölfar fjölmiðlaumfjallana um sjúkrahótel Landspítala Háskólasjúkrahúss og opnun lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar í Ármúlanum sem og tilraun fyrirtækisins til að fá heilbrigðisráðuneytið til að heimila Sjúkratryggingum Íslands að taka þátt í kostnaðinum við brjóstaskurðaðgerðir.

Stundin fjallaði um Klíníkina í júlí síðastliðnum og þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra að heimila ekki Klíníkinni ekki að framkvæma brjóstaskurðaðgerðir. Þá ræddi Stundin við Kristján Þór um einkarekstur- og -væðingu í heilbrigðiskerfinu og sagði hann þá að hann væri ekki hlynntur einkavæðingu á spítalaþjónustu en undirstrikaði að ákveðinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hefði reynst vel. „Almennt séð er ég þeirrar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu